Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Blaðsíða 7
SMARAGDA.
5
væri, þó var hann of stórlátur til þess að
spyrja, hvaða erindi Armeninn ætti við sig.
Furstinn virtist endilega vilja tala meira, en
Hugh horfði á hann svo kuldalega og ókunn-
uglega, að hinum þótti ekki árennilegt að
brjóta upp á samtali aftur.
»Eg er yður til óþæginda,« sagði Armen-
inn, eins og til þess að gera síðustu tilraun
til að spjalla hinn upp.
Englendingnrinn starði út í bláinn.
Armeninn kvaddi rnjðg kurteislega eins og
Frakki, Hugh kinkaði lítið eitt kolli, svo gáfu
þeir sig hver að sínu, Hugh fór að athuga
ferðafólkið nánar, og Ieist ver og ver á það.
Það var kominn miðdegisverðartími, og lauk-
lyktin óx mikið, ásamt lykt af ýmsu öðru, því
að farþegarnir voru að búa út mat sinn. Bæði
á efra og neðra þilfarinu þyrptust þeir í smá-
hópa innan uin kistur sínar og körfur, sátu
saman nokkrir f stað og suðu í kötlum sínum.
Stór hópur safnaðist utan um sauð, sem var
slátrað, fleginn og höggvinn í spað, á öðrum
stað var maður nokkur, að hálfu leyti klæddur
norðurálfu-búningi, að draga á eftir sér hafur,
seni hann líklega hafði skotið upp i Kríteyjar-
fjöllum, og var að búast undir að steikja hann
á teini. Hugh fór Iíka að kenna sultar og bað
þw' um mat í skipseldhúsinu, en fékk svo
slæman mat, kryddaðan hvítlauk, að hann fór
að iðrast þess að hafa farið með »Heru«, og
einsetti sér að fara af í Aþenuborg og fara
þaðan á austurríska skipinu, eins og hann hafði
®tlað í fyrstu. Pegar hann kom út á þilfarið
aftur og fór að svæla vindling til þess að kæfa
'auksterkjuna, þá kom Armeninn aftur til hans
let sem hann hefði aldrei orðið afturreka, og
sagði brosandi: »Herra de Lucy, við erum
einu mennirnir á skipinu.«
Hugh var eitthvað mildari í skapi en áður,
°g þó að hann fyrirliti þessa nærgöngulu fram-
komu furstans, þá tók hann undir við hann.
*Er mikið af steingeitum ' á Krít? spurði
hann og benti á dökkgula gæruna og stór,
hjúg hornin, sem lágu á þiljunum þar rétt
hjá þeim.
»C —o,« svaraði Arm^ninn, »á flestum eyj-
unum hérna og í fjöllunum í Litlu-Asíu er
fjöldi af steingeitum. Það er þó ekki auðvelt
að skjóta þær. Maðurinn þarna, Aristides Len-
os, er duglegur veiðimaður. — Má eg bjóða
yður kaffibolla?«
Hugh sá eftir hvað hann hafði verið við-
mótsþýður, því að þess vegna lét hann nú leið-
ast lengra en hann ætlaðist til, en hann vildi
ekki móðga hinn og tók því boðinu.
Armeninn klappaði saman höndunum, og
ungur piltur í bláum stakki með gríska stromp-
húfu kom í hendingskasti. Armeninn sagði eitt-
hvað við hann og spurði svo Hugh, hvort
hann vildi ekki koma í tafl., Hugh samsinti
því, og svo settust þeir báðir við lítið borð
og fóru að tefla. Bláklæddi pilturinn, sem auð-
sjáanlega var þjónn Armenans, kom svo með
tvo litla koparskaftpotta, helti úr þeim heitu,
svörtu kaffinu í litla postulínsbolla, sem stóðu
f silfurumgerð. Kaffið var ágætt. Hugh hélt
sjálfur, að hann væri góður taflmaður, — auð-
vitað ekki svo góður, að blöðin færu að geta
hans sem afburðamanns í þeirri grein, — en
að hann kynni þó að leika vel. Honum varð
því ekkert sérlega vel við, þegar Armeninn
gerði slæglegt bragð og kom honum í klípu;
hann reyndi að bjarga við t'aflinu eftir mætti,
en varð mát eftir skamma stund.
*• Viljið þér ná yður niðri á mér aftur?«
spurði Saoul fursti.
»Nei, þakka yður fyrir,« sagði Hugh og
stóð upp; »viljið þér drekka eitt glas?« bætti
hann við kurteislega.
»Með mestu ánægju.«
Hugh sótti flösku af skosku whisky ofan í
kistu sína og nokkra Havanna-vindla, og þjónn
Armenans sá fyrir sódavatni. Þannig sátu þeir
svo og drukku, reyktu og spjölluðu, án þess
að viðræðan snerist að því, sem þeiV helst
vildu vita báðir, nefnilega hversvegna þeir hitt-
ust þarna á skipinu.
Pað varð ekki fyr en kl. 6 e. h. daginn
eftir, að þetta seinskreiða skip kom á höfnina
í Piræus. Pað var orðið dægri á eftir áætlun;