Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Síða 9
SMARAGDA.
7
svipurinn var svo góðlegur og hreinskilnisleg-
ur, að Hugh fyrirgaf honum tiltalið, og það
þvf fremur sem hann sá óðara, að hann var
Armeni; mærin fagra hinumegin var líka að
öllum líkindum armenisk, það réð hann af
sessunautum hennar, því að hún hafði ekki
armenisk andlitsfall, — sem hann var ekki neitt
hrifinn af.
Hörundsdökki, litli maðurinn borðaði ólíf-
ur og hundfisk í viðsmjöri, og á meðan horfði
hann á meyna fögru með aðdáun og lotningu;
svo tók hún eftir honum og kinkaði kolli til
hans með brosi, sem lék eins og sólargeisli á
andliti hennar. Litli maðurinn varð alveg frá
sér numinn.
'■Hvaða stúlka er þetta?« spurði Hugh og
varð þó mikið um að sigrast á óframfærni
sinni.
»Það er’ dóttir Atarians Effendi, gamla
uiannsins, sem situr hjá henni. Pér hafið víst
heyrt Atarians getið?«
»Nei, aldrei.«
»Er það satt? Þá hljótið þér að vera ó-
kunnugur í austurlöndum. Hver ætli þekki ekki
Atarian Effendi, hinn mikla barikhafa! Dóttir
hans er svo einstaklega lagleg, og hún er
e*nkabarn. Hún heitir Smaragda og eg hef
Þekt hana síðan hún var smákrakki. Eg er
scm sé húslæknir hjá þeim og vinur þeirra.
Eg er Afrikian læknir.«
Hugh hefði kunnað þessari mælgi illa, ef
öðruvísi hefði staðið á; hann undraðist aðeins
maelgi þess manns, sem var Armeni, og þeir
eru alþektir að því að vera mjög dulir.
»Já,« sagði Armeninn, »það er mikil ætt.
Elsti bróðirinn er »katholikos«. Pað er í þriðja
s*nn sem maður af Atarianættinni hefur náð
Þeirri tign. Hinn bróðirinn........«
»Afsakið, »katholikos« er vfst yfirbiskup
gregoriönsku kirkjunnar?«
»Ha, eruð þéi að tala um gregoriönsku
^'rkjuna? Hvaða Armenar eru ekki gregoriansk-
lr? F*að er aðeins til eín kirkja og katólskir
Armenar eru ekki Armenar; við þekkjum þá
ekki; þeir eru g^j „gj^ »Katholikos« er okk-
ar andlega yfirvald, uþað er patriarkinn frá
Etschmiadzin í rússnesku Armeníu.«
»Þér fyrirgefið, | eg kem frá Indlandi og
þekki því ekki landið nákvæmlega.«
»Eg er sjálfur skyldur Atarian-fólkinu langt
fram í ættir. Yngri bróðirinn er Atarian pasja
í Egyptalandi, góðvinur Englendinga, Tyrkir
óttast hann og hata. Þessi Atarian þarna, bank-
hafinn, var góður vinur Midhat pasja, sem var
rekinn í útlegð til Arabíu, eins og þér sjálf-
sagt munið. Atarian er kvæntur grískri konu
frá Kolonos, þess vegna hefur dóttir hans
grískt nafn eftir móður sinni.«
Þeir héldu áfram samræðunni eftir borð-
haldið. Hugh sat hjá Afrikian lækni í reykinga-
salnum, lét hann segja frá, og var feginn að
frétta eitthvað, sem gagn gat orðið að við
framkvæmdirnar á ætlunarverki hans. Því að
ætlunarverk hans var að^vinna í þarfir Armena.
Afrikian læknir hafði verið lengi í útlöndum
og gengið í þýska háskóla til þess að full-
komna sig í læknisfræði, svo að hann hafði
að nokkru leyti lagt niður brag sinnar þjóðar.
Hann sagðist hafa lesið upp á kostnað Atari-
ans, frænda síns.
Aristides Lenos settist hjá þeim; hann var
þó með sama ræningja-smettið og áður, en
kominn í norðurálfu-búning. Hann þekti A-
frikian og virtist einnig hafa mök við Atarian
bankhafa. Hugh skildi þá þó lítið, því að þeir
töluðu mest grísku.
Hann sá lítið til Smarögdu síðar um kvöld-
ið, hún sat í söngsalnum og hlustaði á nokkra
viðvaninga,'\sern voru að reyna sig. Saoul fursti
var einlægt við hlið hennar, og Hugh vildi
ekki virðast forvitinn né nærgöngull. Hann
var sárgramur þessum manni, sem hafði unnið
hann í tafli og hegðað sér þannig, síðan Smar-
agda kom, að hann langaði mest til að slá
hann niður með ósviknu, ensku hnefahöggi.
En hann' gat ekki litið á ungu stúlkuna nema
með þunglyndis-samhygð, hana, sem ung og
fögur var á leiðinni til Miklagarðs, höfuðborg-
ar Tyrkja. Framh.