Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Side 10
8
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
VINNUMAÐURINN.
Eftir Þorkel Purrafrost..
I. Lambasetan.
Pað var komið fram í októbermánuð, eg
var á 12. árinu og var látinn sitja lömb frá
réttunum. Mér var farið að verða það létt verk
og vanalegt, því eg hafði gert það áður í þrjú
haust. Nú þótti mér það skemtilegt, því eg bar
ekki ótta fyrir að eg myndi tapa af þeim, en
kveið fyrir því þegar eg byrjaði. Nú var eg
orðinn elskur að hjörðinni og hlakkaði til þeg-
ar síðari göngur og almennir samanrekstrar
bættu í hana. Eg hafði ánægju af að taka eftir
séreinkennum lambanna, og að geta þekt hvort
frá öðru, og að sjá hvaða móður hvert þeirra
mundi eiga, þetta var auðvitað tilgáta, en mun
þó hafa verið rétt um mörg, því eg þekti all-
ar ærnar á heimilinu með nöfnum, og greiddi
það fyrir, þar sem ættareinkennin héldust án
stórra breytinga.
Rennan dag var hægur vindblær af suðri,
sólin sendi heita geisla niður í milli skýja aðra
stundina, en hina þokuðu þau sér fyrir hana,
eins og til að hlífa laufinu við að skrælna
meira en orðið var, en það var nú að falla í
dyngjur af viðargreinunum. Landslag þarna
var að mestu leyti ein flatneskja, aðeins smá
holt stóðu upp úr á stöku stað, en hvar
sem litið var, uxu allskonar viðartegundir mest
grasa, og sléttu víða af mjög stóru og hrika-
legu þýfi, en hvorki sást mýri né valllendis-
blettur. Skógviðarrunnar sáust einn og einn
með löngu millibiii, sem útverðir allra annara
viðarteinunga og gerðu útsýnina tilkomumikla
og einkennilega.
Eg settist undir einn þessara runna, og
lömbin voru spök í kringum mig, sá ekki nema
á bakið á þeim sumum upp úr hrísinu í
skorningunum og tíndu þar língresi og vafn-
ingsjurtir, sem fléttuðu sig langt upp fyrir við-
arræturnar, því þó þarna væri hrjóstrugt að
sjá, voru kindur hagspakar og afnotamiklar, og
tók ekki fyrir jörð á veturna nema í aftökum.
Eg hafð vanalega með mér Grettissögu
til að lesa í, þegar eg þurfti ekki að vera á
gangi við lömbin. Ekki var annað til að grípa
í af því tægi og leiddist mér það að geta ekki
skift um, en ekki var til neins að fást um það.
Eg var farinn að kunna utan að eins mikið
í henni og kverinu mínu, og var eg þó að
nafninu búinn með það.
Alt í einu hrökk eg við, upp úr lestrinum,
— þar sem Grettir var að þæfa við skessuna
niður að Goðafossi — að heilsað var upp á
mig með nafni; þekti eg óðara, hver það var,
sem heilsaði; það var nágranni minn, sem hét
Finnur, og var alment nefndur Finnur vinnu-
maður, og átti heima á næsta bæ, sem Ás hét.
Mér þótti mjög vænt um að sjá hann, því hann
var sá eini kunningi, sem eg átti þá utan heim-
ilis, og höfðum við iðulega fundizt og skemt
okkur saman, þegar báðir voru við fé. Ekki
gat það valdið vinfengi okkar, að við værum
á líku aldursskeiði; þvf eg var sem áður er
sagt á barnsaldri, en hann var aldraður. Allir
sem kyntust honum, þektu hann að góðu og
öllum var vel við hann. Hann hafði verið
vinnutnaður síðan hann komst á þann aldur,
og lengstaf í sveitinni, sem hann nú átti heima
f, þó eitthvað annarsstaðar. 01lum húsbænd-
um þótti vænst um hann af hjúum sínum, og
vildu ekki af honum sjá. Verkamikill hverja
stundina var hann ekki fram yfir aðra, en þeg-
ar til lengdar lék, vanst honum í mesta lagi.
Ástundunin var stöðug og hollustan við hús-
bændur sína, viljakrafturinn jafn, geðið sífelt
rólegt og viðmótið þýðlegt. Sjaldan talaði hann
mikið, en gott að taka hann tali, og vildi til
að hann var ræðinn, og þá mjög glaður, og
brá fyrir hæðniskeiin. Ekki var hann til menta
settur hið minsta, en þó fróður um margt, og
hafði aflað sér þess af sjálfsdáðum, því tilsögn