Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Page 11
VINNUMAÐURINN.
9
var þá ekki tíð meðal almúgans. Nokkuð var
hann skrifandi, og einkum ritaði hann fljóta-
skrift allsæmilega. Margir sögðust hafa séð hann
rita á blöð iðulega, en enginn vissi hvað það
var sem þar stóð, en héldu að hann mundi
gevma alt þessháttar. Fjármaður var hann með
afbrigðum, og við þau störf hvar sem hann
var. Aldrei hafði hann gifst, eða verið kendur
við kvenfólk í þeim sökum, þó kom það fyrir, ef
minst var á Finn vinnumann, sem ógiftan og
barnlausan, að rosknum piparmeyjum brá við,
horfcu í gaupnir sér og sögðu síðan: »Hon-
um var nógu bumbult af því þá einusinni sem
fiann jós út hjarta sínu, hérna á árunum. Að
því býr hann síðan, manntetrið.« —
Þegar þessi góði kunningi minn hafði heils-
að mér, settist hann hjá mér, og fórum við
að spjalla um ýmislegt smávegis, svo sem um
sPekt í fénu, göngur, heimtur og fjárrekstra
roilli bæja, hvað haustið ætlaði að verða gott,
hve veðrið væri indælt í dag o. s. frv.
»Eg á við þig erindi núna, Keli minn,«
sagði hann. »Eg er viss um að hvorki þú né
nokkur 'annar gæti getið rétt til um, hvað
það er.«
»Eg ætla þá ekki að reyna til þess. Mér
sýnist þú líka svo áhyggjufullur á svipinn, og
þó get eg ekki skilið, að þú eigir erindi um
það til mín, sem þú hefur áhyggjur af.«
»Jú, svo er einmitt,« sagði hann. Eins og
þú veist, lærði eg að draga til stafs, þegar eg
var ungur, og hef í hjáverkum mínum haldið
Því við, og ritað hjá mér helstu viðburði, sem
komið hafa fyrir á lífsleiðinni, sérstaklega það
s^m snert hefir mig að einhverju leyti. Retta
óagbókarrusl mitt — eða hvað eg á að kalla
Það, ætla eg að gefa þér. Eg hefi veitt því
eftirtekt, að þú ert hneigður til að lesa og ert
Vel orðinn læs, bæði á prent og skrift, en hef-
Ur fátt til að lesa, og þó þetta sé ófullkomið
sem eg hefi samsett, getur það verið til þess,
að þú þekkir betur en er vinnumanninn, góð-
^unningjann gamla, og gleymir honum síður,
Þó hann verði kominn á þann stað, þar sem
hinir umkomulitlu gleymast af flestum, þegar
hvorki auður né frægð — og eg vil bæta við
glæpir, halda minningunni á lofti.«
»Ætlarðu burtu úr nágrenninu, og viltu þá
samt ekki eiga blöðin þín, eða veiztu fyrir víst
að þú deyir bráðlega?« reyndi eg að spyrja,
og held eg að grátstafur hafi heyrst í röddinni.
»Láttu þettaekki á þig fá, góði,« sagðihann.
»Ef eg lifi til næsta vors, ætla eg að flytja
suður á land og setjast þar að. Rað er líka
hugboð mitt, að eg eigi ekki mörg ár eftir
ólifuð. Eg ér farinn að slakna á taugum, og
vita hvað það er að vinna og Iýjast. Eg hefi
þekt, hve sárar tilfinningar og vonslit slíta
manni, hve sárt er að offra kærleiksfórn á alt-
ari táls og pretta, en sleppum þessu, eg er
orðinn of bituryrtur og málóður í áheyrn þinni,
vinur, sem ert svo ungur og geymir svo óspilt
og saklaust barnshjarta, sem eg kysi að geyma,
sjálfur, og eiga fremur allri auðlegð, og vona
með guðs hjálp að menjar séu þó eftir.
Eg á systurson, sem Grímur heitir, sem býr
ekki langt frá Reykjavik, duglegur og efnaður
vel, og eg þekki hann að góðum og tryggum
frænda, því hann var uppalinn hér í grend við
mig. Hann hefir boðið mér að koma til sín
á næsta vori, og dvelia hjá sér það sem eftir
er, hvort sem eg vinni nokkuð eða ekki, og
hve lengi sem eg þurfi á að halda, og þetta
tilboð ætla eg að þiggja. Auðvitað legg eg
með mér það litla sem eg á, en það er ekki
mikið, eg hefi ekki verið kaupharður, og held-
ur eigi samheldinn; það er mesta eignin mín
300 dalir í sparisjóði í Reykjavík.
Dagbókina skaltu fá fyrir vorið, en fyr ekki,
það getur skeð, að eg lagfæri eitthvað í hénni
í vetur, þó óvíst sé, því sjónin er heldur að
bila. Sumt í henni er blakt, en þó hægt að
lesa það, og eg treysti því, að þú verðir svo
pennafær með tímanum, að þú getir umskrifað
eitthvað af því, sem lakast er í henni.
Skyldi eg snögglega deyja á þessum vetri,
gengur þú að blöðunum sem þinni eign, og
ætla eg svo ekki að tefja lengur hjá þér í
þetta sinn, vinur minn, og vertu nú sæll.«
Svo gekk hann liðugt frá mér og flýtti sér