Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Side 14
12
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
skapmikil.í þó ekki bæri oft á skapbrigðum.
Flestir töldu hana vitrustu konu í þeirri sveit,
þó allar væru jafnar í því að vera óupplýstar
og mentunarlausar, nema ef sjálfsmentun í stöku
stað var finnanieg á aumingja alþýðufólkinu.
Rað sem eg átti að læra til bókar, hafði
hún umsjón á, sem ekki var áskilið að væri
meira, en að verða læs, og svo að kunna ut-
anbókar hið Ianga 8-kapítula kver, og geta
eitthvað sagt úr biblíunni, þegar fyrir prestinn
kom. Fóstra mín hvatti mig til að reyna að
draga til stafs, þó örðugt gengi, því enginn á
heimilinu kunni að skrifa, nema hún sjálf, og
ekki meira en svo, að það átti að heita lesandi,
og hafði ekki reynt til þess, fyr en hún var
fullorðin. Tilraun hennar varð þó til þess, að
eg lærði að klóra þetta litla, þó lítið væri um
fyrirmynd, því skrifað mál sá eg varla; það
barst ekki inn á heimilið, utan viðskiftareikn-
ingur frá kaupmanninum, skrifaður á dönsku
fyrir það mesta, og ekki barnameðfæri. Fóstri
minn sá um að eg lærði utanbæjarverk, þó sér-
staklega að gæta sauðfjár, því hann sjálfur var
góður fjármaður og tamt að segja fyrir um
það. Það var alt minna sem hann lét mig starfa
að öðru. Mér virtist hann ekki tíma því sökum
eftirlætis á mér, og ótta fyrir því að eg myndi
mæta ofmikilli áreynslu. Gæða-atlotin voru þau
sömu við mig þegar eg var orðinn stálpaður
og jafnvel fullorðinn, eins og meðan eg var
barn.
Jörð þá, er fósturforeldrar mínir bjuggu
á, átti auðkýfingur með spentar járngreipar í
fjarlægri sveit, sem ekki vildi selja hana þó
beðið væri og hvað sem í boði var. Þau áttu
því enga jarðeign, en allstórt bú og afnota-
gott og voru talin laglega efnuð. —
Gamall klerkur þjónaði þarna í sveitinni,
sem Geir hét. Bjó hann á Miklaholti og mess-
aði þar, og á tveimur annexíukirkjum að auki.
Var önnur þeirra utarlega í dalnum að vestan-
verðu, en hin utan til í Skógahverfi. Hann hafði
á fyrri árum verið mikilmenni í líkamlegum
efnum og röggsamur í kirkjum. Nú þótt hann
væri tæplega fær um að gegna prestsstörfum
í víðlendu kalli, hafði það engin áhrif á söfn-
uðinn, og kirkjan var oftast troðfull hvern
messudag; hylli hans hjá söfnuðinum stóð á
gömlum merg, þó kennimanns-skilyrðum fækk-
aði. Hann hafði oftast verið skyldurækinn og
þó í meira lagi drykkfeldur, en heilsa og þrek
ekki bilað, svo hvert embættisverk var drifið
af, þó áferðin væri ekki hárfín á þeim öllum;
það gerði ekki mikið til, því eftirtekt og smekk-
ur tilheyrenda var þar á móti veikburða, og
vaninn sléttaði af öllum misfellum. Ræðufram-
burður prestsins var afarhár og hreimmikill, og
óspart sagði hann til syndanna. Ekki vantaði
það. Áhrifamestu kaflarnir voru út af gamla
sáttmálanum, og þrumuðu í eyrum tilheyrenda
með ógnanda krafti, svo ekkert hjarta var í
þeirri stálumgerð, að það bifaðist ekki, og flest-
um »skaut skelk í bringu« af að heyra um
syndaflóð, höggorma, landplágur, afdrif Sódóma
og að verða saltstólpi m. m., en niðurlagið
kom oftast með þá hressingu, að þessi söfn-
uður væri einn af þeim drottins útvöldu, og
fyr mundu höfin klofna, en hann kæmist ekki
klaklaust til fyrirheitna landsius, og þá urðu
náttúrlega allir vissir um sig, og þó einhver
hefði blundað undir ræðunni, og dreymt eitt-
hvað voðalegt, var sá hinn sami ugglaus, um
sig, því hann sá alt þetta ljóta var draumur
og annað ekki. Undantekningalaust vöktu allir
þegar sungið var í kirkjunni, því presturinn
var afbragðs raddmaður og söng ætíð með
söngmönnunum, svo yfirgnæfði hverja rödd,
enda jöfnuðu sóknabörnin tóni og söng hans
við raddir englanna á himnum.
Ekki spilti það heldur samkomulagi prests
og safnaðar, að hann gengi hart eftir tekjum
sínum, því hann nefndi þær aldrei, öðruvísi
en hann sendi árlega sanngjarna reikninga,
fylgdi þeim ekki eftir með kröfum og lét hvern
sjálfráðan. Skírnartolla reiknaði hann aldrei, og
fékk heldur ekki öðruvísi, en á þann hátt, að
látið var í 3 pela flösku brennivín, af hverjum
sem barn eignaðist við skírnina, og þessi regla
gilti yfir alla hans embættistíð. Rá var hluttekn-
ing Bakkusar ekki svo tilfinnanlega dýrkeypt,