Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Qupperneq 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Qupperneq 18
16 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. því er hann léti dóm ganga yfir þau í þessu máli, skyldi hann mega taka ábyrgð á sig fyr- ir því, að það væru ráðvandar til munns og handa persónur þær, er hann léti dæma inn á heimilið, en ef hann treysti sér að taka það í ábyrgð, myndi hann vera fær um að lofa konunni að ílengjast hjá sér sjálfum, eins og hann væri í bráð búinn að lofa henni að vera hjá sér. Væri hún injög brotleg, þá væri eng- ion refsivöndur hentari en hann í allri sveit- inni, til að lægja í henni rostánn og óknyttina. Eftir nokkuð lengra orðakast frá báðum hliðum, þoldi Rórður ekki mátið lengur og rauk á dyr. Magnús sat eftir spakur að vanda og vildi miðla málum og stilla til friðar, var því vel tekið, en ekkert ávanst. Að stundarkorni liðnu kom Þórður aftur inn og var gustillur sem Glámur forðum, en talaði fátt, það var ástríða sú á honum, að slíta eitt og eitt hár úr skeggi sínu, þegar hann var reiður, og í þetta sinn fengu þau að týna tölunni. Að lokum þáði hann þó góðgerðir þær, er honum voru boð- nar, og var það fyrir tilstilli Magnúsar. Raðan héldu þeir ‘svo, án þess að orða húsmenskumálið við fleiri bændur svo menn vissu til. Leið svo um hríð. Nokkru síðar en þessi heimsókn gerðist, kom bréf til fóstra míns frá sýslumanninum, og var innihald þess sem hér greinir: íHreppsstjórinn í Holtshreppi hefir tilkynt mér, að þér hafið neitað honum um, og jafnvel haft ill orð um, að taka í hús yðar og Ijá nauðsynlegustu hluunindi, móti fullu endurgjaldi, Einari nokkrum Einarssyni, á- samt konu hans og tveimur börnum þeirra, þó þér eftir kunnugra manna áliti, hafið næg eða yfirfljótanleg hús. Fyrir því vil eg þénustusamlegast — jafnfrara því að brýna fyrir yður, skyldu yðar, að hlýðnast hreppsstjóra yðar — skipa yður und- ir daglega múlkt að hlýðnast, og taka við gteindum Einari og hyski hans, og sýna engan mótþróa eða tregðu á nokkurn hátt, í samningum við hreppsstjóra yðar og sveit- arbændur, viðvíkjandi umtöluðu húsnæði. Skrifstofa N.-sýslu 30. maí 18. . Lárus Halldórsson.* (Meira.) UNDIR PlLJUM Eftir Holger Drackmann. Máninn skein yfir Norðursjóinn. Um dag- inn hafði rignt'og veriðLhvast. Og eftir sólarlag leit út fyrir að hvessa mundi enn meira. Sjón- deildarhringurinn var þakinn þéttum skýjabakka, og yfir honum var himininn skínandi og gulur, jafnvel ískyggilega hreinn. Efst í gula litnum drógu sig saman fáeinir langir, dökkrauðir flók- ar; og hér og þar milli þessara flóka komu smáský í Ijós með einkennilegri lögun, Iíkust flugdrekum skóladrengjanna, þegar vindurinn grípur vængina og stélið og dregur alttilann- arar hliðar. Smátt og smátt hækkaði bakkinn. Guli lit- urinn sortnaði meir og meir. Flókarnir dróg- ust saman í smáu skýjunum og mynduðu feikna- stórar ófreskjur. Loftið var kvíðvænlegt og hrika- legt; skuggarnir af stórum og myrkum skýjum köstuðust yfir sæinn, sem óx með hverri mín- útu. Þungir dimmbláir bylgjukamparnir brotn- ^uðu með endilöngum hliðum enska skipsins. Reykurinn þaut suðandi upp úr reykháfnum, endrum og sinnum lýstur af glóandi neistum. .Vindurinn þaut ömurlega í stögum og stréngjum. »Má eg spyrja, hvernig líður yður af sjó- veikinni ?« Sá, sem spurði var danskur maður frá Ame- ríku, skipstjóri. Hafði hann á yngri árum verið á enskum skipum, en síðan dvalið í Banda-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.