Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Qupperneq 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Qupperneq 23
MENNINGARÞÆTTIR. 21 til 15—20 mannafla. Innan skamms má gera ráð fyrir að rafmagnsaflið verði búið að ná gufuaflinu, og svo stendur fyrir dyrum úti, og er þegar byrjað að breyta vatnsaflinu í rafmagn, og má þá flytja það til alt að 400 kílómetra og færa sér það þar í nyt. Vinnuframleiðsla þessara heljarkrafta marg- faldast svo ákaflega við það, að þau eru notuð til að hreifa vinnuvélar. Að vísu skapar vélin sjálf engan kraft, en hún færir hann til, losar um hann, breytir honum í aðra mynd, og dreg- ur hann saman á ákveðnum stað og tíma. Ná- kvæmi, öryggi og jafnleiki eru aðalkosti þeirra, °g ómetanlegur sparnaður á tíma, krafti og efni einkennilegustu förunautar þeirra. Árið 1869 hélt Eiffel, franski vélameistarinn, sem bygði Eiffelturninn fræga til Parísarsýning- arinnar 1889, að 20000 eimreiðir. sem þá væru a kreiki í Evrópu, bæru jafnmikinn þunga, eins °g 1280 miljónir manna, eða með öðrum orð- um, það yrði að taka nærfelt alt mannkynið i burðarvinnu, ef þær væru lagðar niður. Ef eng- ar prentsmiðjur væru til, yrði að setja hvern e>nasta mann, sem Iifir í veröldinni, við skriftir, °g vantaði þó mikið til, að alt fengist skrifað, sem berst út um allar jarðir í bókum, blöðum °g tímaritum; og að minsta kosti 100 miljónir manna þyrftu til að spinna alt það garn, sem spuntiið er í bómullarspunavélunum á Englandi e>nu á ári hvérju. En þó eru hinar miklu iðnaðarframfarir þó eI<ki eingöngu rekaflinu einu að þakka. Pað þurfti fyrst og fremst að geta fengizt greiður gangur að óunnum efnum, »hráefnum«, til þess að vinna, en þau efni finnast hingað og þang- að í náttúrunni, þótt þeim sé misjafnlega skift °g þau sé mjög misjöfn að eðli. Einkum á þetta sér mjög stað um'málmefni, sem finnast 1 Jörðu; en þar kemur margt til greina þegar !>I iðnaðarins kemur, bæði að brjóta málmgrýt- >ð úr jörðu, með öðrum orðum: námavinna °S námurekstur, og sfðan að hreinsa málmana Ur rauða þeim, eða málmgrýti, setn þeir eru saman við; það kallast bræðsluvinna, og fer fram f þar tilgerðum hitunar- og bræðsluofn- um. Skal nú nákvæmara gerð grein fyrir ýmsu þar að lútandi í næstu greinum þessara þátta. 3. Námur. Ef menn hyggjast hafa fundið málmlög í jörðu, þá eru gerðar námugrafir til þess að ná til þeirra, ef ekki er djúpt á þeim; en ef menn ætla að þau liggi djúpt, eru annaðtveggja gerð námugöng, beint inn í hæðir og fjöll, eða þá námubrunnar, sem ganga lóðrétt ofan í jörðina; stundum eru og gerðar borholur. Nú eru jarð- borun svo langt á veg kominn, að menn geta gert borholur meira en 2000 metra (10—1100 faðma) á dýpt. Með því móti hafa menn feng- ið stórum betri þekkingu á jarðlögunum, enda geta menn nú náð upp nafarspónum miklu stærri og betri en áður með sérstökum tilfær- ingum, og þannig getað ransakað nákvæmlega jarðlögin og það sem í þeim er að finna. Námagöng geta orðið ákaflega löng. Pannig eru ein námagöng í Harzfjöllunum á Pýzka- landi 24 kilómetra (nokkuð á fjórðu mílu) á lengd. Námabrunnar eru og víða djúpir t. d. Aðalbertsbrunnurinn í Austurríki er 1150 metra á dýpt. Fáar atvinnugreinar hafa náttúruvísindin haft meiri áhrif á en námareksturinn. Einkum hefur rafmagnsfræðin unnið þar hin þörfustu verk sín. Áður voru borvélarnar reknar með gufu og sampressuðu lofti, og fylgdi því mikið staut og fyrirhöfn, en rafmagnið er svo fyrirferðar- lítið, að það má leiða það með örmjóum þráð- um, að alt verður þar í lófa lagið, auk þess sem það er stórum hættuminna en gufan, þeg- ar unnið er í jörðu niðri. Pa eru og nú orð- ið reknar stóreflisdælur með rafmagnsmótorum, til að dæla vatn upp úr námurn: geta þeir dælt 80 teningsmetra af vatni á mínútu hverri um 300 metra hátt; þá eru og allar stórar námur nú orðið lýstar með rafmagnsglóðlömpum, og gengur sú birta næst dagsbirtunni að öliu á- gæti. Rafmagnið greiðir og mjög fyrir vinnunni í námunum. Pað hefur hepnast að búa til bor- vélar, sem reknar eru tneð rafmagni, og léttir

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.