Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Blaðsíða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Blaðsíða 2
268 NYJAR KVÖLDVÖKUR. Geislum hennar kastaði til austurs og vest- urs, norðurs og suðurs; þeir voru svo bjartir, að þeir fóru viðstöðulaust í gegnum allar kólg- ur og dimmviðri, og þó svo mildir, að eng- um manni var ofraun að horfa gegn þeim. Og þó skinu þeir alla leið inn í instu af- kima hjartnanna. Og með geislunum barst ofan til jarðarinn- ar ómur hinna himnesku radda, hver geisli varð hljóðfærisstrengur, sem titraði og söng þítt og blítt inn í hvert hjarta þessum orðum: »Dýrð sé guði i upphœðum. Friður á jörðu. Velþóknun yfir mönnum.o. En í bjarma ljóssins, stjörnunnar fögru, skein í himneskum ljóma mynd ungrar móður með barn í faðminum. En svo dofnaði stjarnan. Hún hvarf sjáif að síðustu, en ljósið út frá henni hvarf ekki. Geislarnir færðust til, og innan skamms var eins og öll birtan gengi út frá barninu, sem var í faðmi móður sinnar. Yfir því sveif kór- óna, ofin saman úr sólargeislum, en að fótum þess sveif hnöttur—ímynd jarðarinnr. En á bak við sást í blóðrauðri móðu dökk- ur kross sem í fjarska, en þar á bak við Ijóin- andi morgungeislar upprennandi sólar f fjarska. En yfir barninu skein í fögrum boga þetta letur: »Konungur lífsins. Konungur friðarins. Kon- ungur ljóssins.« Pað var hann, sem var fæddur frelsari mann- kynsins: — fæddur til þess að flytja oss trúna á lífið — lífið sjálft, — til þess að færa oss friðinn — friðinn, sem menn höfðu svo lengi leitað að, en hvergi fundið, — til þess að varpa því ljósi yfir heiminn, sem yfirbugar alt myrkur — ljóis, sem vísar oss veginn yfir dauðann heim til Guðs. Og hann hefur náð yfirráðum yfir heimin- um og hjörtunum, þar sem honum hefur verið veitt viðtaka. Kenning hans og líf eru ljósið og friðurinn og lífið, sem lætur hvert skamm- degi verða bjart, hverja nótt prýdda ljósum, hvert dimmviðri fult af útsýni. Margir höfðu áður reynt að skapa mann- kyninu frið, vísa því veg vonarinnar til full- sælu friðarins og ljóssins hver á sinn hátt. Krislma, Búddha, Zarathústra, Hermes, Or- feus, Pýtagóras —allir höfðu þeir fengið ljós af himnum, opinberunarljós guðs hjálpandi kær- leika til mannanna. Og þeir höfðu látið það ljós skína fyrir mönnunum, hver eftir þeim krafti, sem honum hafði verið gefinn. En þau ljós höfðu aftur daprazt—þau náðu ekki að skína nema svo skamt. En Kristur, barnið jólanna, tók þau öll í hönd sína og sameinaði þau sínu eigin fagn- aðarerindi og fullkomnaði svo það sem þeir höfðu byrjað —hann sameinaði þau f þessu eina stóra orði erindis sins hér ofan á jörðina: »Guð er faðir vor — og mennirnir eru börn hans.« Fyrir það kveikjum vér Ijós þessa heilögu nótt, til þess að festa með oss Ijósið sem ljóm- aði af himnum í gegnum öll myrkur. Fyrir það kveikja börnin ljós —að minna á föðurinn, sem ljósið gaf. Ljósið, sem eyðir skammdeginu, skín í nátt- myrkrinu — friðar mennina. Ljósið, sem boðar oss lengri daga, bjartar nætur, líf í dauðanum, eilífan frið. Petta ljós eru jólin.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.