Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Blaðsíða 4
270 NYJAR KVÖLDVÓKUR. hvítir menn, negrar og Arabar, klæddir hinum verstu tötrum, með flakandi skikkjum og flak- andi hári, og stökk og brunaði fram sem þeir ættu lífið að leysa. Reir báru axir og stiga og fluttu með sér litlar slökkdælur á vögnum og lömdu hestana, en augun ætluðu út úr hest- unum af hræðslu — þeir öskruðu og veifuðu blysum, hlupu alt um koll og tróðu all undir fótum sem þeir mættu, og þeir voru allir slett- óttir af blóðinu úr fólki því, sem þeir ruddust yfir, særðu og dauðu. Ohljóðin og hávaðinn, þessi ærðu óp: All- ah, Allah, Junghen Var! bárust meðfram Bos- porus, skoluðust upp að Dolma-Bagdsche, heyrðust í trjágörðunum, sveitahöllunum, her- skálunum og Yildis-Kiosk, og alt inn í her- bergi soldáns í kvennabúrinu; þar flatmagaði hans hátign á gullofnum silkihægindum í daufri ljósglætu; kom þar inn til hans ein af konum hans í eldrauðum fötum steinþegjandi og kross- lagði handleggina; búningur hennar merkti það, að eldsvoði væri í Konstantínópel. Sold- áni varð bilt, svo hann spratt á fætur. Borgarbúar urðu ærið skelkaðir; þeir horfðu í fáti á óhemjugang skrílsins áfram, en mest urðu þeir þó hissa á litlum hóp riddara, er reið fremst í hóp brunaliðsins. Riddarann, sem fremstur reið og réð ferðinni, þektu þeir að vísu: Pað var Kustanyi Bey á kolsvarta hest- inum sínum og hafði haun nakið sverð blik- andi á háa lofti. En á eftir honum komu nokk- rar undarlegar myndir, sem voru mjög svo hjáleitar við hina. Rar var enskur maður, fríð- ur og tígulegur, í enskum búningi með hjálm á höfði, og við hlið honum fór grískur mað- ur í gullsaumuðu vesti og hvítu stuttpilsi, og svo var þriðji maðurinn líka riðandi í norður- álfumannaklæðum. Hópurinn ruddist áfram óstöðvandi eftir strætunum og komst inn á það svæði, þar sem hús patríarkans gnæfði upp. »Junghen Var,« grenjaði Kustanyi Bey og benti með sverðinu á porthurðina, þunga og járnbúna. Brunaliðið geystist frani, tyrknesku varðmennirnir tvístruðust út í buskann og ax- irnar fóru að lemja á trénu. Hvergi sást reykur —hvergi eldur. Alstaðar í kring hafði gluggum og dyrum verið lokiðupp, og fólkið horfði með angist í kringum sig, heiður og tær stjörnuhimininn hvelfdist yfir húsþaki patríarkans. En alt svæðið var fult af hálfvitlausum mönn- um og kastaðist yfir það rauður glampinn af blysum þeirra. Slökkvidælunum var komið fyrir, hestarnir spentir frá, stigarnir reistir upp við múrana, og eins og vant var réðist brunaliðið eigi aðeins á hús það sem eldurinn var í, heldur fór og að rífa niður næstu húsin. Porthurðin patríarkans brotnaði nú öll í sundur og hrundi niður, og brunaliðið ruddist nú inn í forsalinn og upp tröppurnar, Pá gekk patríarkinn sjálfur á móti þeim með húsem- bættismönnum sínum. Hann var fölur sem nár, og varð ekki betur séð en haun væri dauð- hræddur og byggist við að hús hans yrði brot- ið niður til grunna og öllum auðæfum hans rænt. Hann sá Kustanyi Bey fyrir framan sig, hann sá Hugh og vini hans, og mátti þá sjá á honum, að hann fór að gruna margt. »Hvað á þessi ósvífnis árás að þýða?« sagði hann. »Pað er eldur í húsinu,« svaraði Ungverj- inn. »Eg veit ekki um neinn eld. Ábytgðin fyrir þetta athæfi fellur á yður.« »Eg geri skyldu mína,« svaraði Kustanyi Bey. »Burt, burt,« æpti patríarkinn, »það er eng- inn eldur í húsinu, rekið fólk yðar út. Burt úr húsi mínu.« En Kustanyi Bey ruddist fram hjá patríark* anum. Honum fylgdu þeir Hugh, dr. Muller og Aristides Lenos. Fólkið hratt patríarkanum og fylgdarmönn- um hans til hliðar, og ruddist inn á eftir. Alt var á hinni verstu ringulreið í höllinni. Allah-hrópin glumdu alstaðar við, tröppur allar og göng voru full af hlaupandi mönnum, allar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.