Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Blaðsíða 18
284
NÝJR KVOLDVOKUR
Næsta dag streymdu allir sem vetlingi gátu
valdið til réttarsalarins, því nú átti dómurinn að
upp kveðast,
Eiðsvörnu vitnin komu nú inn og settust
niður; svo var komið með Patter. Hann var
í böndum og fölur og dapurlegur; störðu allir
á þenna vesaling gráðugum forvitnisaugum.
Indíana-Jói sat hjá vitnunum og var svipur
hans kaldranalegur og tilfinningarlaus.
Nú hófst yfirheyrslan og var hún öll Patt-
ers til dómsáfellis. Menn skildu ekkert í því
að verjandi Patters gjörði sér ekkert far um að
flækja vitnin, ef ske mætti að þau yrðu tvísaga.
Áheyrendurnir urðu órólegir—ætlaði hann engri
vörn að halda uppi fyrir skjólstæðing sinn,
eða að minsta kosti að reyna að bjarga hon-
um frá dauðahegningu, er ótvíræðlega beið
haus? Menn voru alveg hissa á þessu.
Loks stóð ákærandi upp og sagði: »Sam-
kvæmt eiðföstum framburði þessara heiðarlegu
borgara frammi fyrir réttinum —sem'örugt má
trúa —verður að álíta hinn ákærða sannan að
sök, og séu hér engir, er hafa neitt fram að
flytja viðvíkjandi þessu máli, legg eg það i
hendur dómaranum.*
Það heyrðust andvörp er liðu frá brjóstí
veslings Patters, er reri fram og aftur r i sæti
sínu, yfirkominn af örvæntingu. Að öðru leyti
var dauðakyrð í salnum og margar konur tár-
feldu.
Rá stóð verjandi alt í einu upp og mælti:
»Heiðruðu dómarar og eiðsvörnu vitni! F*að
var í fyrstu ásetningur vor að færa fanganum,
skjólstæðing vorum, það til málsbóta, að hann
hefði, ef sekur væri, framið morðið í ölæðis-
kasti. Vér höfum nú breytt skoðun vorri og
munum nú ekki lengur færa honum þetta til
má!sbóta.« Sneri hann sér svo að réttarþjón-
inum og mælti: »Látið nú Tómas Sawyer koma.«
Undrun og forvitni skeiu nú út úr hverju
andliti, ekki sízt á Polly gömlu; störðu nú allir
á söguhetjuna okkar, er hún gekk fram að
dómgrindunum hálfkvíðinn og utan við sig.
»Tómas Sawyer!« mælti verjandinn, »hvar
varst þú staddur aðfaranótt þess 17. júní hér
um bil um miðnætursskeið?*
Tumi leit sem snöggvast á steingjörfings-
svip Indíana-Jóa; honum fipaðist. En eftir drykk-
langa stund náðí hann sér aftur og honum
heppnaðist að herða svo upp röddina, að flestir
heyrðu hann segja: »í kirkjugarðinum.«
Fyrirlitningarbros lék um varir Jóa.
»Varstu nálægt gröf Vilhjálms?«
»Eg var ekki lengra frá hennien eg er fráyður.«
»Varst þú þar í leyni eða ekki?«
»í leyni.«
»Hvar?«
»Bak við álmtrén, sem eru fast hjá gröfinni.«
Hér kiptist Jói við.
»Var nokkur með þér?«
»}á, herra eg gekk þangað með —með--------«
»Bíddu við! þú þarft ekki að nefna félaga
þinn strax. Hann skal líka koma hér fram á sín-
um tíma. Höfðuð þíð nokkuð meðferðis?«
»Já, við höfðum með okkur dauðan kött.«
F*að var ekki laust við að sumir færu að hlæja,
þó lágt væri, þegar Tumi sagði þetta, en rétt-
arforsetinn skipaði þögn. »Vér munum síðar«
mælti verjandi, »leyfa oss að leggja fram beina-
grindina af þessum ketti því til sönnunar, að
drengurinn segir satt. Halt þú nú áfram dreng-
ur minn; segðu frá öllu er þú sást þar og
heyrðir, dragðu ekkert undan og bættu engu
við og umfram alt, hikaðu ekki, vertu óhræddur.«
Hóf nú Tumi frásögnina, en stamaði og
hikaði fyrst í stað á hverju orði, en svo náði
hann sér brátt og orðin streymdu létt og lið-
ugt. F*að var steinþögn í salnum og allir hlust-
uðu með eftirtekt á sögu Tuma og héldu niðri
í sér andanum. En þó komst geðshræring
manna á hæsta stig, er hann sagði að endingu:
»En um leið og læknirinn sló Muff Patter
í rot með borðinu, stökk Indíana-Jói að ,hon-
um með brugðinn hnífinn og-------------«
Alt í einu heyrðist brothljóð og maður
henti sér út um brotinn gluggann. Pegar hér
var komið sögu Tuma, stökk Jói upp eins og
kólfi væri skotið, hratt öllum frá sér, ruddist
að glugganum, mölvaði hann og var horfinn
út áður en menn áttuðu sig. (Framh.)
«