Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Blaðsíða 3
SMARAGDA. 269 8MARAGDA. Saga frá Miklagarði eftir Augúst Niemann. 23. Junghen Var! Trúarofsi, óstjórnlegt heiftaræði, ránskapar- áfergja og maiindrápafíkn meðal Tyrkja —angist, dauðafát og æðra meðal Armena — þetta voru ástríðurnar, sem settu sniðið á þennan undur- fagra og þó svo hræmulega ljóta bæ þennan dag. Margar þúsundir manna höfðu verið myrt- ar> og vöruhús og sölubúðir Tyrkja voru meira en troðfull af fé því, er rænt hafði verið frá Armenum. Hús útlendu ræðismannanna og sendi- herranna voru full af flóttamönnum; þar kom- ust ekki fleiri inn. En í kringum þau voru hóp- ar af körlum, konum og börnum, sem hlupu þar æpandi og veinandi fram og aftur, einsog þeir væru að leita að einhverjum dyrum, ein- hverri smugu, einhverju hæli; en þeim fækk- aði smámsaman eftir því sem þeir týndu töl- unni fyrir bareflum Tyrkjanna og sverðum og hyssustingjum kúrðverskra ríðandi ræningja í e'nkennisbúningum. Karlmenn voru drepnir, hörnin lamin til bana og konur dregnar í burt. Strætin í armensku bæjardeildunum voru samanhangandi vígvellir bardaga og blóðugra •uanndrápa. I einum stað reyndi faðir eða eig- 'nmaður að varna því að börnin væru myrt eða konan dregin burt, í öðrum stað reyndi sonurinn að vernda foreldra sína, bróðirinn systur sína eða kaupmaðurinn vöru sína. En marga Armena skorti vopn með öllu. Yfirvöld- ,n höfðu strengilega bannað þeim að bera vopn, byssur, sverð eða hnífa, og lögreglan hafði gert leit í húsum manna og tekið burt öll þau vopn, sem reynt hafði verið að draga undan og leyna. Það var dimra á strætunum en vant var, því að fjöldi búða og húsa var lokaður. En glæta sú, sem bar af strætatýrunum, þó fáar væru, var nóg til þess að vinna hryðjuverk. Myrkrið ýtti undir grimdaræðið, svo menn gerðu það sumt, sem menn hefðu skirzt við að gera um hábjartan daginn. Manndrápin óðu upp í Stambúl, Galata og Pera — alstaðar þar sem Ar- menar voru fyrir, dauðaópin glumdu við hver- vetna—bæjardeildir Armena voru orðnar að sönnu helvíti. Alt í einu gaus upp nýr hávaði í Galata, sem tók upp yfir vein hinna vegnu og heiftar- óp morðvarganna. »Allah, Allah, Allah,* glumdi við hvervetna, svo út yfir tók, og blandaðist saman við það óp, jódynur og vagnaskrölt. 2>Junghen Var» grenjuðu þar mörg hundruð grimmilegar raddir. Fólkið titraði af hrellingu, sem heyrði þetta óp, hvort sem það var úti eða iuni við. Nýtt óvinalið ruddist fram og bauð öllu voða, hvort sem voru það Armenar eða ekki, menn sem ekki þurftu að óttast morðvopnin. Nýr óvinur var kominn á kreik —það var ekki nóg að mennirnir eyddu alt og dræpu: eyð- ingarhöfuðskepnan, eldurinn, tók nú að skifta sér af baráttu mannanna. Hvernig mundi fara, ef stórfeldur eldsvoði bættist nú ofaná alla ringulreiðina í bænum? Strætin voru þröng og húsin eldfim. Manngrúinn ruddist eftir götunum eins og fossandi straumur, sem öllu sviftir með sér, stórgrýti og viðarbolum. Allah, Allah, Junghen Var, Junghen Var! Brunaliðið ruddist fram eins og á, sem komin er í foráttutaf stórrigningu, og sópaði á undan sér og til hliðar morðingjum og myrtum mönnum sem hráviði. Hóparafýlfr- andi hundum hlupu á undan þeim. Mörg hundruð menn ruddust þar fram,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.