Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Blaðsíða 11
NÆTURGISTING. 277 þátt { leik á leiksviði. Eg skal t. d. vera Lival eða Valeríus og ástfanginn til Celiante eða Chlóe. Eg ber mig illa yfir kulda hennar í eintali. Gerið þér svo vel að taka eftir því sem eg er að segja. Nú ætla eg að byrja. Eg ætla fyrst að vera hálfkaldur, eins og eg sé hálf- feiminn. Þér gerið svo vel að standa upp og standa fyrir aftan mig, eins og þér væruð að hlera eftir hvað það væri, sem eg læt mér svo mikið um. Eg sé yður þá í speglinum, og augnaráð yðar á að gefa mér heldur undir fót- 'nn. En í hlutverki mínu er gert ráð fyrir að eg sjái yður ekki, og eg er svo örvæntingar- fullur, að eg bregð sverði mínu og býst til að reka mig í gegn með því. Þá eigið þér. að *aka fram fyrir hendur mér og segja: »Eg elska Þig.« »Nei, er það nú víst, á eg að segja það Við yður?<= »Já, barúnsfrú; það er enginn vandi að uiuna það. Og þér verðið að gera svo vel og segja það í þeim róm, að eg þykist mega gera uiér eitthvað upp úr því. Rá ætia eg að fleygja niér fyrir fætur yðar og tjá yður þakklátssemi mína. Eg er sannfærður um, að eg mun þá finna út þann hita í orðum og atferli, og eg •uun leika svo eðlilega, að þér verðið alveg forviða.* »Skyldi það —eg hefði gaman af að sjá það,« , sagði barúnsfrúin, »og eg ætla að reyna að ieika hlutverk mitt í þessum leik. Byrjið þér Þá; eg ætla að standa að baki yðar og horfa á yður.« »Æ, náðuga frú, ekki svona; þér verðið að leika ögn með — leggja ögn af viðkvæmni fram í hreifingum yðar.« »Nú, líklega ekki fyr en þér eruð byrjaður. ^g get ekkert vitað um það, hvort þér elskið mig, fyr en þér segið mér það.« »Æ, Amine,« hrópaði eg upp; eg hafði heyrt barúninn kalla hana þetta. Og svo raus- aði eg hviðukorn og lét svo sem eg ætlaði að fara að reka mig í gegn, en svo kom prinsess- an mín og hélt mér aftur og sagði: Eg elska Þig! með talsvert meira fjöri en eg hafði bú- izt við. En samt kvartaði eg undan því, hvað hún væri þurleg og lét hana taka leikinn nokkr- um sinnum upp aftur, og benti henni sérstak- lega á að grípa um hendur mínar til þess að hamla því að eg ræki mig í gegn. Hvort það hefur nú verið eðlileg leikaragáfa eða sönn geðæsing, sem yfir hana kom, veit eg ekki, en það eitt er vist, að hún lék þetta svo snild- arlega, að ímyndunarafl mitt tók að vakna. Eg kastaði mér fyrir fætur henni og talaði svo fög- ur orð við hana og kysti hendur hennar svo ákaft, að það var eins og hún gleymdi því að þetta var alt leikur. Eg vildi helzt líka gleyma þvi, og eg var kominn á fremsta hlunn með að fara að tala í sjálfs mín nafni, en varð þess þá alt í einu var, að við höfðum gleymt okk- ur svo í Ieiknum, að við tókum ekki eftir því að við vorum ekki einsömul Iengur. Eg spratt upp þegar til þess að vera við öllu búinn; bar- únsfrúin fór að gá að, því eg léti svona, og hún rak upp hljóð af hræðslu. En svo urðum við sem steini lostin af undr- un, þ'egar við sáum, að hvorki var þetta bar- úninn né stúlkan, né neinn þeirra heimilismanna er þar voru, heldur maður, sem hvorugt okkar hafði nokkurntíma séð. Þetta var lítill maður, afgamail, gulur og grindhoraður, nokkurnvegipn þokkalega til fara, en þó voru fötin ærið slitin. Hann var í slý- grænum frakka og vesti samlitu, og voru á því mjóar og daufar silfurvírsleggingar. Hann var í röndóttum sokkum, bar afargamalt lausa- hár og gleraugu, og hélt á stóru priki í hendi úr ebenviði; var skorið negrahöfuð á húninn með stóreflis-túrban upp af úr holdsteini. And- styggilega ljótur svartur hundur stóð á milli fóta karls, en hann hafði sezt rétt við ofninn. Og það var svo að sjá,. sem hann ætti svo annrikt með að verma sig, að hann hefði ekki haft hugmynd um þetta einkennilega atriði, sem hann hefði ef til vill getað orðið vottur að. Barúnsfrúin áttaði sig fljótara en eg, og beindi hún þegar orðum til hans hálffeimnis- lega, en þó drembilega, hver hann væri og hvaða erindi hann ætti. 35'

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.