Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Blaðsíða 16
282 NYJAR KVÖLDVÖKUR. Menn færðu honum svo dálitla þurlitamynd. »Hún er ekki vel gerð,« sagði barúninn; »ein- hver umferðamálari hefur gert þessa mynd af hr. Rousset fyrir eitthvað tveim mánuðum. En hún er frámunalega lík honum. Eg var ekki lengur með sjálfum mér; óðara en eg sá myndina, sá eg að þar var ekki um að villast — það var hinn sami, 'sem eg hafði séð um nóttina. Eg fann kaldan svita spretta út um mig. »Barónsfrúin þreif til myndarinnar, leit á hana, rak upp hljóð og féll í ómegin. Menn hlupu þegar til að hjálpa henni. Regar hún raknaði við aftur, sagði hún : »Útskýrið nú fyrir mér þessar andstygðar- glettur, herra minn; er hann þá ekkigdauður, þessi hr. Rousset ?« j »Jújú,« sagði Lapierre, »Hann var dauður og jarðaður fullri viku áður en barúnsfrúin kom hingað. Eg hef sjálfur veitt honum nábjargirnar, og ef náðuga frúin vildi sjá aumingja hundinn hans, hann svarta Snata, — hann liggur alla nóttina á leiðinu hans og krafsar og klórar of- an í það — — « »Nei —nei,« æpti frúin, »fljótt, fljótt— tak- ið undireins saman farangur minn og biðjið um þósthesta. Eg verð hér ekki eina nóttframar.« Hvort hún hefur nú verið alvarlega hrædd. eða hún hefur notað þetta sem ástæðu, læt eg ósagt; en eitt var víst, að tveim stundum síð- ar var hún komin af stað heim til Parísar og tók barúniun með sér. Hann lét nýja ármann- inn einan um það að jafna málin við hinn framliðna. Eg veit ekkert hvernig þeim leið eða hvern- ig samkomulagið var, þegar þau fóru. En eitt veit eg, að eg kæri mig ekki um að heyra vit- lausa afturgöngu rausa heila nótt um málaferli I annað sinn. Barúnsfrúin kvaddi mig mjög kuldalega; barúninn reyndi að vera alúðlegur, og lét fylgja mér til næsta bæjar á vagni, en feginn varð eg að sleppa, þegar hann sagði mér, að hann hefði ekki ráð á að hafa mig lengur þar heima í Guernay. Endir. ie-4-— Sagan af honum Tuma litla. Eftir Mark Twain. XIX. Loksins vöknuðu þó þorpsbúar úr þessari- doðakyrð. Nú átti að fara að ransaka morð- málið, eða grafast fyrir það til fullnustu, hver myrt hefði Robinson lækni, og nú var ekki um annað talað í þorpinu, svo það gat ekki hjá því farið að Tumi heyrði þetta samtal. En hann hrökk altaf við er hann heyrði á morðið minst. Reyndar skildi hann ekkert í því, ef menn færi að gruna hann um að vita eitthvað um þetta mál, en hann gat ekki haldið skaps- munum sínum innan um alt málæðið og þvætt- inginn. Einn dag fann hann upp á því að kalla á Huck afsíðis^niður að fljótinu. Pað gat vel verið, að hann gæti létt eitthvað undir þessa byrði með honum. »Hefirðu nú engum sagt neittjlum þetta, sem þú veizt?« sagði hann. »Hvað er það?« »Þetta, sem þú veizt!« »Á nú það I — nei auðvitað. »Ekki eitt einasta orð ?« »Nei, ekki eitt einsatkvæðisorð, þá má jörð- in gleipa mig! Hví ertu annars að spyrja um þetta ?« »Æ, eg er altaf svo hræddur!« »En þú veizt þó, að menn vita ekkert um þetta, því ef það væri komið í hámæli, að við

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.