Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Blaðsíða 14
280
NYJAR KVÖLDVÖKOR.
að þetta leiðinda ónæði í leik, sem eg lék með
svo miklnm eldi og áhuga, hefði gert mig
hálfveikan.
»0 —,« sagði frúin í drepandi fyrirlitningar-
ton, »þér hafið líka orðið hræddur Það er
annars falleg næturvaka þetta. Eg sit með höf-
uðverk á morgun. Gerið þér svo vel að gæta
að því fyrir mig í húsinu, í þjónaherberginu,
í eldhúsinu, hvort nokkur er þar; því að eng-
inn kemur, þó eg hringi af afli. Það er ann-
ars undarlegt. Herbergisþernan mín og alt mitt
fólk virðist vera orðið heyrnarlaust.*
Pað var hægt að segja svo, það lifði að-
eins á einu kerti, og það gat eg ekki með
góðu mó'ti tekið með mér — og eg rataði ekki
innan um húsið. Hvorki höfuð mitt né hjarta
hneigðist nú framar til ásta. Mér sýndist nú
frúin luntakind, drambsöm og heimsk. Pað
var kalt og skuggsýnt í þessum stóra sal. Eg
var laraður eftir ferðina, og var ekki ánægður
með gistinguna. Eg fór þó eitthvað út í bláinn,
þreifaði mig áfram í gegnum forherbergið,
eftir göngunum, rak mig alstaðar á, kallaði og
barði á ýmsar dyr.
»Ef eg vek barúninn,« hugsaði eg, »þá
þykir honum það víst skrítið, að eg er ekki
háttaður kl. þrjú að morgninum, og konan
hans heldur ekki. Nú jæja, þau verða að jafna
það með sér.«
Loks rakst eg á einar dyr enn, hratt upp
hurðinni og kom þar inn í stórt eldhús og
lagði um það glætu frá lampa. Parna sat litli
karlinn inni á strástól við hálfkulnaðan eldinn.
Hundurinn hans fitjaði upp á trýnið við mig.
Karlinn virtist sofnaður. »Hann á svo illar við-
tökur, karlgarmurinn,* sagði eg við sjálfan mig,
»að eg kenni í brjósti um hann. Eg ætla að
vekja hann.« En liann tautaði: »Það er kalt,
kalt, afarkalt.« Pað var ekki hægt að koma neinu
tauti við hann, og eg fann ekki neina lifandi
sál. Eg kveikti á kerti, fór um alt húsið, en
fann enga lifandi manneskju. Pað var eins og
enginn af þjónaliðinu svæfi í húsinu. Eg sneri
aftur til salarins og ætlaði að spyrja frúna, hvar
þjónaliðið hennar svæfi í höllinni. En hana
hefur víst brostið þolinmæði að bíða. Hún var
farin. Kertisskarið, sem eg hafði fundið í eld-
húsinu, dó út í höndunum á mér. Hvernig
átti eg nú að rata á herbergi mitt innan um
alla þá ganga og tröppur, sem eru í svona
húsum? Pað er enginn maður heimskulegri en
sá, sem hefur látið hjá líða að ganga í réttan
tíma til hvíldar. Eg slepti því svo, hugsaði
sem svo, að barúnsfrúin mætti fara til fjandans
og böglast við að hátta þernulaust og hjálpar-
laust. Og mér var sama þótt gamli ármaður-
inn og hundurinn hans dræpust úr kulda úti
í eldhúsinu. Eg réð af að missa bæði af her-
bergi, rúmi og þjónustu, til þess að líða þol-
anlega.
Og svo ruddi eg þremur stórum hrísvöndl-
um í ofninn, dró stóran legubekk fram að ofn-
inum, breiddi ofan á^mig borðdúk og sofnaði.
Pjónaliðið háttaði snemma, en fór samt
seint á fætur. Pað mátti ekki seinna vera að
ármaðurinu kæmi, því að það gekk alt á tré-
fótum þar á herrasetrinu. Undir eins og dag-
ur rann, leitaði eg upp herbergi mitt; eg þekti
það á pokanum mínum. Eg aflagaði í rúminu.
eins og eg hefði sofið í því, þvoði mér og
greiddi, án þess nokkur maður hefði hugmynd.
um þessar næturvökur mínar.
Pegar eg var kallaður ofan til morgunverð-
ar, voru barúninn og frú hans í háarifrildi.
Baróninn gladdist af því að herra Buisson væri
kominn, og skipaði þjóninum aðkalla á hann,
til þess að hann gæti kynt hann konu sinni.
En frúin var fokvond og sagðist láta henda
honum á dyr, ef hann yrði svo ósvífinn að
láta hann sjá sig.
»En hvaða dæmalaus vitleysa erþettaí'yð-
ur, hjartað mitt,« sagði baróninn loksins óþol-
inmóðlega; »hr. Buisson ætti að vera tíræður,
heyrnarlaus, vitlaus? Hvaðan hafið þér alla
þessa speki, úr því að þér hafið aldrei séð
hann?«
»Eg hef séð hann og það helzt til vel —
alt í frá miðnætti til óttuskeiðs, svo eg losað-
isl aldrei við hann.«
»Pað er draumarugl. Hann kom aðeins fyrir
tveim stundum.*