Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Side 4
124
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
uppeldi einstæðingsbarna, og hvar ætti að leita
þeirra ?
Menn velja þá úr sorpi mannfélagsins. Menn
búa til umsjónarmenn úr fyrverandi undiroffi-
serum, sem eru ofheimskir til þess að bera
bréf eða klippa^sundur járnbrautarfarmiða, og
þeir verða að böðlum. En hvar á þá að finna
aðra betri? Afburðamaður, bæði að viti og
hjartagæzku mundi varla megna að lyfta þeirri
þungu og vandasömu byrði að vera vörður
spiltra barna og leiða þau á rétta leið. Sá upp-
eldismaður yrði að hafa á að skipa mikilli ráð-
hygni, þolinmæði, réttlætistilfinningu og mann-
gæzku til þess að láta hlýða sér og ná hylli
þeirra. Heldri maður, sannur dýrlingur, sem
er eldheitur af háleitustu mannelsku, mundi
varla duga til. Það þyrfti til þess hinn heilaga
Vincent de Paula. Og svo hafa menn ekki
annað en þrælaverði.
»Stigið fram. Allir í röð.«
Steinn kapteinn, yfirmaður stofnunarinnar,
sést í dyrunum inn að verkstæðinu No. 6.
Hann er borgaraklæddur, það er að segja í
gömlum, skitnum frakka með silfurbandaða
húfu, tignarmerkið sitt, á höfðinu, og reyrprik-
ið sitt undir hendinni. Hann gengur og smá-
tuldrar og ýfir úfna, gráa kampana. Yfirtilsjón-
armaður kom með honum.
Pessi tíu—tólf börn, sem menn ala hér upp
andlega og líkamlega með því að láta þá búa
til bursta og sófla í stórtylftum, — sem er
reyndar óþokkastarf — raða sér strax upp eins
og hermenn. Limaburður þeirra er óaðfinnan-
legur. Enginn vöðvi hreyfist í sviplausum and-
litunum, aðeins augnalokin depla við og við
yfir starandi augunum. Kapteinninn kom ekki
betra lagi á dáta sína suður í Afríku á þjóð-
brautinni við Laghouat í Suður-Algier.
Yfirmaðurinn lætur eldhvöss augun renna
af einum drengnum á annan, eins og hann
vildi gleypa þá með augunum í einum bita.
Pað þýddi nú samt ekki það, að hann væri
óánægðari með þá en hann var vanur. Hann
var æfinlega óánægður. En þetta illa augnaráð
heyrði nú með til uppeldisvenju hans. Hann
hefði fyrir það mátt vel láta vera að senda
þeim það, því að það beit ekkert á, því að
allir strákarnir stóðu og blíndu ofan á gólfið,
fimtán fet framundan sér, því að svo skipa
»reglurnar« fyrir.
»Chretien Forgeat... Louis Raffle ... gangið
fram,« skipar yfirmaðurinn, með rödd, sem er
orðin rám af tuttugu og fimm ára brennivíns-
drykkju á undan mat og konjakki með kaffinu
á eftir.
Báðir nemendurnir gengu fram úr röðinni
og námu staðar þrjú skref frá yfirmanninum.
Pað eru nú sex ár síðan Chretien Forgeat
var handsamaður fyrir flakk og sendur í upp-
eldisstofnun Hásléttunnar. Hann er nú fjórtán
vetra. Hann hefur lokið undirbúningsskólanum
og altaf fengið góðan vitnisburð. Menn álitu
hann ofkraftalítinn til bændavinnu, og settu
hann þvi við burstagerð. Petta óskilgetna barn.
ástabarnið, var ekki ófríður sýnuin, þótt hann
hefði fangelsisyfirbragð. Hann hafði smágert
andlitsfall og fallegar tennur. Áugun eru dökk,
en hafa ekki þetta undirfurðulega augnaráð,
sem fer svo illa á flestum félögum hans, og
það má þegar sjá móta fyrir karlmannlegum
vilja í þéttu, samrunnu brúnunum — Lescuyer-
brúnunum; þær eru arfur eftir föður hans og
afa hans, sem hann hefur ékki hugmynd um.
Hann var hár eftir aldri, og hefði getað kall-
ast fríður maður, ef vonda viðurværið hefði
ekki gert kinnar hans öskugráar. Pað sem helzt
var honum til lýta var, að hann var dálítið
stinghaltur.
Pað kom af því, að einn umsjónarmannanna
sparkaði svo í hann með fætinum fyrir þrem
árum, að hann fótbraut hann. Maðurinn slapp
þá með áminningu, en nokkru síðar var hann stað-
inn að því að ætla að lemstra einn af hinum
drengjunum. Til þess að komast hjá hneyksli
var málið bælt niður, en ekki gert opinbert,
eins og hefði þurft að gera, og mannskömmin
var rekinn burt, og þar við látið sitja. En
Chretien var eigi að síður örkumlaður alla æfi,
þó að ekki væri mikið.
Louis Raffle, hinn drenguriniij sem ytir-