Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Síða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Síða 7
HVERJUM ER UM AÐ KENNA. 127 hann ekki annað en hrækja Framan í hann tll þess að komast í svartholið, og líða betur. Þetta væri hlægilegt, ef það væri ekki satt — og voðalegt. XI. Dump, dump . . . dump, duntp! Jafnt og þunglamalega skella tréskórnir á steingólfi refsingarstofunnar. Um þrjátíu dreng- ir brokka í kring, óstöðvandi, óstöðvandi einn á fætur öðrum. Chretien er síðastur og dregst stundum heldur aftur úr, af því að hann er stinghaltur. »Nú nú, geturðu ekki komist áfram, leti- hlóðið þitt,« kallaði umsjónarmaðurinn, sem sat á lágfættum stól í miðri stofunni. Og svo bætti hann við: »Skammist þið til að fara almenni- lega út í hornin, strákar.« Drengirnir reyndu auðvitað að taka sveig á sig í hornunum, því að hvcrt horn gerir hrindingu eða árekstur, sem eykur áreynslu, en þrælafógetinn lætur sér ant um að vel sé farið út í hornin. Ressi halarófa af ófríðum börnum trítlar — trítlar í sífellu. Rau eru Ijót. Döpur augun eru líkust óhreinum rúðum, og hvert einasta af þess- um heimskuðu andlitum minnir á eitthvert dýr. Einn hefur nef eins og hrútur, annar trýni eins og rotta, þriðji rana eins og svín. Æ, hafið meðaumkun með þeim, þér fríðu og gáfuðu, ungu manneskjur, sem lesið þessa sögu. Hafið meðaumkun með þeim, þessum aumingjum, þó að þeir séu heimskir og Ijótir. Hverjum er um að kenna? Dump, dump! . . . Þeir ganga og ganga án minsta afláts, og liggur við að hníga niður af þreytu. Fæturnar bólgna í hörðum tréskón- um, þeir eru þungir sem blý, cg það stoðar ekkip þó að þeir reyni að rétta úr bakinu sem merki upp á þrjósku og þverúð, þeir kikna aftur og hálsvöðvarnir þrútna af magnleysi. Og á þessu tilbreytingarlausa göngulagi fellur Chretien í craummók, og lifir upp í end- urminningunni alla fangatíðj sína. Hann mintist þess, þe^r hann kom í stofn- f unina, níu vetra snáði. Hann fær óðara, eins og ósjáifrátt, hatur í sig á þessari löngu, kölkuðu beinu byggingunni, og kapellunni, sem ekki var annað en timburhjallur tneð krossi á. Hann varð hræddur við landslagið á hásléttunni; það var gróðurlítil, endalaus flatneskja með sífeld- um stormi, og sáust þar aðeins í stöku stað kyrkingslegir lundar af álmviði, skjálfandi í storminum. t*au voru líkust trjám þeim og húsum, sem hann teiknaði á spássíuna á skóla- bókunum sinum heima. Nú stendur hann á skrifstofunni. Hann er alveg afklæddur og skoðaður ains og dýr eða dauður hlutur. Svo fær hann strigaföt til að vera í með tölu á. Og skrifarinn, sem færir hann inn í bók, kallar hann Chretien Forgeat. Hann verður hissa og segir: »Eg heiti Aubry. Faðir minn var timburmaður og héí Prosper Aubry.« Prælafógetinn blaðaði í blöðum sínum, yptir öxlum og segir: »Pú heitir Chretien Forgeat, ... Aubry hét hann, sem lifði saman við móður þína, og vill nú ekkert hafa lengur með þig að sýsla. Skilur þú það? Og hann hefur víst gildar ástæður til þess.« Barnið skildi ekkert og varð alveg ráðalaust. Illi karlinn, sem altaf barði hann, var þá ekki faðir hans. Pví betur, því hann hatar hann. En Chretien fékk fljótt að vita, hvernig í öllu lá. Hann var ekki lengi að komast á snoðir um, hvað það var að vera óskilgetinn. »Mað- urinn sem lifði saman við móður þína,« eru orð, sem eru algeng í uppeldisstofnuninni. Og Chretien fékk fljótt að heyra það, sem verra var. Pótt fangarnir séu ekki nema börn, er það takmarkalaus óþverri, sem heila þeirra er íþyngt með og það fljótt. Allir strákar eru fullir at þessum óhreinleika, sem fær þá til að skrifa og teikna óþverraorð og myndir á múra og veggi. Pessu öllu kyntist Chretien áður en hann var 10 vetra. Eg sný huganum að þér hreina barnssál, hamingjusami sonur heiðarlegra hjóna, sem elska þig og vaka yfir þér. Oft tekur faðir þinn utan um hendur þínar og horfir angurvær í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.