Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Síða 17
TUMI LITLI
137 .
•* •‘T?
um, þá væri eg dauður! Frúin bannar mér
stranglega að reykja, og eg má ekki einusinni
blístra eða geispa eða teygja úr mér eða klóra
mér í höfðinu þegar aðrir eru viðstaddir. Og
svo er hún sýknt og heilagt að biðjast fyrir.
Slíkt kvendi hefi eg aldrei heyrt getið um á
æfi minni! Eg varð blátt áfram að látast vera
alt annar maður en eg er í raun og veru. Þú
mátt líka vera hárviss um það, að þegar skól-
inn byrjar, þá verð eg látinn fara þangað, og
það er eg viss um að eyðileggur alt mitt líf!
Það er ekki annað eins hnoss og maður í-
mynda sér að vera ríkur. Fað er ekkert nema
þjáningar og gremja, stríð og strit sem það
hefir í för með sér og maður óskar sér helzt
að deyja frá öllu saman! Nei, í þessari tunnu
og í þessum fötum líður mér vel, og það skal
ekkert framar skilja mig'frá því lífi! Eg hefði
líka aldrei leiðst út í þetta, ef peningarnir hefðu
ekki freistað mín. En nú skal eg segja þér eitt,
eg gef þér minn hluta líka af þessum pening-
um. F*ú getur þá gefið mér tíeyring svona við
og við, en ekki of oft, því eg vil ekki með
neitt hafa, er enga fyrirhöfn kostar að ná í; þú
verður nú að endingu áð fara fyrir mig til frú
Douglas, og biðja hana um að sleppa mér fyrir
fult og alt.«
»Nei, Huck minn, þú þarft ekki að láta
þér detta það í hug, að eg taki við fé þínu,
það væri ómannlega gjört og þar að auki máttu
vera viss um, að þér fer bráðum að þykja vænt
um þetta nýja líf, þegar þú ferð að verijast
því dálítið lengur.«
»Að mér þyki vænt um það! Já, á sama
hátt og mér myndi þykja vænt um glóandi
ofn, er eg hefði setið nógu lengi itini í hon-
um. Nei, Tumi! Eg vil ekki vera ríkur og
hreint ekki búa í þessum andstyggilega náðugu
húsum. Mér þykir vænt um skóginn og fljótið
og tunnuna mína og hjá þeim vil eg athvarfs
leita. Það er líka alt orðið bandvitlaust, að eg
held! Einmitt þegar við vorum búnir að finna
okkur fylgsni og byssur, og alt var svo ágæt-
lega undirbúið til að byrja ræningjalífið, þá
komu þessi bölvuð skrípalæti og eyðileggja
alt saman!«
Tumi notaði tækifærið og sagði : »Eg verð
að segja þér það að einmitt vegna þess, að
eg er orðinn ríkur, ætla eg að halda áfram
með það að verða ræningi!«
»Ja, guð minn góður! Pér getur ekki ver-
ið alvara!«
»Jú, mér er bláföst alvara. En það máttu
vera viss um, að við getum ekki tekið þig í
flokk vorn, nema því aðeins, að þú sért í alla
staði sómasamlegur maður!«
Pað var eins og dofnaði yfir Huck við
þessar fréttir. »Geturðu ekki tekið mig í flokk-
inn. Eg var þó tekinn gildur forðum þegar við
létumst vera sjóræningjar í eyjunni.«
»F*að var nú dálítið öðru máli að gegna.
Pað er ólíku meiri lotning borin fyrir stiga-
mönnum en sjóræningjum. F*að er meira að
segja altítt sumstaðar að þeir eru aðalbornir
t. d. greifar, barónar, hertogar eða því um
líkt.«
»Eg hefi altaf haldið að þú væri góður
vinur minn, svo eg trúi því ekki, að þú hafir
mig nú út undan, þegar mér þykir mest við
liggja.*
»Það vildi eg ógjarna, og mig tæki það
sárt; en eg veit livað almenningur segði: »Svei
--svei,« segðu menn, »þeir eru ekki allir snyrti-
mannlegir, ræningjarnir í flokknum hans Tóm-
asar Sawyers, það eru ljótu kolapiltarnir!» F*á
ættu menn auðvitað við þig. Og, það yrði æði
óþægilegt fyrir okkur báða.«
Huck þagði stundarkorn og átti auðsjáan-
lega 4 miklu stríði við sjálfan sig. Loksins
sagði hann: »Jæja, eg skai þá fara aftur lieim
til frúarinnar um mánaðartíma og gjöra hvað
eg get til að Iíða kvalirnar, en þá verður þú
líka að taka mig í flokkinn þinn.«
»Já, það skal eg gjöra, það er þér óhætt
að reiða þig á. Komdu nú með mér, kunningi,
eg skal þá biðja frúna um að hafa dálitla um-
líðun með þér.«
»En hvað þú ert góður! Ef hún verður dá-
18