Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Síða 18
138
NYJAR KVÖLDV0KUR.
lítið eftirgefanleg með það allra þungbærasta,
t. d. lofar mér að reykja dálítið svona í laumi
og blóta dálitið, svona þegar enginn heyrir til,
þá skal eg reyna að venja mig við hitt. En
hvenær ætlarðu að kalla saman flokkinn og
byrja ræningjalífið?*
>Svo fljóttt sem unt er. Við gætum safn-
að drengjunum saman í kvöld og vígt flokk-
inn í nótt.«
»Vígt flokkinn? Hvað er það ?«
»Það er hátíðleg athöfn þar sem við sverj-
umst í fóstbræðralag og innum það heit há-
tíðlega af hendi að láta eitt yfir alla ganga í
hvað sem skerst. Við sverjum þess allir dýran
eið að Ijósta aldrei upp leyndarmálum flokks-
ins, þó við með því gætum frelsað okkur frá
gálganum, og að hegna þeim manni og allri
hans ætt grimmilega er flokkinn svíkur.*
»Þetta er stórkostlega merkilegt — alveg
Ijómandi fyrirtak, finst mér!«
»f*að finst mér líka. Svo á vígslan helzt að
fara fram um miðnætti á svo eyðilegum og
ðmurlegum stað sem kostur er á — það væri
auðvitað heppilegast að hún færi fram í húsi
þar sem duglega reymt væri í, en nú er búið
að rffa öll slík hús hér niður til grunna.«
»Já, það er skiljanlegt að miðnættið hljóti
að vera bezti tíminn.«
»Já, það er nú auðskilið mál. Við eigum
lfka helzt að sverja eiðinn yfir líkkistu og skrifa
undir eiðstafinn með okkar eigin blóði!«
»Já, þetta líkar mér! F*að er þúsund sinn-
um meira púður í þessu en að vera sjóræn-
ingi. Nú skal eg verða hjá ekkjunni til eilífðar,
ef með þarf! Og ef eg verð afbragðs frægur
ræningi, sem heimurinn dáist að og hefir í
minnum, gæti eg trúað að hún hefði ástæðu
til að vera stolt af þvf, að það var hún, sem
leiddi mig á betra veg!«
Sögulok.
Nú er sögu þessari lokið. Sökum þess að
eg ætlaði mér einungis að segja sögu af ung-
um dreng, er eg neyddur til að láta hér stað-
ar numið. Eg gæti ekki haldið henni áfram
öllu lengra án þess að hún yrði saga af full-
orðnum manni. En þegar sögur eru skráðar
um fulltíða fólk, veit höfundurinn upp á hár
hvar nema skal staðar, nefnilega á hjónaband-
inu. En þegar sagan er af börnum þá er alt
öðru máli að gegna og þá verður hver og
einn að hætta er honum þykir bezt henta.
Flest börnin er hér koma við sögu lifa
ennþá og Iíður ágætlega. Rað gæti kanske
launað fyrirhöfnina að taka einhverntíma seinna
upp söguþráðinn, og skýra frá uppvexti barn-
anna, unz þau voru orðin að nýtum mönnum
í þjóðfélaginu. F*ví er skynsamlegast að láta
hér staðar numið og segja ekki frekar af æfi
þeirra í þetta sinn. FnHir
Háttprúða stúlkan.
Eftir Louise May Alcott.
Framh.
Amma.
»Hvar er Pollly?« spurði Fanny einn hrak-
viðrisdaginn, þegar hún kom inn í borðstof-
una, þar sem Tumi lá í legubekknum með fæt-
urna upp á stólbaki og var að lesa eina af
þéssum ágætu sögum, sem ræða um að drengi
hafi rekið á land í óbygðum eyjum, þar sem
alskonar góðgæti vex fyrirhafnarlau.st, og þeir
geta lifað eins og villudýrin í skóginum, og
leika sér við dýraveiðar og önnur lokkandi æf-
intýri. Eri fari þeim að leiðast þetta líf villist