Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Page 23

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1915, Page 23
menningarþættir 143 og viðurkenni, að við komum ekki fram við skólastýruna, sem vildi okkur alt hið bezta, eins og við hefðum átt að gera.« »Þetta var ágæt saga, segðu okkur fleiri, amma, einhverja um drengi,« sagði Tumi, sem komið hafði inn rétt á eftir stúlkunum. Framh. M enningarþættir. Framh. í engum hlut stendur Bretaveldi framar í heiminum en í verzluninni, og lætur það þó víða til sín taka; enda er verzlun höfuðatvinnu- vegur Englendinga. Verzlun Breta er í sjálfu sér heimsverzlun, því að þótt hún gefi sig meira við einstökum greinum, þá er samt eng- inn sá afkimi til í veröldinni, þar sem Eng- land á ekki einhverja hönd í bagga, og það víðast hvar efst á blaði, sjaldnar í annari eða þriðju röð. Þessi mikla verzlun þeirra byggist nærfelt eingöugu á nýlendum þeirra hinum miklu, útbreiðslu enskrar tungu og stóriðnað- inum heima fyrir. Brezku nýlendunum er snildarlega fyrir- komið á hnettinum, því að það má komast alstaðar að þeim á sjó og þær eru dreifðar úl um allar álfur og belti jarðar. Sumar eru heitar og votviðrasamar eins og Ceylon og Guayana, aðrar heitar og þurrar eins og Ind- land að norðan og Astralía, sumar svalar og rakar eins og Nýja-Sjáland og partar af Kan- ada, sumar kaldar eins og nyrzti hluti Ameríku. Það er langt á milli þeirra, en einmitt af því að þær eru út um öll belti, verða utanríkis- eign Englendinga einskonar stór búnaðarheild, af því að þær geta framleitt allar tegundir bæði frá dýrum og plöntum, þótt ekki sé það ætíð svo mikið, sem heimalandið þarf til eigin nota og iðnaðar. Ef þetta væri nú svo að öllu leyti, mundi alt Bretaveldi vera það búnaðarríki, sem ekkert jafnast við í heimi. En ýmsar af nýlend- unum fara sinna ferða og reyna að reka sína verzlunarpólitík sjálfar, og fer hún þá ekki ætíð eftir fylstu óskum og hagsmunum heimalands- ins. Þetta rak svo langt, að Bandaríki Ameríku slitu sig úr sambandinu við England 1776; en síðan hefur nýlendustjórn Englands farið hægra í sakirnar og ekki viljað brenna sig á sama soðinu. Önnur meginundirstaða undir heimsverzlun Breta er hin mikla útbreiðsla enskrar tungu nú á dögum. Hún á nú þrjár aðalstöðvar í út- löndum, og hafa allar afármikla þýðingu fyrir heimsverzlunina. Hin fyrsta og veigamesta ligg- ur í Norðurameríku, og tala þar nú enska tungu yfir 80 miljónir, og það meiri fjöldi en talar nokkurt mál í Evrópu. Að vísu er ekki enska móðurmál allra þeirra, sem búa í Banda- ríkjunum og Kanada, og sumir jafnvel skilja hana illa, en það gerir ekkert til. Enska er samt stjórnarmálið, verzlunarmálið og vísinda- málið, og verður því hver sá, sem ætlar að verða þar langdvölum, að læra málið, hvort sem ho’ium, er Ijúft eða leitt. Það þýðir ekk- ert þó menn ætli að halda þar uppi sinni eig- in tungu; enskan heldur sínu sæti. Og hvar sem Bandaríkin festa ný yfirráð, þar verður og enskan ofaná um leið. Önnur meginstöð enskunnar í útlöndurn er Astralía með Tasmaníu og Nýja-Sjálandi; er hún að vísu stórum mun minni en hin fyr- nefnda, en hún getur átt fyrir sér að stækka ekki sízt ef Norðurameríkumenn ryðja sér mjög til rúms í hafinu kyrra. Minsta meginstöð ensk- unnar er sem stendur Suður-Áfríka, en þar virðist hún eiga ákaflega mikil útbreiðslulíkindi fyrir hendi, sérstaklega norður á bóginn. Allar þessar málstöðvar hafa alt að 100 miljónum manna; en auk þess eru ótal fleiri, þótt smáar séu, t. d. Bombay, Kalkútta, Rangoon, Jamaika o. m. fl., og eru þar víða skilyrði fyrir hendi til útbreiðslu. Ef maður getur kallað nokkurt mál alheimsmál, þá er enskan það umyrðalaust. Orðagreiningar hennar, verðákvarðanir, pen- ingar, vigt og mælir eru alkunn um öll" lönd, sem að einhverju standa í sambandi við heims- verzlunina. Málið breiðist æ meira og meira út, og verður það einn hinn mesti styrkur fyrir heimsverzlun Breta. f" ^ J

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.