Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 6
148 KENNIMAÐUR N. Kv. rann í æðum þeirra beggja. Upp frá þeirri stundu hafði kaupmannsfrúin komið fram við hana sem hún ætti í henni hvert bein. Síðan hafði hún ekki fyllilega verið sjálfri sér ráðandi fyrir þessari stórlátu og ráð- ríku konu. Raunar hafði hún ekki fundið svo mikið til þess, því að þetta ráðríki hafði verið reifað í elskulegustu móður- umhyggju. Þetta hafði líka deyft í brjósti hennar söknuðinn eftir móðurmissinn. Þrátt fyrir þetta hafði hún undir niðri borið ótta fyrir þessari konu, sem hafði allt ráð hennar í hendi sér, en hún hafði bara alltaf blygðazt sín fyrir að láta þá tilfinningu verða ráðandi. Hún taldi sér skylt að elska hana og virða og hlíta ráð- um hennar og forsjá í smáu sem stóru. Tíu ára gömul sá hún mannsefnið sitt. Þá var hann sextán ára og gnæfði hátt yfir hana bæði að líkamlegum og andleg- um þroska. Hún hafði dáðst að honum og litið upp til hans vegna gáfna hans og menntunar. Upp frá þeim tíma höfðu þau umgengizt hvort annað svo að segja dag- lega. Þau höfðu, ef svo má að orði kom- ast, vanizt saman á þann hátt, að þegar hún var átján ára, trúlofuðust þau. Þetta hafði allt gerzt eins og af sjálfu sér. Hún hafði látið berast undan straumi atvik- anna, sem vildu hafa þetta svona, án þess að veita nokkra mótspyrnu. En eins og henni hafði fundizt þetta rétt og sjálfsagt þá, eins kom henni þetta furðulega fyrir sjónir nú. Hún gat ekki varizt þeim grun nú, að allt hafði þetta verið fyrir fram ákveðið af öðrum. Þetta líktist svo mikið þaulhugsaðri og vel und- irbúinni ráðagerð. Þeim hafði verið teflt saman eins og tveimur peðum á skák- borði, án þess að þau, eða að minnsta kosti hún, hefði þar nokkurn íhlutunar- rétt. Hafði hún kannske ekki elskað hann? Jú, jú, hún hafði verið svo óumræðilega hamingjusöm. Hún hafði að minnsta kosti talið sér trú um, að svo væi'i, að svona væri hin sanna ást. En vissulega var hún ung og algerlega reynslulaus. Hún elskaði hann fyrir það, hvað hann var riddaraleg- ur og kurteis og í viðbót menntaður og gáfaður. Þó að þau væru að eðlisfari al- gerðar andstæður, kom það ekki að sök þá. Ef þau greindi á, sló hún undan. Skap- gerð hennar var svo mjúk og sveigjanleg, að henni veittist það létt. Hún viður- kenndi líka, að það gat varla öðruvísi ver- ið en að hann hefði rétt fyrir sér, en hún rangt. Það var svo undarlegt að hugsa um þetta sem liðinn tíma, sem aldrei kæmi aftur. Hún nam staðar og leit í kringum sig. Hún var komin svo hátt, að hún sá yfir meiri hluta dalsins, en hún var ekki ennþá komin nógu hátt. Skammt fyrir ofan hana í hlíðinni var dálítil skál, sem hún hafði fundið fyrr um sumarið, grasi vafin skál undir litlu hamrabelti. Niður af hömrunum féll dálítill lækur í snotrum fossi, sem stundum hríslaðist svo ein- kennilega fram af bergbrúninni. Hún herti gönguna og komst brátt alla leið. Þar lét hún sig falla niður í mjúkt grasið og kastaði mæðinni. Hún sneri sér þannig, að hún hafði fossinn fyrir augum. Núna var hann svo vatnslítill, að hann féll til jarðar sem úðaregn. Þarna í mjúku grasinu tók hún aftur upp þráðinn, sem hún hafði látið niður falla um stund: Það var undarlegt, að augu hennar skyldu ekki hafa opnazt fyr- ir þessu fyrr en nú. En hún hafði verið svo sæl og lífsreynslulaus, að hún hafði aldrei látið sér detta í hug, að neitt gæti komið fyrir, sem kollvarpað gæti trú hennar á framtíðina og manninn sixm. Hafði ást hennar beðið skipbrot? Var hún hætt að elska manninn sinn? Nei, nei. Hún elskaði hann jafnvel öllu meira en nokkru sinni fyrr, en aðeins á annan hátt. Fram tii þessa hafði ást henar verið

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.