Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 11

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 11
N. Kv. KENNIMAÐUK 153 eigum að kalla það, fremur ómerkileg manneskja. — Hm, já, því verður ekki neitað, að hún er mjög lítilsigld, vesalingurinn. En það bætir ekki málstað þess manns, sem notar sér einfeldni hennar og ósjálfstæði. — Þvert á móti, prestur minn, þvert á móti. En sannleikurinn er sá, að stelpan hefir verið og er alveg vitlaus í mér. Ég hefi, hreinskilnislega sagt, aldrei haft frið fyrir henni. En ekki get ég gert að því, þó að henni lítist vel á mig. Og hún er þó ekki heimskari en það, að hún hefir get- að fundið upp á því að kenna mér krakk- ann, til þess að fá mig til þess að giftast sér með illu eða góðu. Hreint og beint þröngva mér til þess, segi ég. Auðvitað geri ég ráð fyrir, að henni hafi verið hjálpað til þess að leggja ráðin á. — Svo-o? Þetta ætlar að verða alvar- legt mál. Getið þér forsvarað við dreng- skap yðar, að þér séuð frí af stúlkunni? — Mikil ósköp, prestur minn, mikil ósköp. En það er ekki nema von, að þér leggið trúnað á þetta fleipur hennar að órannsökuðu máli. — Hafið þér nokkra hugmynd um, hver það muni vera, sem varpar frá sér afleið- ingum misgerða sinna á jafnlúalegan hátt? spurði séra Bjarni. — Ja, náttúrlega hefi ég engar sannan- ir, sagði Hákon drýgindalega. En maður getur nú dregið ýmsar ályktanir af því, sem maður bæði sér og heyrir. — Látið þér skoðun yðar óhikað í ljós. Hákon minn. Þetta er mál, sem þarf ná- kvæma rannsókn. Slík breytni sem þessi er algerlega ósamrýmanleg kristilegum anda. Þetta verður að taka föstum tökum, öðrum til viðvörunar. — Alveg sjálfsagt, prestur minn, alveg sjálfsagt. En ég veit raunar mjög lítið, ekki annað en það, að hún var vinnukona á Vatni síðastliðið ár, og það eru fleiri en ég, sem telja eitthvað bogið við ástandið þar. — Eigið þér við að — að Guttorm- ur---------? — Ég segi bara það, að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni, sagði Hákon drýgindalega. Tók ekki karlinn faðir hans tvisvar fram hjá? Það er satt sem þér segið. Það veitir ekki af því að taka þetta föstum tökum, til þess að fyrirbyggja frekari ósóma. — Gerið þér yður það ljóst, Hákon, að þér hlaðið glóðum elds að höfði yðar, ef þér farið vísvitandi með rangt mál, sagði séra Bjarni og hvessti á hann augun. — Vissulega, prestur minn, vissulega, sagði Hákon dálítið órólegur undir niðri. En ég bið yður að áthuga, að allt bendir til þess, að þessi umtalaði krakki muni fæðast mjög bráðlega, en Sigríður kom ekki hingað í Breiðavað fyrri en um miðj- an maí í vor. — Þér segið satt, Hákon minn. Ég tek þetta til nákvæmrar athugunar. En væri ekki réttast að kalla á stúlkuna hingað inn, til þess að heyra, hvað hún segir? — Haldið þér, að það sé ráðlegt? spurði Hákon og tvísté órólega. Hann var búinn að koma því fram, sem hann vildi áorka, og vildi nú gjarna komast í burtu. Hann var illa svikinn, ef þessar síðustu upplýs- ingar hans mundu ekki falla í góðan jarð- veg. — Kannske við látum það bíða. Ég ætla að hugleiða málið, sagði séra Bjarni. Þér megið fara, Hákon minn. Og Hákon var ekki seinn á sér að verða við þeirri beiðni. Séra Bjarni gekk um gólf langa stund eftir að hann var farinn og braut heilann um þetta leiðinda-mál. Honum blöskraði spillingin, en þarna, sem ætíð áður, stóð- hann algerlega máttlaus gagnvart henni. Og nú eins og fyrri var það Guttormur, sem skaut þar upp höfðinu. En skyldi það- 20

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.