Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 12
154
KENNIMAÐUR
N. Kv
nú loksins vera þarna, tækifærið, sem
hann hafði lengi beðið eftir, til þess að ná
sér niðri á honum? Hann hafði mikla
löngun til þess að leggja trúnað á það,
sem Hákon sagði, og ef það reyndist rétt,
þá var sigurinn hans. Hann leit út um
gluggann og sá hvar Sigríður var að
breiða út þvott. Hann opnaði gluggann og
bað hana að finna sig inn, strax og hún
gæti komið því við. — Konan hans hafði
brugðið sér út, svo að það var ekkert,
sem mundi trufla hann í yfirheyrslunni.
Stuttri stundu seinna kom Sigríður inn
í stofuna til hans. Ástand hennar var ekk-
ert leyndarmál lengur. Hún var fremur
einfeldnisleg á svip, og drættirnir í and-
litinu bentu til þess, að hún mundi eiga
erfitt með að hafa hemil á skapsmunum
sínum.
— Ég hefi talað við manninn, Sigríður,
eins og ég lofaði, byrjaði séra Bjarni, án
þess að bjóða stúlkunni sæti. Virtist hún
þó vera þurfandi fyrir að tylla sér niður.
— Ég vissi, að þér munduð geta hjálp-
að mér, sagði stúlkan og það birti yfir
svip hennar.
— Sjáið þér til, Sigrður. Þetta lítur út
fyrir að verða vandræðamál. Ég hefi
ástæðu til þess ætla, að þér hafið ekki
verið fyllilega hreinskilin og einlæg við
mig í gærkveldi.
— Hvað — hvað sagði hann? spurði
stúlkan með eftirvæntingu í svipnum,
eftirvæntingu, sem bar í sér nokkurn
kvíða. Hún virtist ekki hafa að öðru leyti
tekið eftir því síðasta, sem hann sagði.
— Hann neitar því eindregið að hafa
nokkurn tíma lofað því að giftast yður,
og hann neitar því einnig afdráttarlaust
að vera faðir að barni því, sem þér gang-
ið með. Og eins og málið liggur fyrir,
virðist hann hafa til þess fullan rétt.
Stúlkan stóð nokkra stund án þess að
svara. Það var líkt og hún væri dálitla
stund að skilja þýðingu þessa svars. Augu
hennar stækkuðu af skelfingu, er sann-
leikurinn rann upp fyrir henni.
— En það er samt satt, stundi hún svo
upp með andköfum.
— Getið þér með óflekkaða samvizku
staðið við, að svo sé? spurði prestur.
— Ég. Já, já.
— Hm. — Þér voruð á Vatni síðastlið-
ið ár?
— Já, svaraði stúlkan, án þess að skilja
þennan útúrdúr. — Hann lofaði að giftast
mér, bætti hún svo við með ákefð.
— Hver? Guttormur ef til vill? gat
prestur ekki stillt sig um að spyrja.
— Nei. Hákon. Það hefir enginn annar
lofað að giftast mér, og ég kæri mig held-
ur ekki um neinn annan.
— Hvers vegna fóruð þér frá Vatni?
— Hvers vegna ég fór frá Vatni? end-
urtók stúlkan skilningslaus og óþolinmóð
yfir þessum óþarfa-spurningum. Auðvit-
að vegna þess að systir hennar Ingunnar
kom þangað í vor, svo að þau höfðu ekk-
ert með mig að gera lengur.
— Já, rétt, tautaði prestur. Svo spurði
hann með myndugleik í röddinni:
— Eruð þér alveg vissar um, að enginn
annar en Hákon geti verið faðir að barni
því, sem þér gangið með? Þér verðið að
gera yður það ljóst, áður en þér svarið,
að vífilengjur og undanbrögð spilla ein-
ungis fyrir málstað yðar.
— Já, svaraði Sigríður hiklaust. Mér
ætti að vera það bezt kunnugt sjálfri.
— En maðurinn þverneitar, sagði prest-
ur vandræðalega.
— Hann lýgur, æpti stúlkan í æsingu.
— En þér komuð ekki hingað fyrri en
í vor, hélt séra Bjarni áfram, staðráðinn
í því að komast til botns í málinu. Þekkt-
ust þið eitthvað áður? Segið mér allt af
létta, Sigríður.
— Við erum búin að vera trúlofuð í
heilt ár, svaraði stúlkan, og drættir í and-
liti hennar bentu til, að hún ætti orðið