Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Síða 13
N. Kv.
KENNIMAÐUR
155
eríitt með að hafa hemil á skapsmunum
sínum. — Hann lofaði strax að giftast
mér, en ég var samt alltaf svo hrædd, því
að hann var svo — svoleiðis stundum. En
mér þótti svo vænt um hann, að ég gat
ekki hugsað til þess að missa hann. Svo
— svo hélt ég að — að honum mundi
kannske þykja vænna um mig, ef — ef
við eignuðumst barn. — En svo segir
hann núna, að hann hafi aldrei lofað því
að giftast mér og vilji ekki eig — eiga
mig. En það er ekki satt. — Ég — ég elska
hann svo mikið, að — að hann verður að
giftast mér. Svo — svo get ég ekki hugs-
að til þess, að barnið mitt fæðist í — í
lausaleik.
Þegar þarna var komið, gat stúlkan
ekki stillt sig lengur en fór að gráta. Með
hendurnar fyrir andlitinu stóð hún á
miðju gólfi, sönn ímynd aumkunarinnar
og einfeldninnar, og grét, svo að tárin
runnu niður á milli fingra hennar og
duttu á gólfið.
Séra Bjarni var í vandræðum. Hann
var engan veginn sannfærður um, að
stúlkan færi með rétt mál. Ef grunur Há-
konar reyndist réttur, var það auðvitað
mál, að þannig hefði verið um hnútana
búið, að hún héldi fast við gefinn vitnis-
burð. En svo gramdist honum þessi
heimskulegi og ömurlegi grátur, sem ekki
virtist ætla að linna. Og þó að stúlkan
ætti ef til vill minnsta sök á því, hvernig
komið var, gat hann ekki stillt sig um að
segja með nokkrum þunga í röddinni:
— Þér hafið drýgt mikla synd, Sig-
ríður.
— Mér þótti svo vænt um hann, sagði
stúlkan snöktandi. Ég vissi ekki, að það
væri synd að elska.
— Gerðir yðar voru ekki sprottnar af
ást, heldur lágum, holdlegum hvötum.
Sönn ást breytir ekki þannig. Það er ófyr-
irgefanleg synd að grípa til slíkra ráða
sem þessara, til framgangs fyrirætlunum
sínum. Börnin eiga aðeins að vera ávöxt-
ur hjónabandsins, því aðeins er tilvera
þeirra guði þóknanleg. Ef ást yðar hefði
verið sönn, hefðuð þér beðið og vonað, og
verið launað að verðleikum. En nú slær
drottinn yður með mótlæti fyrir að hafa
óvirt boð hans og saurgað helgi hjóna-
bandsins, með því að ætla að stofna það
á slíkum grundvelli sem þessum.
Á meðan hann talaði, hafði Sigríður
hætt að gráta, en starði á hann með aug-
um, stirðnuðum af skelfingu. Hinn tak-
markaði skilningur hennar var að glíma
við þetta, sem presturinn hafði sagt. Hún
hafði syndgað. Hún var fallin kona. Þessi
fávísa, saklausa sál, sem vísvitandi gerði
ekkert rangt og hafði aðeins breytt eftir
innstu og helgustu þrá hjarta síns, var nú
sökuð um að vera fallin í þá gröf, sem
hún hafði alltaf óttast og reynt að forð-
ast eftir megni.
— Slík breytni sem þessi er saurgun og
lítilsvirðing á boðum guðs, hélt séra
Bjarni áfram. Hann ætlaði að segja meira,
en truflaðist við það, að hurðin opnaðist
og kona hans kom inn. Litla stund ríkti
algerð þögn. Frú Vigdís horfði óvenju-
lega rannsakandi og' kuldalegum augum
á mann sinn. Hún baðst engra skýringa,
því að hún hafði ekki komizt hjá því að
heyra niðurlagið á samtali þeirra. Henni'
var ekki heldur með öllu ókunnugt um
þetta mál. Síðan leit hún fram hjá manni
sínum og á stúlkuna, sem ennþá stóð eins
og steingervingur á miðju gólfi, og djúp
meðaumkun kom í svip hennar. Hún gekk
til hennar, lagði handlegginn um herðar
hennar og sagði:
— Komdu, Sigga mín. Þú hefir ekki
gott af því að vera hér lengur.
Svo leiddi hún stúlkuna út, sem hlýddí
viljalaus, en sálusorgarinn stóð einn eftir*
án þess að segja eitt einasta orð.
20*