Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Page 14
KENNIMAÐUR
N. Kv.
150
Dálítill tími leið, en ekkert kom í ljós,
sem varpað gat ljósi yfir þetta leiðinda-
mál. Ástandið innanveggja á Breiðavaði
var eins og spákúla, sem varlega verður
að snerta við, svo að hún ekki springi.
Frú Vigdís hafði hlífðarlaust látið það
í ljós við mann sinn, að það hefði verið
miður heppileg aðferð að deila á vesalings
Sigríði fyrir það, hvernig komið var.
Ásamt Ólöfu hafði hún talað við Sigríði,
og ásamt annarri vitneskju efaðist hvor-
ug þeirra um, að hún hefði rétt fyrir sér.
Séra Bjarni hafði einnig alloft talað við
Hákon, sem alltaf hélt fast við sinn fyrri
framburð og tókst meira að segja í viðbót
að vefja presti svo um fingur sinn, að
séra Bjarni fékk æ sterkari tilhneigingu
til þess að ætla, að hann væri saklaus af
þessu öllu saman, en stúlkan svo djúpt
fallin í dýki spillingarinnar, að henni
væri ekki við hjálpandi.
Séra Bjarni varð æ reiðari út í þetta
mál, sem virtist alltaf flóknara eftir því
sem lengur leið. Helzt hefði hann viljað
láta það afskiptalaust, en nú orðið fannst
honum hann ekki geta það. Ef til vill fyr-
ir þá sök, hve kona hans varði málstað
Sigríðar einarðlega, stóð hann frekar Há-
konar megin. Hver svo sem sannleikurinn
var, hafði stúlkan unnið til þess, að henni
væri sagt til syndanna vífilengjalaust.
Ásakanir prests höfðu fengið mikið á
Sigríði, sem var einföld og um leið van-
stilt í skapi. Nú gekk hún um þungfær og
hnípin, með rauð, þrútin augu og stöðug-
ar grátviprur á andlitinu. Það var að
renna upp fyrir henni, að öll hennar fórn
væri unnin fyrir gýg, en hún hafði litið
svo á, að allt væri réttlætanlegt, til þess
að koma í veg fyrir, að Hákon brigði
heiti við hana og gerðist með því eiðrofi.
Og eftir að hann flutti úr vistinni og
gerði sig ósýnilegan í öðrum landshluta,
varð hún tæplega með sjálfri sér.
Það var seint um kvöld viku af vetri.
Frú Vigdís gekk út til þess að taka inn
þvott, sem hún átti úti á snúru. Jörð var
alauð, tungl á lofti, en skýjafar nokkurt,
svo að stundum dimmdi skyndilega, en al-
bjart var á milli. Það var raunar komið
fram yfir venjulegan háttatíma, en hún
hafði beðið með að hátta, þar til þvottur-
inn væri orðinn þurr.
Hún stóð með fangið fullt af þvotti,
þegar hún heyrði skellt hurð. Hún leit í
kringum sig, en sá engan og gaf því svo
ekki frekari gaum. Hún var að því komin
að ganga í bæinn, þegar hún heyrði eitt-
hvað og fór að leggja hlustirnar við. Það
var áreiðanlega hratt fótatak á frosinni
jörð, fótatak, sem fjarlægðist niður túnið.
Hún rýndi í áttina, en gat ekki séð neitt
fyrst í stað.
En allt í einu kom tunglið fram undan
skýi. Gerðist þá svo bjart, að vel mátti
greina mann í nokkurri fjarlægð. Fóta-
takið var nú orðið svo fjarlægt, að það
var tæplega heyranlegt lengur. En nú
þegar birti, kom hún auga á manneskju
neðst á túninu, sem stefndi hröðum skref-
um í áttina til árinnar, Þó að birtan væri
ekki vel greinileg, þekkti hún fljótlega,
hver þar var á ferð.
Það var ekki nokkur vafi á, að þarna
var Sigríður á ferð og stefndi til árinnar.
Frú Vigdís kólnaði öll upp við þessa sýn.
Hvaða erindi gat stúlkan átt út svona
seint og á leið til árinnar, sem niðaði
þungt fyrir neðan túnið.
Þvotturinn féll úr höndum hennar nið-
ur á jörðina. Sigríður gat ekki átt nema
eitt erindi til árinnar. Hún varð að koma
í veg fyrir þetta brjálaða örþrifaráð ves-
alings stúlkunnar. Hún brá við, hljóp nið-
ur túnið og kallaði á hlaupunum:
— Sigga, Sigga mín!
Ekkert svar.
Hún hlaut þó að hafa heyrt, því að fjar-
lægðin var ekki svo mikil. í silfurhvítri