Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 19

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 19
N. Kv. KENJSTIMAÐUR 161 En þá var það, að Finnur gjaldkeri lét í ljós sína skoðun á sinn venjulega, hryss- ingslega hátt, sem stundum gat komið óþægilega við. — Látið ykkur ekki koma til hugar, að nokkur komi til þess að hlusta á ykkur, sagði hann. — Ekki telur fólk það eftir sér að fara langar leiðir á skemmtanir, sem minna hafa að bjóða, sagði meðhjálparinn. — Þið fáið ekki nokkra hræðu, nema þið auglýsið dans á eftir, sagði Finnur. — Það kemur ekki til mála, greip prest- ur fram í. Ég er því algerlega mótfallinn að hafa dans. Dansinn er siðspillandi, því hefi ég margsinnis lýst yfir, Finnur lenti í minni hluta, sem von var. En hann sagði vinunum það í fullri hrein- skilni, að það færi óneitanlega bezt á því, að þeir töluðu yfir tómum bekkjum. Þrátt fyrir þessar hrakspár, gerðu þeir sér beztu vonir um árangurinn. En þær vonir fengu sín banasár, eins og svo oft vill koma fyrir í lífinu. Þrátt fyrir gott veður og faeri komu aðeins tólf manns. Það var því ekki hægt að segja, að þessi aðferð hefði komið að tilætluðu gagni. — Frú Vigdís hafði meira að segja setið heima. Hún sagðist vera lasin. Maður hennar hafði ekki getað stillt sig um að segja við hana, að þetta væri ekkert nema uppgerð, sprottin af því, að hún vildi ekki hlusta á hann, og hann hafði kvatt hana í styttingi. Þessi vetur var frú Vigdísi á margan hátt óbærileg raun. Glaðlyndi hennar var horfið. Nú kveið hún hverjum nýjum degi. Sambúð þeirra hjóna var að vísu misfellulaus að mestu á yfirborðinu, en þrátt fyrir það fjarlægðust þau hvort ann- að meir og meir. Bæði fundu sárt til þess, hvernig komið var, en hvorugt gat eða vildi láta sinn hlut. Það reyndist frú Vigdísi erfiðara hlut- skipti fyrir þá sök, að hún átti engan að, engan, sem hún gat trúað fyrir sorg sinni og vonbrigðum. Hún hafði ekki heldur svo mikil störf að annast, að hún gæti sökkt sér niður í þau og gleymt öllu öðru. Hún hafði nokkrum sinnum gert árang- urslausar tilraunir til þess að fá mann sinn til þess að reka búskap jafnframt embætti sínu, en það var að berja höfð- inu við steininn, Hafi hann nokkru sinni hugsað sér þann fjarlæga möguleika að reka búskap fyrir eigin reikning, var það með öllu útilokað nú, þegar hann átti jafnmikið í vök að verjast í starfi sínu. Ræður hans urðu æ hatrammari og svæsnari, þá sjaldan var messað, en áheyrendum fór stöðugt fækkandi. Marg- ir þeir, sem upphaflega höfðu veitt hon- um fylgi, höfðu helzt úr lestinni fyrir þá sök, hvað hann var orðinn strangur og óbilgjarn. Hugmynd hans um að stofna íélagsskap, sem yrði lífvörður þeirra hugsjóna, sem hann barðist fyrir, var ekki með öllu dauð ennþá. Um áramótin kom hann henni í framkvæmd með miklu harðfylgi. Félag var stofnað með tuttugu og fjórum félagsmönnum á aldrinum tólf til áttatíu ára. Þó að ekki blési byrlegar en þetta í fyrstu, huggaði séra Bjarni sig við, að „mjór er mikils vísir“. Þetta var hinn fyrsti sýnilegi árangur af starfi hans í Breiðdal enn sem komið var, og þetta fé- lag átti fyrst og fremst að vinna gegn ungmennafélaginu, sem að dómi séra Bjarna var komið algerlega á villigötur. Um þessar mundir var þar eitthvað al- varlegt á seyði, sem ennþá hafði þó ekki brotizt út til fulls, en þeir, sem framsýn- astir voru, þóttust þó sjá og skilja, að brátt mundi draga til stórra tíðinda milli þess og séra Bjarna. Og ennþá einu sinni fór daginn að lengja. Nokkru eftir nýárið fór sólin aft- ur að skína inn um gluggana á Breiða- 21

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.