Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Síða 20
162
KENNIMAÐUR
N. Kv.
vaði, eftir nokkurra vikna hvíld. En nú
var henni ekki fagnað með aukakaffi eins
og veturinn áður. — Svo mikið getur allt
breytzt á einu ári. Frú Vigdís fagnaði
henni að vísu engu minna nú en þá, en nú
var hún ein um þann fögnuð. Það er eins
og gleðin fái aldrei notið sín til fulls, þeg-
ar maður er einn um hana. í hinum
daufu geislum sólarinnar þessa stuttu
stund, sem hún skein þennan fyrsta dag
eftir langan tíma, fann þó frú Vigdís hita,
sem hríslaðist svo notalega um hana alla.
Það var eins og fyrirboði um eitthvað
betra, sem í vændum var.
Seint um kvöldið settist frú Vigdís nið-
ur og fór að skrifa bréf. Bréfið var til
systur hennar. Þær höfðu öðru hvoru
skrifazt á. Frú Vigdís hafði þó aldrei með
einu orði látið annað í ljós en hún væri
ánægð og liði vel. En núna gat hún ekki
annað en gefið tilfinningum sínum lausan
taum. Hún varð að trúa einhverjum fyrir
öllu því, sem henni lá á hjarta.
Stuttur kafli úr bréfinu var á þessa leið:
---------------Ég er orðin hrædd við
það, hvað ég er orðin manninum mínum
fjarlæg. Ég skal játa það, að ég skil hann
ekki, og líklega skilur hann mig ekki
heldur. — Og það sem hræðilegast er:
djúpið á milli okkar er alltaf að breikka.
Ég horfi á það í angist, án þess þó að að-
hafast neitt til þess að brúa það.
Þú mátt ekki sklija þetta á þann veg
að ég sé hætt að elska manninn minn.
Sannleikurinn er sá, að ég elska hann
engu minna en þegar ég gekk með hon-
um upp að altarinu. Ég elska hann aðeins
á annan hátt. Þá var ég svo mikið barn.
Ég taldi mér trú um, að ég elskaði hann
vegna yfirburða hans, vegna þess hvað
hann var miklu gáfaðri en ég, vegna hug-
sjóna hans, sem mér fundust æðri öllum
öðrum metnaði.
En nú er þetta allt á annan veg. Ég get
ekki lengur elskað hann á þann hátt. Ég
get ekki lengur blekkt sjálfa mig með
því að telja mér trú um, að það sé hin
æðsta hamingja að elska einhverja hug-
sjón, sem er hátt hafin yfir mannlegan
ófullkomleika og virðir ekkert annað en
sjálfa sig. Ég er of veraldleg og of ófull-
komin til þess að geta fylgt manninum
mínum eftir í baráttu hans fyrir fram-
gangi slíkra hugsjóna, hugsjóna, sem frá
mínum bæjardyrum séð, virðast vera
misþyrming á því, sem mönnunum er vel
gefið, hugsjóna, sem stinga svefnþorni all-
an sjálfstæðan vilja og þekkingarþrá.
Ég get ekki lengur elskað manninn
minn vegna þessara hugsjóna hans. Ef til
vill er þetta rangt hjá mér, en ég get
ekki annað en óskað, að hann væri dálít-
ið mannlegri og umburðarlyndari. Þá
mundi áreiðanlega allt verða gott aftur.
Ég þrái heita, karlmannlega ást. Ég veit
það, að án hennar mundi ég visna upp
eins og jurt, sem vantar næringu.
•--------------Ég var að vona, að við
færum að búa í vor. Mig langar svo mik-
ið til þess að hafast eitthvað að. En því
miður verður það ekki að þessu sinni.
Ef til vill ætti ég ekki að vera að skrifa
þér þessa höfuðóra mína, en ég get ekki
annað. Mér finnst ég verða að trúa ein-
hverjum fyrir því, sem mér liggur á
hjarta. -------
Ég var að hugsa um það áðan, hvers ég
mundi óska mér, ef ég ætti eina ósk. —
Raunar þurfti ég ekki að hugsa mig um,
því að ég á ekki nema eina einustu ósk.
Og ósk mín er sú, að maðurinn minn
sjái það og skilji, að ég elska hann og
þrái meira en allt annað, — elska hann
sem mann, en ekki sem hugsjón, — og að
hann elski mig á sama hátt. —
Frú Vigdís sendi aldrei þetta bréf.
Daginn eftir tók hún það og stakk því í
eldinn.
Það var nokkru eftir nýjárið, að odd-