Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 24
166
KENNIMAÐUR
N.-Kv.
— Það kann að vera álitamál, svaraði
ekkjan. Annars er óþarfi að ræða þetta
mál frekar.
— En drengurinn sjálfur? Er þetta vilji
hans? spurði prestur.
— Þér getið spurt hann sjálfan, ef þér
viljið, en það kemur í einn og sama stað
niður.
Allar frekari fortölur urðu árangurs-
lausar. Ekkjan lét sig ekki. Þeir riðu það-
an, vinirnir, í þungu skapi.----------
(Framhald).
Svarti púkinn.
Færeyisk þjóðsaga.
Einu sinni voru þrír þjófar, sem komu
sér saman um að stela í félagi. Þeir vissu
að presturinn átti hangikjöt í eldhúsinu,
og nótt eina gerðu þeir sér ferð á prest-
setrið, til þess að stela hangikjötinu. En
strompurinn á eldhúsinu var svo þröngur,
að aðeins sá minnsti þeirra gat komizt of-
an um hann. Hinir tveir hnýttu streng
utan um hann og létu hann síga niður.
Hann tekur síðan hangikjötið, bindur
strengnum utan um það, og hinir tveir
draga svo kjötið upp til sín í gegnum
strompinn. Sá, sem var niðri í eldhúsinu,
þykist nú sjá fram á, að ennþá erfiðara
verði fyrir hann að komast upp í gegnum
strompinn, heldur en niður um hann.
Hann tekur því það ráð, að hann klæðir
sig úr fötunum, bindur hann svo treng-
inn um fötin og hinir tveir draga þau upp
til sín. En nú neita þeir að láta strenginn
síga niður aftur; flýta sér á brott með
kjötið og fötin en láta félaga sinn alstríp-
aðan eftir í eldhúsi prestsins. Hann leitar
fyrir sér að komast á brott, en hurðin var
lokuð og hlerar fyrir gluggum. Tekur
hann þá það ráð að lita sig svartan af
pottahrími, því að nokkrir pottar stóðu í
eldhúsinu. Líkist hann nú fjandanum,
buldrar og gerir hávaða svo vinnukonan
vaknar, og fer fram í eldhúsið, til þess að
verða þess vísari, hvaða gangur þetta
væri. Þegar hún sér þessa svörtu ófreskju,
þykist hún vita, að það sé fjandinn, sem
kominn væri í eldhúsið, og hleypur hún
með ópum miklum og óhljóðum inn til
prestsins, til þess að segja honum frá
heimsókninni. Prestur snarast á fætur,
þótt smeykur væri, fer fram í eldhúsið og
les særingar yfir hinum svarta púka. En
púkinn svarar með særingum. „Ég særi
þig gegnum gluggann“, segir prestur.
„Ég fer ekki“, svarar púkinn. „Ég særi
þig gegnum luktar dyrnar“, sagði prestur.
„Opnaðu þær þá“, hrópar hinn svarti
púki, og er prestur þá ekki seinn á sér að
opna dyrnar. En þjófurinn lét ekki á sér
standa, hljóp út um dyrnar, og hafði prest-
ur ekki meira af honum að segja. Þjófur-
inn hljóp í einum spretti að holu nokk-
urri, þar sem þeir félagar voru vanir að
fela þýfið. Þar fann hann bæði kjötið og
fötin, tók allt sem þar var falið, en hinir
tveir félagar hans sáu hann ekki framar,
(Þýtt úr »Færöiske Folkesagn og Eventyr«).