Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 28

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Side 28
170 SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI N. Kv. bjargar varð ekki löng. Eftir nokkurra ára sambúð kenndu þau bæði vanheilsu, og Kristbjörg þó fyrr. Árið 1849 leituðu þau bæði samtímis flæknishjálpar hjá Gísla lækni Hjálmarssyni á Höfða. Þar dó Metúsalem 15. maí 1850, aðeins 32 ára gamall, og varð mjög harmdauði ættingj- um og vinum. Sigurður bróðir hans lét sækja lík hans, og var hann jarðsettur í Möðrudal. Kristbjörg var þá enn sjúkl- ingur austur á Höfða, en börn þeirra í æsku. Leystist þá upp bú þeirra. Va.r það talið, að vanheilsa og dauði Metúsalems hafði stafað af því, að hann hafi ofreynzt og bilað innvortip við það að kippa járnkeng úr þilfari eða mastri verzlunarskips eins á Vopnafjarðarhöfn. Um tilefni þess má lesa í Sagnaþáttum Þjóðólfs (II. bls. 77—80). Ég hefi fengið um það frásögn Árna Jónassonar frá Búa- stöðum í Vopnafirði, greinargóðs, víðles- ins og margfróðs manns, en hann hafði hana eftir sjónarvotti. Ber þar ekki á milli, sem máli skiptir, við það sem sagt er í sagnþáttunum. Þykir mér þó rétt að setja hér frásögn Árna: Einu sinni sem oftar kom Metúsalem í verzlunarferð til Vopnafjarðar. Lá þá á höfninni skip lausakaupmanns nokkurs. Viðskipti þóttu beti'i við lausakaupmenn í þá daga en við fastar verzlanir; því fór Metúsalem með vöru sína um borð í kaup- skipið. Fluttist hann út í skipið á báti, og voru með honum í bátnum þrír karlmenn aðrir og einn kvenmaður, Agnes Einars- dóttir að nafni, „merk að viti og minni, talaði og skildi dönsku“; hún var heim- ildarmaðurinn að frásögn Árna. Þegar þau komu á þilfar skipsins, spurði Metúsalem þegar eftir skipstjóra, sem jafnframt var eigandi verzlunarvarnings- ins. Skipstjóri tók þeim vel, leiddi í veit- ingasal skipsins, veitti vín eftir vild og var hinn málhreifasti. Kom hann því m. a. í tal, að landsmenn hefðu fyrir stundu verið að reyna krók við einn af hásetum skipsins, er væri mágur sinn; hefði hann dregið alla landsmenn og kvaðst ætla, að enginn væri sá íslendingur, að hann þyrfti að reyna afl við þenna mág sinn. Metúsalem gaf sig lítið að þessu. Var nú gengið aftur upp á þilfar. Var þar fyrir þessi háseti; víkur skipstjóri sér að hon- um og spyr, .hvort hann vilji ekki bjóða Metúsalem í krók; hann sé sagður maður afburðasterkur. Var hann fús og fljótur til þess. Metúsalem skoraðist undan, en hinn leitaði því fastar. Kom svo, að Metú- salem lét til leiðast, kvað sér ekki vera vandara um ósigurinn en öðrum löndum sínum; eggjuðu og landsmenn, er við- staddir voru og vissu um afburðaafl Metúsalems. Kom nú svo, að þeir reyndu með sér og urðu fljót skipti, að Metúsal- em dró hinn danska háseta léttilega upp, að því er virtist. Þessu reiddist hásetinn, en mun þó hafa fundið, að sér tjáði ekki að reyna aftur. Gekk hann nú að mastri skipsins; í því var járnhringur gildur, festur í mastrið með járnkeng; kallaði nú til Metúsalems og skoraði á hann með hæðilegum orðum að fara í krók „við þenna“ og benti um leið á járnhringinn. Metúsalem mun hafa orðið skapbrátt, enda lítilsháttar ör orðinn af víninu, sem skipstjóri hafði veitt, brá fingri á kenginn með svo miklu átaki, að hann varð laus úr mastrinu, og fylgdi stór flaski af trénu með; en við það að kengurinn losnaði svo snöggt a-f hinu mikla átaki, þá hrataði Metúsalem aftur á bak á þilfarið og varð seinn til að standa á fætur aftur. Þótti öllum viðstöddum sýnt, að hann myndi hafa ofreynzt eða bilað innvortis við átakið og byltuna. Hann lét sem minnst yfir því og harkaði sýnilega af sér, fór svo í land að afloknum viðskiptum við kaupmanninn, en lá sjúkur á Vopnafirði í nokkra daga. Eftir það tók að bera á vanheilsu hans.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.