Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Síða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Síða 31
173 Kv. SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI bóndi á Hrafnkelsstöðum, Eiríkur bóndi í Hamborg og Páll hjá Metúsalem bróður sínum. Aðalbjörg var líku atgjörvi og mann- kostum búin sem Ragnhildur systir henn- ar. Hún dó 1904. Sigurður Jónsson og Ástríður V ernharðsdóttir. Sigurður Jónsson (f. 1814) hóf búskap í Möðrudal samtímis Metúsalem bróður sínum, líklega árið 1842. Eftir dag Metú- salems bjó Sigurður einn á jörðinni nær í 24 ár. Hann hafði kvænzt 1837 Ástríði (f. 1818) Vernharðsdóttur prests að Skinnastað og víðar og verið í búi með foreldrum sínum, þar til hann hóf búskap sjálfur. Voru þá fædd tvö elztu börn þeirra. Ástríður var frábær fríðleikskona, en mun ekki hafa verið hneigð til búsýslu, sem síðar kom fram. Á meðan þeir bjuggu báðir á jörðinni, Sigurður og Metúsalem, höfðu þeir góð bjargálnabú hvor um sig. En eftir að Sig- urður fékk alla jörðina, óx bú hans hröð- um skrefum, svo að ekki mun í annan tíma, á seinni öldum a. m. k., hafa verið þar stærra bú. Var hann. hinn mesti bú- höldur og auk þess mikill álitsmaður, svo að hann var talinn á meðal fremstu. manna í sínu héraði. Til marks um það má geta þess, að árið 1858 er hann talinn vera álitlegt þingmannsefni fyrir Norður- Múlasýslu (Norðri 1858, bls. 53), en eigi :gjörði hann þó þess kost. Á hans búskap- arárum, og að líkindum að nokkru leyti vegna velfarnaðar hans við búskapinn, byggðist Jökulsdalsheiðin austan Möðru- dalsfjallgarðanna. Þá byggðust í landi JVIöðrudals býlin Gestreiðarstaðir, Fagra- Jtinn, Rangalón og Sænautasel og enn fleiri býli í landi annarra jarða í heið- inni. Var leitað til Sigurðar um byggðar- leyfi þessara nefndu býla. Heimild Möðru- dals til lands í heiðinni austan fjallgarð- anna var byggð á fornum landamerkja- skrám, líklega einna mest á landamerkja- gjörningi, sem skráður var á Breiðaból- stað 1408. Land Gestreiðarstaða, Fögru- kinnar og einnig Háreksstaða hafði Sig- urður unnið í landamerkjamáli. Þótti sumum, og á sennilega fyrst og fremst þeim, sem landinu töpuðu, Sigurður vera ágengur til landa og fjár. Seinna, í tíð Stefáns Einarssonar, tapaði Möðrudalur öllu landi austan fjallgarðanna í landa- merkjmálum við jarðeigendur í Vopna- firði og á Jökuldal. Var sá dómur aðal- lega byggður á því, að ómerkja landa- merkjagerðina frá 1408, þá er fyrr er get- ið, og meta hana falsbréf. Þegar leið á búskapartíma Sigurðar, hafði hann ráðskonur fyrir búi sínu. Fyrst var ráðskona á búi hans Steinvör Pál§- dóttir, er verið hafði ráðskona á búi Metúsalems bróður hans, eftir að Krist- björg veiktist. Steinvör var dóttir Páls hreppstjóra Jónssonar í Vogum við Mý- vatn og var þá orðin roskin. Hún fluttist að Eiríksstöðum með Aðalbjörgu dóttur Metúsalems og lézt þar 8. júlí 1875, 85 ára gömul. Síðar, um 10 ára skeið, (1863— 1873) var ráðskona á búi Sigurðar Sig- ríður Magnúsdóttir frá Skáleyjum í Breiðafirði, Einarssonar. Þær voru syst- kinabörn, Sigríður og Ástríður kona Sig- urðar. Magnús faðir Sigríðar og Ragn- heiður móðir Ástríðar voru systkini. Sigríður hafði lært dúkalitun, mjólkur- meðferð, smjör- og ostagerð í Holtseta- landi. Þegar hún kom aftur til íslands, réðist hún (1860) ráðskona til Hallgríms prófasts Jónassonar á Hólmum. Hún þótti

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.