Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Qupperneq 33

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Qupperneq 33
N. Kv. SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI 175 lengi verið nafntogað heimili fyrir gæzku og gestrisni, og ég bregð því við sem fyrir- mynd af öllum þeim bæjum, sem ég hefi komið á um mikinn hluta lands. Ég þekkti foreldra Sigurðar bónda í Möðru- dal, Jónssonar, og voru þau einstaklega gestrisin og elskuleg. Ég þekkti líka bróð- ur hans Metúsalem, afbragðsmann, sem dáinn er nú fyrir mörgum árum. Ég minnist þess enn, er ég og aðrir skóla- piltar komu þangað á skólaferðum; ég tala ekki um veitingarnar, sem ætíð voru af- bragðlegar, heldur um hið elskulega við- mót þeirra bræðra. Þeir gengu jafnvel úr hlaði með okkur, til að vísa okkur veginn sem nákvæmlegast og gæta, hvort okkur vanhagaði ekki um neitt. Möðrudalsfólk hefir verið jafnauðsælt og gestrisið og Sigurður hefir mikið bú og blómlegt. Hann hefir byggt þar snotra kirkju og stóran og rausnarlegan bæ Qg allt er þar skörulegt, og eru þó aðflutningar allir þangað, upp á öræfi frá Vopnafjarðarstað, fjarskalega örðugir, sem nærri má geta. Ég kom þangað lúinn eftir að hafa orð- ið vegaglópur (hann hafði villzt á Möðru- dalsheiðinni) og lagðist til svefns og hafði höfuðverk ærinn og kuldahrylling. En ég hafði skamma stund sofið, þegar þeir komu þangað frá Brú á Jökuldal, Shaff- ner og þeir félagar,1) og vakti Sigurður mig til þess að tala við þá. Við vorum þar allir samnátta. Um morguninn spurðu þeir Sigurð bónda, hvað þeir ættu að gjalda fyrir greiða og fyrirhöfn, og svar- aði hann, eins og ætíð, að hann vildi ekkert hafa, því að hann hefði aldrei selt greiða“. Sigurður í Möðrudal andaðist 6. marz 1874, sextugur að aldri. — í andlátsfregn- J) Fox-Ieiðangursmennirnir. inni í Norðra segir svo um banamein hans: „Hann hafði legið í hálfan mánuð. Sjúkdómurinn byrjaði með taki, snerist síðan upp í þunga brjóstveiki og tæringu. Áður var hann búinn að vera meir og minna vesæll síðan næstliðið vor, að kvef- sótt gekk yfir“. Ástríður ekkja hans hélt áfram bú- skapnum til vors 1876. Síðara árið, sem hún hélt búið, fékk hún fyrir ráðsmann Stefán Einarsson á Gestreiðarstöðum, af Brúarætt, sem síðar getur. Eftir að Ástríður lét af búskapnum, dvaldist hún áfram í Möðrudal til vors 1879, er hún fluttist að Brú með Jakobínu dóttur sinni og Þorsteini Einarssyni manni hennar, og þaðan með þeim til Akureyrar 1881. Stuttu fyrir andlát Jako- bínu (1884) fluttist Ástríður að Nesi í Höfðahverfi til Elísabetar dóttur sinnar og manns hennar Einars Ásmundssonar. Þar dó hún 24. nóv. 1892, 74 ára að aldri. AfkomencLur Sigurðar og Ástríðar. Þau Sigurður og Ástríður áttu alls 8 börn; af þeim dóu tvö í bernsku (Jón Að- alsteinn og Jóna Kristín) og einn sonur á unglingsaldri (Árni, d. 4/7 1863, 19 ára að aldri). Einn sonur, Jón Pétur, dó 22 ára (15/10 1884), ókvæntur og barnlaus, „ljúfmenni, vel menntur“, segir í andláts- fregn. Hann hafði byrjað skólanám, en orðið að hætta því vegna augnveiki. Varð svo barnakennari á Oddeyri við Eyja- fjörð og þar andaðist hann. Hannes skáld Blöndal orkti eftirmæli eftir hann (Ljóð- mæli 1913, bls. 19). Þá voru eftir 4 dætur, sem til þroska komust: Aðalbjörg, Elísabet (Þorbjörg), (Andrea) Jóna, Jakobína (Kristjana). (Framhald).

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.