Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Qupperneq 38

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Qupperneq 38
180 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv. III. RÚBEN ÚRASALI. Daginn eftir, um sólaruppkomu, voru allir heimamenn staddir 1 hinum stóra garði haciendunnar. í sama mund þeysti einn af þjónum þeim, — sem Donna Dolores hafði sent á eftir föður sínum — í hlaðið. Hann hafði þá sögu að segja, að þeir félagar hefðu árangurslaust leitað plant- ekrueigandans um allt nágrennið. i „Ó, guð minn góður!“ stundi Dolores, „ég vissi, að það var engin misheyrn í gærkveldi, er mér heyrðist ég heyra neyðarkall föður míns. Eitthvert óhapp hefir komið fyrir hann“. „Þér megið ekki búast við hinu versta“, sagði Banderas hughreystandi, „skeð getur, að faðir yðar hafi lagt ein- hvern óvæntan krók á leið sína“. „Vertu róleg, systir“, mælti Jaime, „hershöfðinginn hefir vonandi rétt fyrir sér“. En Donna Dolores lét ekki huggast. Tárin streymdu niður kinnar hennar. í afskekktum krók í garðinum stóð maður í gráum kvekarafrakka. Við hlið hans lá Nýfundnalandshundur, sem mændi óaflátanlega og árvakurt á hús- bónda sinn. Þarna var kominn maður sá, er fundið hafði lík Don Rodriguez kvöld- ið áður. Hann hafði fengið gistingu á ha- ciendunni, því samkvæmt boði Don Rodriguez var aldrei neinum úthýst á heimili hans. Aðkomumaðurinn hélt á gullnistinu í hendinni og bar saman á laun myndina, sem í því var, og andlit Donnu Dolores. „Ég mun naumast eiga þess kost að gera kaup við Don Rodriguez“, tautaði hann, „því ég þykist nú hafa gengið úr skugga um, að hinn myrti eigandi nistis- ins muni enginn annar verið hafa en Don Rodriguez“. Enginn veitti kvekarnum athygli né því, sem hann hafðist að. Enginn tók heldur eftir því að hann smá þokaði sér nær hópnum, unz hann var alveg kom- inn að honum. Hershöfðinginn var fyrst ur til að veita honum athygli. „Hver er þessi maður, sem líkt og sja kali læðist á meðal okkar?“ mælti hann. „Gestur", svaraði einn þjónanna, „sem við, samkvæmt fyrirmælum húsbónda okkar, hýstum í nótt“. „Hver ert þú?“ spurði Banderas með þjósti. „Ameríkanskur úrasali“, svaraði kvek- arinn auðmjúkur. Auðmýktin í svari hans var í fullu ósamræmi við einbeittnina í svip hans, en þó var eins og hann hefði tamið sér það látbragð um lengri tíma. „Þér eruð þá einn af austanvérum þeim, sem ég hefi bæði fyrirlitningu á og hata af heilum hug“, mælti' Banderas þungbú- inn. „Vitið þér ekki að það er bannað og varðar við hegningarlögin, að koma til Mexíkó og stunda verzlunarprang?“ „Veit ég það vel“, svaraði kvekarinn með sömu auðmýkt, „en ég veit líka, að mér er heimilt að gista haciendur, sem liggja á mörkum Bandaríkjanna og Mexí- kó og eiga lönd sín í báðum ríkjunum. Þannig er það með Haciendu del Rodri- guez“. Hershöfðinginn horfði þungbúinn á austanvérann- Hann hafði samkvæmt ruddalegri skapgerð sinni vonast til að hafa klófest þarna einhvern, sem hann gæti skeytt skapi sínu á, en þessi úrasali virtist ætla að ganga honum úr greipum, sakir lögvísi sinnar. „Hvað heitir þú?“ spurði hann snúðugt. „Nafn mitt er ekki óþekktí Norðurríkj- unum“, svaraði úrasalinn með blíðri og lotningarfullri rödd, „ég er Ruben úra- sali“. „Ó, eruð þér Ruben?“ hrópuðu margir í senn.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.