Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 39
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
181
„Hver er þessi Ruben, sem allir hér
virðast kannast við?“ spurði Banderas og
sneri sér að þjónustufólkinu.
„Hann er vel þekktur úraprangari í
allri Kaliforníu, Texas og í Indíánaland-
inu. Hann leggur leiðir sínar um af-
skekktustu staði, og þrátt fyrir það hug-
rekki, sem slíkar ferðir oft krefjast, er
hann talinn kjarklaus og lífhræddur. Sagt
er, að hann þoli ekki að sjá blóð“.
Hershöfðinginn hló hæðnislega.
„Þannig eru þeir allir þessir viður-
styggilegu Ameríkanar, þeir eru hroka-
fullir eins og Siux-indíánar, en huglausir
eins og skógarhérar, ef nokkuð bjátar á“.
Prangarinn hlustaði hljóður á hers-
höfðingjann. Við síðustu orðin leit hann
upp og leit syfjandalega á Banderas.
„Iivernig stendur á hinu kynlega nafni
yðar?“ spurði hershöfðinginn.
„Ég er kvekari og kvekarar bera öll
nöfn ritningarinnar“.
Banderas hló hæðnislega.
„Rétt er nú það“, mælti hann, „þér er-
uð kvekari. Það gleður mig að fá einu
sinni tækifæri til að kynnast einum af því
sauðahúsi. — Sýnið okkur vöru yðar,
gamli kvekari, — sýnið okkur fjársjóðu
yðar“.
„Vilt þú eiga kaup við mig?“ spurði
Ruben.
Hershöfðinginn stokkroðnaði af reiði.
Enginn hafði hingað til dirfst að þúa
hann.
„Vesæli austanhundur!“ æpti hann,
„dirfist þér að ávarpa mig þannig?"
„Við kvekarar þúum alla menn“, svar-
aði Ruben hógværlega, „ég er líka Norð-
urríkjamaður, og þeir eru frjálsir menn.
Hafi ég móðgað yður, bið ég afsökunar.
í stað þess að svara rétti Banderas
kvekaranum vel útilátið högg fyrir
brjóstið.
Að þessu sinni var það prangarinn, sem
roðnaði og úr augum hans brann eldur
sárrar reiði. En það var aðeins augnablik
og hvorki Banderas eða þjónustufólkiS
tók eftir þessum svipbrigðum hans.
Hann stóð keikur við höggið, þótt sá er
greiddi það væri rammur að afli og
hrökklaðist sjálfur aftur á bak.
Ruben gekk því næst til Donnu Dolores
sem horft hafði við hlið bróður síns á
viðureignina.
„Ef mér skjátlast ekki, þá eruð þið börn
Don Rodriguez?“
Donna Dolores svaraði því játandi.
„Ég kom hingað“, hélt úrasalinn áfram,
„til að bjóða föður yðar vörur mínar. En
ég hefi heyrt að hann sé fjarverandi og
að enginn viti hvenær hann komi aftur.
En í þakklætisskyni fyrir gestrisni vðar
vil ég leyfa mér að vara yður við yfir-
vofandi hættu- Ég hefi hugboð um það,
að Apacha-indíánar, sem hingað til hafa
látið íbúa þessa héraðs tiltölulega óáreitta,
hafi ákveðið að hefja árás á þennan lands-
hluta. Verið viðbúin og vör um yður“.
Donna Dolores fölnaði.
„Við þökkum yður“, mælti hún, „en
getið þér sagt okkur, hvað þér hafið til
marks um þetta“.
„Sá, sem alið hefir mest allan aldur
sinn í frumskógunum“, svaraði Ruben,
„hefir tamið sér að draga ályktanir af
jafnvel lítilfjörlegustu hlutum. Ég þekki
öll þau teikn, sem eru undanfari Indíána-
stríðs. Þar að auki mun ig hafa séð Blóð-
suguna fyrir fáum dögum síðan“.
„Blóðsuguna!“ mælti Donna Dolores
undrandi, „hver er það?“
„Spyrjið mig ekki um hana“, svaraði
hann. „Ég get lítið frætt ykkur. Það eitt
veit ég, að hún sézt ávallt á undan komu
Indíánanna. Eins og úlfurinn finnur ná-
lyktina um óravegu, þannig finnur hún
á sér nálægð Indíánanna, og hatur henn-
ar til þeirra virðist óslökkvandi. Bróðir
yðar mun áður hafa heyrt hennar getið.
ef mér missýnist ekki“.