Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Síða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Síða 41
N. Kv. DÆTUR FRUMSKOGARINS 183 „Hversvegna spurðuð þér hann þá ekki?“ spurði Don Jaime. „Mér fannst óhyggilegt og áhættusamv að yfirheyra hann í nærveru yðar og syst- ur yðar. Það gæti haft hinar örlagarík- ustu afleiðingar. Ég mun yfirheyra hann í fangelsinu, og sé hann saklaus, mun honum óðar verða sleppt lausum. En haf- ið þér veitt hesti föður yðar athygli, Don Jaime? Á hnakknum er blóð og þó er hann og öll reiðtygin í bezta lagi“. „Hvað gefur það til kynna, hershöfð- ingi?“ Það, að faðir yðar hefir verið myrtur. Hann hefir verið rekinn í gegn aftan frá og hnigið örendur til jarðar“. „Þér hafið rétt fyrir yður“, mælti Don Jaime, „faðir minn hefir varið myrtur, en hver getur hafa gert það?“ „Það verður einmitt hlutverk okkar að komast fyrir það. Við verðum að leita að líkinu og ná hefndum á illræðismann- inum“. „Já, hefnd vil ég fá! Engin refsing er of þung“. „Ég ætla að byrja á að yfirheyra kvek- arann. Hann hlýtur að hafa verið í skóg- inum þegar morðið var framið. Eruð þér enn andvígur handtökuskipun minni?“ „Nei“, svaraði Don Jaime, „sé hann saklaus, þá verður hann látinn laus aftur. En hann verður fyrst að gefa mér allar þær upplýsingar, sem hann getur. Ég mun ekkert tækifæri láta ónotað til að hefndarþorsta mínum verði svalað“. Hershöfðinginn gaf þjónunum bend- ingu um að halda áfram með bandingj- ann. Banderas og Don Jaime fylgdu á eft- ir, en Donna Dolores hélt til herbergis síns, örvingluð af sorg. (Framhald). Bókmenntir. James Harpole: Úr dagbók skurö- læknisins. Dr. Q. Claessen þýddi. Rvík 1941. Útg. Isafoldarprent- smiðja. í öllu því flóði þýddra bóka, sem á markaðinn berast á ári hverju, eru þær bækur raunverulega fáar, sem af bera, og hægt er að segja um, að séu verulegur fengur fyrir íslenzka lesendur. Bók sú, er hér um ræðir, er úr hópi þessara fáu afburðabóka. Höfundurinn, sem er kunn- ur læknir, hefir færst það í fang „að lýsa hinum stórkostlegu framförum, sem læknishjálpin hefir tekið síðasta áratug- inn með því að greina frá ýmsum sjúkl- ingum“. Fyrir bragðið fær lesandinn ekki í hendur fræðibók með þurrum talningi staðreynda um hvar og hvenær þetta eða hitt hafi verið framkvæmt, heldur er frá- sögnin um þessa hluti fléttuð saman við æfiþætti einstakra sjúklinga, svo að les- andinn fær að fylgjast með örlögum manna í von og ótta, gleði og sorg. Og frásögnin er gædd þeim kostum, að hún heldur hug lesandans föstum ekki síður en hin viðburðaríkasta skáldsaga. í bók- inni fæst glöggur samanburður þess ástands, sem var fyrr, þegar fjölmargir sjúkdómar voru taldir ólæknandi, sem nú er unnt að lækna að fullu, og nútím- aris'. Lesandinn hlýtur að fyllast undrun og aðdáun á því hvers mannsandinn er

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.