Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Page 44

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Page 44
186 BÓKMENNTIR N. Kv burði, sem mörg'um hefðu orðið lítið sögu- efni. Þá er bók þessi merkileg þjóðlífslýs- ing. Hún flytur oss aftur í tímann, gerir lifandi fyrir hugskotssjónum vorum horfnar venjur og lifnaðarhætti, sem svo eru fábreyttir og frumstæðir, að það vek- ur undrun, að þannig skuli líf alþýðufólks hafa verið hér á landi í minni núlifandi manna- Ég get vænst þess að mörgum bregði í brún við lýsingarnar frá æsku Jóns, og ekki er ótrúlegt, að þær kunni að skerpa skilning manna á þeim þreng- ingum, sem þjóð vor hefir þolað. Þá er og brugðið upp myndum úr Reykjavík frá vaxtarárum hennar. Og einnig kynnist lesandinn þar brellibrögðum fésýslu- mannanna, er þeir beittu umkomulitla viðskiptamenn. Þykir mér satt að segja óþarfahlífni að nefna ekki nöfn í því sambandi. Allmargir draumar og fyrir- burðir eru einnig í bókinni og kynnumst vér einnig þeim þætti, sem dultrúin átti í lífi íslenzkrar alþýðu. En á hverju sem veltur þá er sögumað- urinn samur og jafn, þolinn og þrautseig- ur, og kýs að eiga í friði við alla menn, en gætir sín oft lítt við hrekkjum í viðskipt- um. í tómstundum sínum les hann góðar bækur, en vinníir baki brotnu meðan heilsa og kraftar leyfa. Hann verður les- andanum hugþekkur frá upphafi til bók- arloka. í stuttu máli sagt. „Frá liðnum árum“ er merkileg lýsing liðins tíma og jafn- framt glögg lýsing greinds, íslenzks al- þýðumanns, sem heyir lífsbaráttu sína með tvær hendur tómar og stendur að lokum einn og allslaus í ellinni. Með þessari bók er sýnt, að enn er hægt að skrá íslendingasögur, þótt liðnir séu tím- ar vígaferla og mannhefnda. Nokkrar hafa þegar verið skráðar en miklu eru hinar fleiri, sem óskráðar eru. En einkum sakna ég þess, að ekki hefir enn verið skráð saga íslenzks bónda, á þessum miklu breytinga- og byltingatímum þjóð- lífsins. Akureyri 9. nóvember 1941. Steindór SteincLórsson frá Hlöðum. Jörð. II. árg. 2. hefti. Ritstjóri Björn O. Björnsson. Eins og áður, þá er þetta hefti Jarðar fjölbreytt að efni og læsilegt og prýtt mörgum myndum. Fyrsta grein heftisins „Mikil tíðindi“ er um hervernd Banda- ríkjanna á íslandi. Þá er grein „17. júní 1941“, er skýrir frá hinum sögulegu at- burðum, er Alþingi kaus ríkisstjóra. Er þar birt ræða sú, er ríkisstjóri flutti, þeg- ar búið var að kjósa hann. Sendiherra Dana, dr. phil. Fr. le Sage de Fontenay, skrifar um ljóð Jónasar Hallgrímssonar alllanga grein. Er það ánægjulegt hvað sendiherrann er vel að sér í íslenzkum bókmenntum. Margar fleiri góðar grein- ar eru í heftinu, svo sem „Landið bíður vor“ eftir Sigurð Einarsson og „U'pptök Oxford-hreyfingarinnar‘. Pétur Sigurðsson: Sögulegasta ferða- lagið. Isafoldarprentsmiðja h.f., Rvík 1941. Bók þessi eru erindi, sem höfundurinn hefir flutt í útvarp eða við ýms tækifæri. Pétur Sigurðsson er þjóðkunnur maður fyrir erindi sín. Og Pétur talar þannig, hvort sem hann talar í útvarp eða þar sem menn eru samankomnir, að allir, sem orð hans heyra, hljóta að hlusta á hann með athygli, þar til hann hefir lokið máli sínu. Pétur hefir líka einlægt einhvern boðskap að flytja, sem alla varðar, og boðskapur hans er í aðalatriðum þessi: Leitið að sólskinsblettunum í lífinu, látið sólargeislana verma ykkur, fylgið guðs- röddinni í brjósti ykkar, elskið guð og allt sem gott er og fagurt, þá mun ykkur

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.