Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1941, Blaðsíða 46
188 Á VESTURVEGUM N. Kv. öllum slysahugsunum, og njóta óhikandi þeirra merkilegu þæginda, að sitja og hvílast í góðu sæti, en ferðast þó jafn hratt og fuglinn fljúgandi? Von bráðar sannfærðust flestir um, að hættan væri ekki svo mikil að þeir þyrftu að halda sér dauðahaldi í sætin, enda brunaði lestin áfram eins og bezti gæð- ingur, og um leið og óttinn við ferðalagið rénaði, vaknaði forvitnin. Ferðafólkið tók að skima út um gluggana. Einnhver fann að opna mátti vagngluggann og þegar það var gjört, var næsta sporið að stinga út höfðinu, og reyna að sjá fram og aftur með lestinni. Engum hefir víst dottið í hug að háski gæti verið á ferðum, en skyndilega stakk lestin sér inn í kolsvört jarðgöng, og þeir, sem út í gluggunum lágu, hrukku skyndilega við, þeir höfðu komið ískyggilega nærri veggbrúninni með höfuðin. Dagurinn leið, og rauðbrúnt rökkur færðist yfir, frá gluggunum varð ekki annað greint en flöktandi skugga- iða. Skógarbelti og akrar runnu saman í eina mikla heild, en út í þessari iðu brá fyrir björtum ljósum hér og hvar. Laust fyrir miðnætti hægði lestin á sér, og af birtu, sem ljómaði úti fyrir, mátti ráða að hún nálgaðist einhvern stærri bæ. Nokkra stund fór lestin á seinagangi, en nam svo að fullu staðar. Við augum blöstu uppljómuð stórhýsi og flest sem einkennir mikla járnbrautarskiptistöð í stórum bæ. Á framhlið byggingar, sem horfði við annarri hlið lestarinnar, voru miklar, bogamyndaðar veggsvalir, og úti á þeim stóð margt fólk, og alls staðar voru menn á ferð, og alls staðar var bjart og þó var komin nótt- Allt sem borið hafði fyrir augu vesturfaranna síðasta dægrið var svo nýstárlegt og ólíkt öllu er þeir höfðu áður séð, að þeir höfðu enn ekki áttað sig. Maður, sem stungið hafði höfði og herðum út um vagnglugga spurði: „Er þetta draumur eða er það vaka?“ Annar, sem sat við gluggann sinn og virtist horfa í leiðslu á það, sem fyrir augun bar, svaraði, og kvað svo að orði, að sér virtist það sem fyrir augum bæri líkjast einna mest æfintýri úr Þúsund og einni nótt, og að stórhýsið með svölunum gæti verið höll Aladdins, en þá barst frá glugga til glugga, og frá manni til manns, að staðurinn væri Manchester. Einn af stóriðnaðarbæjum Englands. Það var túlkurinn, sem hafði látið það boð út ganga. Virkileikinn kom eins og þruma úr heiðskýru lofti yfir alla okkar róman- tízku drauma. Þetta var þá eftir allt, að- eins iðnaðarbær, með stynjandi vélar, himingnæfandi reykháfa og blaktandi gasljós- Svo blístraði eimreiðin gjallt og snöggt og fyrr en varði var hún komin á rjúk- andi ferð og Manchester með sína dýrð — ímyndaða og raunverulega — var horf- in, en þó ekki gleymd, því oft var þessar- ar fjögra eða fimm mínútna dvalar minnst sem hins merkilegasta atburðar. Nóttin leið, en engum kom dúr á augu, og þegar aftureldingin varpaði bjarma á loftið og lýsti upp landslagið, voru allir jafn þyrstir í að horfa á það, sem fyrir augun bar, eins og kvöldið áður, þegar farið var frá Leith.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.