Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 7
HART VOR 149 ^N. Kv. ~~ Þarna var jafnlíðandi halli niður eftir og straumhraðinn var það mikill, að þegar ég hljóp, eins hart og ég komst, gat ég alltaf séð til þeirra, þangað til þeir hurfu undir fyrstu snjóbrúna. Hún var nokkuð breið. — £g stóð á öndinni af angist og hljóp og hljóp, bjóst ekki við að sjá þá aftuiv Eri þeir komu í 1 jós á ný, og enn lá Bjarni á bakiiiu og sá svarti að hálfu leyti undir honum.... Svo kom önnur snjóbrú — og sú þriðja. . . . Þar nran ég, að það hvarflaði að mér allra snöggvast að hlaupa yfir og heim — reyna að ná í mannhjálp. — En ég gerði það ekki, sem betur fór. . . . Rétt þar fyrir neðan rann lækurinn fram af hæðarbruninni í talsvert háum fossi. Þegar þeir fóru þar ham af misti ég sjónar á þeim nokkur augnablik í iðukastinu fyrir neðan. Bjarni sagði seinna, að hann hefði haft fulla meðvitund alla leiðina þangað til. En þar fékk hann högg á höfuðið og vissi ekk- ert, hvað gerðist upp frá því. Skammt fyrir neðan fossinn er stekkur- mn og þar beint framundan hár melkamb- Ur, svo að lækurinn breytir um stefnu ,þar 1 mjög skarpri beygju. Og þar fékk hann loksins rúm til að dreifa úr sér: Aðalkvíslin rann undir melkambinum, en svo dreyfði vatnið sér yfir stórgrýtta eyri í miðjum lasknum og í aðra minni kvísl, sem rann uu'n megin. Þar á eyrina rak þá upp og hengu þar á uokkrum stórum steinum, sem stóðu upp ur vatninu. Nú sá ég að kom til minna hasta, hvort mér gæti auðnast að vaða út á eyrina og hjálpa Bjama á land. Það tókst. Kvíslin var ekki nema mér í udtti, þar sem 'hún var dýpst — og mjög ströng diefur hún ekki verið. . . . Og nú stóð ég þá loksins yfir Bjarna, þar sem hann lá að hálfu leyti í kafi í vatninu, sem yfir eyrina flaut, og hélt enn föstu taki í ull svarta geldingsins, sem var örendur með öllu. — Mér virtist nú reyndar, að Bjarni Vera það líka: Hann var hruflaður á höfði og hafði smá skrámur í andlitinu — og ég gat ekki séð minnsta lífsmark með honum. VL Satt að segja er ég hræddur um, að ég hafi skælt eitthvað ofboðlítið. En samt datt mér ekki í hug að gefast upp ennþá. Hvort sem hann nú vaéri lífs eða liðinn, fannst mér, að ég yrði að koma honum á þurrt land. Ekki gat ég látið hann liggja í vatn- inu! Ég herti mig því upp og fór að reyna að lyfta honum, en það gekk erfiðlega. Við þetta hnos fór hann þó að rakna svolítið við. En hann var svo máttfarinn, að hann gat ekki staðið upp. Mér hugkvæmdist að leysa upp skinnsokka hans ög hella úr þeim vatninu. Á meðan ég var að því, var hann alltaf að reyna að segja eitthvað við mig, en það var svo óskýrt, að ég skildi það fyrst ekki. Svo komst ég að því, að hann vildi vita, hvort gemlingarnir hefðu bjargast. Ég sagði lionum eins og var, að einn íiefði komizt yfir, þrír mundu hafa farizt í lækn- unr, en hinir snúið frá. — Ég veit ekki, hvort hann skildi mig. Nú tókst mér að reisa hann upp, og gat liann staðið< þegar hann studdi sig við mig. Ég hrópaði til hans, að við yrðum að reyna að vaAa í land, og virtist hann skilja það. — En nú vandaðist málið: Hann vildi ekki með nokkru móti skilja við þann svarta, og mér var ekki unnt að fá hann til að trúa því, að geldingurinn væri dauður. Ég varð að láta undan, og tókum við nú í geldinginn og ætluðum að drasfa honum með okkur. En við fyrsta átakið hné Bjarni út af og rann á hann eitthvert mók, svo að’ hann vissi ekki til sín. Eftir langa mæðu tókst mér að koma hon- um á fjórar fætur — og þannig skriðúm við yfir kvíslina til lands. Ég hélt honum ein- hvérn veginn upp úr og hann skreiddist áfram án þess að vita af sér. — Þegar hann var kominn á þurrt land féll harin algerlega

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.