Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 15
H. Kv.
JLANDKÖNNUÐURINN BERING
157
þegar Bering konr á staðina. Y.firvöldin
voru víðast hvar treg, til að láta honum í té
þá aðstoð, sem hann þurfti, og varð hann
ýmist að fara að þeim bónarveg eða ógna
þeim og knýja þau með valdi til að fram-
kvæma skipanir stjórnarinnar. Innan leið-
angursmanna hlaut hann sífellt að berjast
við leti, drykkjuskap, sviksemi, rógmælgi
og tilefnislaus klögumál yfir stjórn hans,
sem ýmsir leiðangursmanna sendu til Pét-
ursborgar. Flestir menn liefðu lagt árar í
bát, og allt fyrirtækið lirunið i rústir hjá
þeim, en Bering var enginn meðalmaður.
JÞrátt fyrir alla erfiðleika þokaðist leiðang
urinn og störf hans áleiðis, þótt hægi gengi,
■og Bering gafst aldrei upp við að finna ráð
út úr hverjum ógöngum sem var og afla
hjálpar til framkvæmda á þeim störfum,
sem honum höfðu verið falin.
Þegar kom austur í Síberíu, setti hann á
fót skipasmíðastöðvar við stórfljótin, og
jafnskjótt og skipin voru fullsmíðuð, séndi
hann þau til strandarinnar til rannsókna.
Sendi hann þannig sinn leiðangurinn af
stað hvort árið 1734 og 1735, og gat hanri
þá fyrst farið að snúa sér fyrir alvöru að
undirbúningi Kyrrahafsrannsóknanna. En
ekki tókst honum samt að koma megin-
flutningunum austur til Okötsk fyrr en
1737, enda varð honum það til tafar. að eitt
íshafsskipið fórst með allri áhöfn 1736.
Þurfti því að búa þangað skip á ný. Kostn-
aðurinn við leiðangrana var orðinn gífur-
legur eða um 300000 rúblur og var það
margföld sú upphæð, sem áætluð var í upp-
hafi, og á þessum fyrstu 4 árum hafði leið-
angurinn ekkert verulegt framkvæmt, og
1737 var Bering sviftur nokkrum hluta
launa sinna. Allt um það hélt hann ótrauð-
ur áfram starfi sínu. En erfiðleikunum var
ekki lokið, þótt til Okotsk væri komið. Þar
þurfti að koma upp bústöðum fyrir allt
starfslið hans, sem nú var um 1000 manns
og þar við bættist að loftslagið þar var
óhollt, og fólkið þjáðist af hitasótt, og Ber-
ing sjálfur missti þar heilsuna sakir illrar
aðbúðar. Brátt tókst að koma upp tveimur
haffærum skipum og hin gömlu skip Ber-
ings ,,Gabríel“ og „Fortuna“ voru nú gerð
haffær að nýju. Með þessum fjórum skip-
um tókst Spangberg að ljúka mælingum og
rannsókn Kurileyjanna og austurstrandar
Japans að norðan sumurin 1738 og i 730.
En til þess að ljúka ferðum' þessum þurfti
að eyða miklu af forða þeim og útbúnaði,
sem Bering hafði ætlað til Ameríkuferðar-
innar. Var undirbúningur hennar því að
ýmsu leyti af vanefnum ger, en samt heppn-
aðist Bering að smíða enn tvö skip er hann
nefndi St. Pétur og St. Pál. En þegar þau
voru ferðbúin í ágústmánuði kom Spang-
berg, sem verið hafði á heimleið til Péturs-
borgar en fengið skipun um að fara á ný til
Japan, því að menn báru brigður á, að
landabréf hans væru rétt. Bering tafðist því
enn við að búa leiðangur hans út á ný, en
8. sept. létu skip hans úr höfn í Okotsk og
sigldu til Avachaflóa á austurströnd Kamt-
schatka, þar sem leiðangurinn skyldi hafa
vetursetu áður en lagt yrði á Kyrrahafið.
Ætlun Berings var að vera tvö ár í ferðinni
frá Avacha, og liafa vetursetu á vesturströnd
Ameríku, en óljiöppin eltu hann þannig, að^
skip, sem flytja skyldi matarbirgðir til
Avacha, fórst með öllu innanborðs, og mat-
arflutningar á landi fóru einnig í handa-
skolum.
Þegar Bering því loks lét í haf úr
Avachahöfn, 4. júní 1741, hafði hann ein-
ungis vistir til 5J/2 mánaðar en seglabúnað-
ur og allur reiði skipanna af skornum
skammti. Sjálfur stýrði hann St. Pétri með
77 manna áhöfn, en St. Páli stýrði Chirikov
og voru þar 76 menn innanborðs.
Eins og áður er getið, héldu menn, að
land væri austur af Kamtschatka. Til þess
að ganga úr skugga um, hvort svo væri
sigldi Bering fyrst skipum sínum suðaustur,
þar sem hið svonefnda Kompagni land eða
Gamaland átti að vera eftir kortum samtíð-