Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Side 33
N. Kv.
Bókmenntir.
Arið 1852 gófu þeir Magnús Grímsson
og Jón Árnason út dálítið kver, sem þeir
kölluðu íslenzk æfintýri. Var þetta litla
kver fyrsta þjóðsagnasafn, sem út hefir kom-
ið hér á landi. En ekki mun sala á því hafa
verið ör, því að ekki varð framhald af út-
gáfunni, enda ekki almennur skilningur
þá á gildi slíkra sagna. Það er ekki fyrr en
Konráð Maurer vakti athygli íslenzkra
fræðimanna á þjóðsögum og gaf út safn ís-
lenzkra þjóðsagna á þýzku (Islándische
Volksagen der Gegenwort) árið 1860, og
byr fékkst til nýrrár útgáfu á íslenzkum
þjóðsögum. Hið mikla safn Jóns Árnasonar
var síðan gefið út 1862—64. I því safni voru
prentaðar sögurnar, sem komu út í kverinu
1852. íslenzk æfintýri M. G. og J. Á. voru
fyrir löngu orðin fágæt bók, upplesin eða
týnd, að undanskildum fáeinum eintökum,
er einstakir bókasafnarar lágu á sem ormar
á gulli. Ég, sem þetta rita, á eitt eintak af
kverinu, og þykir mér vænna um það, en
nokkra aðra bók, sem ég á. Þegar ég fer að
heiman, loka ég það jafnan inni 1 járnskáp.
Það mun hafa glatt margan bókamann,
þegar bókaútgáfan Edda kom með kver
þetta á markaðinn í haust. Er það ljósprent-
uð útgáfa, sem Litoprent í Reykjavík hefir
gert. Mun þetta vera- fyrsta bók, sem er '
Ijósprentuð hér á landi.
Tímaritin eru mörg, sem nú eru út gefin
á landi voru. En misjöfn eru þau að gæðum
og lítil eftirsjá væri að sumurti þeirra, þótt
þau hættu göngu sinni. Eitt tímarit ber nú
af öllum hinum, hvað glæsileik snertir. Er
er það tímaritið Helgafell, sem þeir Magnús
Ásgeirsson og Tómas Guðmundsson eru rit-
stjórar að. Hefir N.-Kv. borizt 7. h. I. árg.
Er í heftinu eftirtalið efni: Utan garðs og
innan; Varnir ráðstjórnarríkjanna eftir
Sverri Kristjánsson; Þú mátt ekki sofa,
kvæði eftir Arnulf Överland; Eftirmæli
bókasafns eftir Kristmann Guðmundsson;
Symfonia pastoralle eftir Jón Óskar; Heilsu-
far og hindurvitni eftir Jóhann Sæmunds-
son; Bréf frá lesendum; Léttara hjal; Lá við
slysi, kvæði eftir Örn Arnarson og Bók-
menntir.
Steinn Steinarr er þegar orðinn kunnur
fyrir sín sérstæðu ljóð. Eftir hann hafa kom-
ið út fjórar ljóðabækur. Seinasta ljóðabók
háns: Ferð án fyrirhieits, gefin út af bóka-
útgáfunni Heirnskringlu, hefir verið send
N.-Kv. Eyrsta kvæði bókarinnar Tileink-
unn:
,,Til þín, sem býrð á bak við hugsun rnína,
blóðlaus og föl, og speglar ásýnd þína
í mínum kalda og annarlega óði.
Frá mér, sem horfi úr húini langrar nætur
á heimsins blökku dýrð, og reis á fætur
með jódyn allra jarða mér í blóði.
Og ég var aðeins til i mínu ljóði.
Seinasta kvæði bókarinnar, Undirskrift,
hefst á þessari vísu:
,,Lesendum þessarar bókar, ef einhverjir
eru,
hef ég ekkert frekar að segja í raun og veru.
Sjá hér er ég sjálfur, og þetta er allur minn
auður,
hið eina, sem ég hefi að bjóða lifandi og
dauður.
Alls eru í bókinni 54 kvæði.