Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 30

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 30
172 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. I'v. ástæðu að indíánablóð rennur að nokkru leyti í æðum mínum. Ó, loksins get ég sýnt þeim hvað hin forsmáða Mestize getur, þegar hatur og hefndarþorsti leggjast á eitt til að formyrkva sál hennar. Öll skuln þau fá að deyja! Donnu Dolores verður þá hlíft, því hefir Santucho lofað. Hún hefir alltaf verið mér góð og nærgætin. Santucho sagði við mig síðastra orða: Inez, stund frelsisins er í nánd! Ef þér auðnast, þegar umsát vor er hafin, að koma svefnlyfi í mat eða drykk húshænda þinna og þjóna þeirra, og getir síðan opnað vindubrúna, þá mun nafn þitt verða blessað af öllum rauðum hermÖnnum um aldur og æfi.“ Inez tók nú litla flösku, með brúnleitum vökva í, úr’barmi sínum. Viðbjóðslegt bros afskræmdi andlit hennar, þegar hún tók tappann úr og lyktaði að innihaldinu. Eftir að hún hafði fullvissað sig um að dyrnar væru aftur og enginn í nárid, lét hún nokkra dropa úr flöskunni í glösin, sem hún áðrir hafði næstum því fyllt af víninu. Hún dreypti því næst lítillega á blöndunni, til þess að fullvissa sig um að rommbragðið yfirgnæfði ópíumkeiminn. „Stundin er áreiðanlega komin,“ mælti hún enn. „Santucho er ókominn til baka. Og apachamir, sem hann hefið gengið í lið með, hafa fyrir nokkru hafið umsát um hacienduna. Handþurrkunni, sem ég fvrir ári síðan gaf Santucho, og sem átti að gefa mér bendingu um að hefjast handa, henni hefir verið fleygt inn á síkisbakkann. Ég mundi þekkja hana meðal búsunda. Stund- in er vissulega komin. Santucho sagði við mig: F.f áform vor heppnast, þá mun ég gerður að höfðingja. Haciendan mun falla mér í skaut, og sem brúður min murit þú flytja með mér inn í þetta stóra hús. Mestizen leit hreykin í kringum sig, eins og hún þegar væri orðin hæstráðandi í salarkynnum haciendunnar. En í somu svipan opnaði ráðskonan dyrnar. „Ertu ekki ennþá búin, Inez? „Jú, jú, Donna!“ svaraði Mestizen og þreif nokkuð af glösunum og fór með þau út. Innan skamms hafði hún komið þeim öllum til skila. Fór hún síðan til herbergis síns, en hún gekk ekki strax til rekkju, heldur kraup hún á kné út við gluggann og beið þess, að hún gæti lokið við hinn glæpsamlega verknað sinn. Meðan þessu fór fram hafði þokan skollið á og grúfði nú biksvört og köld yfir um- hverfi haciendunnar. Bálin á þakinu gáfu aðeins frá sér daufa, draugalega glætu, svo varla var unt að greina síkisbakkana né annað, sem næst var byggingunni. Járnhönd og Nevado gengu milli allra, sem voru á verði og hvöttu þá til þess að hafa vel gát á öllu. Ráðlagði Járnhönd varðmönnunum að drekka sem minnst. Þegar þeir félagar höfðu lokið eftirlits- för sinni mælti Járnhönd: „Ég efast ekki um trúmennsku fólksisn, en öðru máli gegnir um þekkingu þess á hernaði og dugnaði á slíkri alvöfustund sem þessari. Við ættum að vaka sjálfir það sem eftir er næturinnar. Taktu þér varð- stöðu uppi á þakinu, fljótsmegin, en ég skal gæta framhliðarinnar. Verðir þú einhvers var, sem vekur grunsemdir þínar, þá skaltu reka upp heróp huronanna. Sama mun ég gera. Vinirnir skyldu nú og fór liver á sinn stað. Sveipaðir veiðimannabrekánum sín- um stóðu þeir eins og myndastyttur og rýndu út í náttmyrkrið. Ekkert hljóð gat farið fram hjá þeim. Eftir að Inez hafði beðið full eftirvænt- ingar alllangan tíma, yfirgaf hún herbergi sitt. Læddist hún hljóðlega eins og köttur út bakdyramegin. Síðan þreifaði hún sig varlega áfram með fram húshliðinni, þar til hún kom að aðaldyrunum. Annars vegar við þær var klefi dyravarðarins. Þar var

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.