Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Page 35
N. Kv.
BÓKMENNTIR
177
leitri umsögn um viðhorf „Jarðar", og
hljóða liin fyrrnefndu þannig: „Þegar Sól-
on Islandus kom út, þá birti Jörð níðrit-
dóm um þá bók.“ Sannleikurinn er þessi:
Bókarinnar var getið með nokkrum línurn
í langri grein um íslenzka bókaútgáfu á ár-
inu 1940 eftir Arnór Sigurjónsson, og held-
ur kuldalega. Hins vegar gat ég sjálfur uni
bókina með viðurkenningu („ákaflega
myndarlegt verk. . . . hann (Davíð) hefir
vaxið af henni“) í smágrein, er ég skrifaði
um „Gullna hliðið“ í 3. hefti „Jarðar'1
1941. Um „Gullna hliðið“ kemst ég m. a.
þannig að orði, að 1. þátturinn sé „fágæt
perla f íslenzkum leikbókmenntunx“ en
hina þættina tel ég ekki jafngallalausa, þó
að hver nraður hljóti að viðurkenna, að um-
sögnin um leikritið í heild sé lofsamleg. Og
ekki skil ég, að neinn kæri sig um lofsanr-
legri ummæli um kvæðin í leiknum. Niður-
lagsorð greinarinnar eru þessi: „Með sam-
einingu ljóðs og leikrits næði hann (Davíð)
líklega hæst.“ Bendir þessi niðurstaða til
þess, að „Jörð“ reyni að níða „Gullna hlið-
ið“ niður? Meining þessarar niðurstöðu
kemur bezt í ljós, þegar þess er gætt, að í
fyrstu setningu greinar minnar er Davíð
nefndur „öndvegisljóðskáld vor íslendinga
síðan 1918.“ Það er skoðun mín, að Davíð
sé þetta, en það þarf ekki kommúnista til
að vera á annari skoðun.
Af framanskráðu má marka sanngirni
eftirfarandi setningar ur umræddri grein
N. Kv.: ,,.... virðist. . . . þetta rit (,,Jörð“)
hafa bandalag við tímarit kommúnista um
að reyna að draga úr skáldfrægð Davíðs.“
Hitt er annað mál, að þegar ritstjóri hefir
ráðið mann til að skrifa bókmenntayfirlit í
tímarit, þá verður sá maður að fá að skfifa
það, sem honum býr í brjósti. Trúverðugir
menn fást ekki til þess starfa upp á annað.
Með þessu lagi er auðvitað engin trygging
fyrir því, að ritstjóri sé sammála dóntum
þess manns í einu og öllu, þó að hann telji
hann yfirleitt standa svo nærri sér í skoðun-
um og viðhorfi við verkefni sín, að um
samstarf geti verið að ræða. í einstökum til-
fellurn hefi ég líka talið ástæðu til að taka
sérstaklega fram mínar eigin skoðanir á til-
teknum bókurn og höfundum, eins og hér
að frarnan hefir verið sýnt dæmi um.
Þetta ætla ég að nægi, þó að fljótt sé yíir
sögu farið, til þess að sýna, að ritstjóri N.
Kv. hefir gersamlega misskilið viðhorf
„Jarðar“ við Davíð Stefánssyni og verkum
hans. Hitt ætla ég, að Davíð sjálfur sé liaf-
inn upp yfir, að borið sé lof á verk hans án
aðgreiningar. Davíð stendur óhaggaður, þó
að verk hans séu gagnrýnd eftir tilefnum.
Og svo bezt mun þjóð vor njóta hinria fá-
gætu krafta hans og annarra sinna beztu
manna að fullu, að þeir séu svo að segja
knúðir til að inna sitt bezta af hendi með
hispurslausu mati (þó að í djúpri virðingu
og þakklæti sé fram sett). Enginn, hversu
ágætur sem hann er, fær þrifist til lengdar
með öðru móti.
Reykjavík 10. nóvember 1942.
Bjöm O. Bjömsson.
íslenzk annálabrot og Undur
íslands eftir Gísla Oddsson
biskup í Skálholti. — Jónas
Rafnar sneri á íslerizku, —
Akureyri 1942. Þorsteinn M.
Jónsson.
Rit þetta, sem nú birtist í fyrsta sinni á
prenti á íslenzku, hefir sætt einkennilegum
örlögum. Það er skráð af Gísla biskup
Oddssyni árin 1637—1638, og lét biskup
kirkjuprest sinn, Ketil Jörundarson, þýða
það á latínu. Frumrit biskups glataðist, en
þýðingin lenti til Englands, og hefir gevmst
þar. Var það tiltölulega fáum mönnum
kunnugt, unz Halldór Hermannsson gaf
það út í hinu nrerka ritsafni „Islandica", og
nú liafa þeir Jónas Rafnar og Þorsteinn M.
fónsson unnið það þarfa verk að gera það
kunnugt öllum þeim, er islenzku lesa.
23