Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 20
N. K.v. C. Krause: Dætur frumskógarins. Saga frá Mexíko. Guðmundur Frímann þýddi. (Framhald). XII. BÚIST TIL VARNAR. Þegar indíánamir höfðu flutt á brott hina dauðu ríkti djúp þögn yfir svæðinu kringum hacienduna. íbúarnir notuðu því tækifærið til þess að treysta varnir sínar sem bezt uppi á þakinu og annars staðar, þar sem þörf var á. Donna Dolores gaf skipanir um að fram yrði reiddar vistir, sem nægðu til kveldsins og næturinnar og lagði að öðru leyti á ráðin hvað gera skyldi haciendunni til varnar. „Hvað hefir orðið af þjóninum, sem ég sendi til þjónaliðsins?“ spurði hún og vék sér að prestinum. „Barnið mitt,“ svaraði hann hrærður, „ör- lög hans hafa aðeins getað orðið með einu móti. Rauðskinnarnir voru búnir að um- kringja hacienduna, þegar hann lagði af stað.“ „Og þjónarnir----?“ mælti Donna Dolo- res hljómlausri röddu. „Indíánarnir þola enga óvini að baki sér. Framhaldið getið þér hugsað yður.“ Donna Dolores varð að styðja sig við Rosauru svo að hún félli ekki. Hún reyndi að svara, en orðin dóu á vörum hennar, því í sama bili kvað við margraddað öskur frá skógarjaðrinum og stór hópur indíána þusti fram á völlinn, í fyrstu atrennunni höfðu fallið fjörutíu menn af liði Svartafálka og hafði hann nú skipað jafnmörgum að gera áhlaup á ný. Áttu þeir hver um sig að taka með sér lík. úr valnum og bera það fyrir sér sem skjöld mót skothríðinni frá haciendunni. Fram- kvæmdu indíánarnir skipanir foringja síns af mikilli dirfsku. Faðir Matteo -sá strax, sér til skelfingar, að gömlu byssuhólkarnir á þakinu mundu litlu fá áorkað, og skipaði því bæði þjónun- um sem á þakinu voru og þeim sem vörðu dyrnar, að gera tilraun til að reka fjand- mennina á flótta með skothríð úr byssum sínum. Þjónarnir hlýddu skipuninni umsvifa- laust, en skothríðin virtist engin áhrif hafa. Aðeins tveir rauðskinnar féllu í valinn. Hinir nálguðust hacienduna hægt og hægt. Nú kom annar hópur indíána út úr skóg- inum. Dreyfði hann sér um völlinn og hélt síðan af stað í áttina til haciendunnar. Stórir svitadropar spruttu fram á enni föður Matteo, þegar hann andartaki síðar sá þriðju og síðan fjórðu fylkinguna nálg- ast. „Við hefðum átt að leyfa þeim að flytja líkin burt. Við máttum vita að svik og und- irferli býr undir hverri hreyfingu þessara djöfla," mælti hann. Þjónunum féllust hendur, þegar þeir sáu að ekkert varð aðhafst. í fátinu sem á þá kom misstu þeir marks æ ofan í æ. Donna Dolores horfði á aðfarimar ,von- leysislega og með sorg í svip. AHt í einu brakaði í stiganum og upp á þakið vatt sér indíáni í öllum herklæðum. Bar hann í annarri hendi hlauplanga veiði-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.