Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 34
176 BÓKMENNTIR N. Kv: Víkingsútgáfan í Reykjavík er nýbúin að gefa út Millu, frásögu eftir Selmu Lagerlöf. Einar Guðmundsson þýddi. Saga þessi er ein af hinum gullfallegu smásögum hinnar heimsfrægu skáldkonu. Er hún um litla stúlku, sem er krypplingur, þolir ekki að sitja í skóla og ekki annað sjáanlegt en að lífið verði henni eintóm þjáning. En litla stúlkan kemur sér upp, með hjálp pabba síns, dálitlu sjúkrahúsi. Sjúklingar hennar eru vængbrotnir fuglar, mús, er misst hafði einn fótinn o. fl. dýr. Um þetta snýst áliugi hennar og gefur lífi lrennar þýðingu. Breka- strákar verða betri menn en áður, ef þeir koma í návist Millu, og allir, sem kynnst henni verða hrifnir af starfi hennar. ,,í allri borginni finnst ekki lángefnara barn en hún“. Útgáfa bókarinnar er hin vandaðasta, og er bókin tilvalin jólagjöf handa börnum. Nokkur undanfarin ár hefir Helgi Val- týsson, rithöfundur, unnið að því, að safna heinrildum í sögu hinna íslenzku landpósta. yHebi er mikilvirkur rithöfundur. Það O munu vera um 4 ár síðan hann hóf þetta starf sitt. Hann hefir viðað að sér miklum heimildum, unnið úr þeim, og nú er verkið prentað. Það heitir; Söguþættir landpóst- anna. Það er gefið út í tveim bindurn í .stóru broti og er hvort bindi um sig nær 25 arkir, eða um 800 bls. bæði bindin. Bóka- útgáfan Norðri á Akureyri er útgefandi bókarinnar, en prentverk Odds Björnsson- ar hefir prentað. Er ytri frágangur bókar- innar og prentun með ágætunr, enda mun Prentverk Odds Björnssonar ein hin vand- virkasta og bezt útbúna prentsnriðja lands- ins. Pappír bókarinnar er ágætur og fjöl- margar myndir prýða hana. Bókin skiptist í þessa þrjá aðal- kafla: I. Ágrip af sögu póstmálanna eftir Vigfús Guðmundsson. II. Söguþættir land- póstanna. III. Póstatal og annálar. Lang- lengsti þátturinn er Söguþættir landpóst- anna. Skiptist hann í þessa kafla: 1. Suður- landspóstar, 2- Vesturlandspóstar. 3. Norð- urlandspóstar og 4. Austurlandspóstar. Bókin er nýkomin í hendur mínar. Ég hefi því ekki lesið hana enn, heldur aðeins blað- að í henni, en þótt ég hafi enn ekki kynnzt bókinni meira, þá þykist ég geta fullyrt að hér er um stórmerkilegt rit að ræða. F.fnið er hið merkilegasta. Þetta eru sögur um hetjur, er háðu harða baráttu í ferðum um fjöll og vegleysur, yfir jökulvötn og sanda, í allskonar veðrum, með það takmark fyrir augrum að komast á ákveðnum tíma leiðar sinnar, hvað sem öllum torfærum leið. Fn mér sýnist að safnandinn, þrátt fyrit: sinn mikla dugnað, hefði þurft miklu lerigri tírna, en hann hefir haft, til þess að vinna verk þetta. Hann hefði helzt þurft sjálfur að ferðast um allt laiídið. Kvnna sér stað- háttu og ná tali af mönnum, er gátu orðið honum að liði við heimildasöfnun. Að sjálfsögðu hefði hann þá getað fengið fiá- sagnir og þætti um fleiri pósta, en jrættir eru ujn í bók hans. Og ég Ireld að hann ætti að halda verki sínu áfram, safna t iðbótum og koma seinna með III. bindið. En þökk honum og útgefanda fyrir þetta þjóðnytja- verk. Þ. M. J. Hefir tímaritið Jörð „gengið í bandalag við kommúnista um að reyna að draga úr skáldfrægð Davíðs Stefánssonar?“ Ég skal játa, að mér þykir hálfgerð skömm- til þess koma að verða að setja grein í blað til þess að ræða spurningu þá, er í fyrirsögn- inni hér að ofan greinir. En ég sé ekki bet- ur, en að „Nýjar Kvöldvökur“ neyði mig til þess. í síðasta hefti þessa rits e'r smágrein’ eftir ritstjórann um ,,Jörð“ (vinsamleg að öðru leyti), er gengur hálf út á það að halda fram því, sem um er spurt í ofanskráðri fy'r- irsögn. Það eru einkum tvenn ummæli í smá- grein þessari, sem ég vil mótmæla sem frár-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.