Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Blaðsíða 6
182 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. samviskubif, sem jeg á bágt með að trúa, því að þjer hafið ekki eftir neitt að iðrast.c »Haldið þjer þá, að líkamlegar þjáningar sjeu það eina, sem vert er að skiíta sjer aí?« spurði hann og brovti þessu hræðilega upp- gerðarbtosi. »Jú, nátfúrlega! Við hirðum fyrst og fremst um líkamann, dekrum við liann, stríðölum hann og gætum þess, eftir megni, að hann verði ekki einu sinni fyrir títuprjóris- stungu og þá höldum við, að öllu sje borgið — öllu hljóti að vera borgið. Og þó er hann ekkert' aunað en umbúðir, sem rotna og verða að engu því meira sem sálin í honum þróast — sálin, sem ósjálfrátt leitar upp t>I hæða og fær ofbirtu af himinljómanum. Lítið þjer út hjerna! Lítið á garðinn yðar og hina draumkendu, þögulu fegurð hans. Blómin sofa og trjen fagna því vissulega að vera laus við allar þessar tilbúnu lugtir, sem hjengu á grein- um þeirra fyrir skemsfu. Tunglið hvílir sig á litlum skýhnoðra og gengur til viðar í vestri og rjett áðan var næturgali að syngja. Rjer finnið rósailminn leggja frá limagirðingunni þarna. Retla er alt saman náttúrunnar verk — og það er eitthvað dýrðlegra og dásamlegra núna, heldur en meðan flugeldarnir geisuðu og hornaþyturinn fældi smáfuglana úr hreiðr- um sínum. En samkvæmisfólkinu geðjast ekki að eir.verutini og rökkurstundunum. Rað vill heldur fánýtt glys en ómengaða geisladýrð. Og það sem út yfir tekur — það reynir að dylja sannleikann en halda hjegómanum á lofti — þar í er ógæfan falin!« »Rað er rjett eftir yður, að vera að gera lítið úr allri þeirri fyrirhöfn, sem þjer hafið mátt hafa til þess að gera þessa samkomu sem prýðileg;sta!« svaraði ieg. »Rjer getið gjarna kallað það >fánýtt glys«, ef yður svo sýnist, en það hefir nú samt sem áður verið fyrirtaks veisla — og hvað skemanirnar snertir, þá hafa þær aldrei átt sinn líka.« »Ressi samkoma mun gera yður nafnkunn- ari, en bókin yðar,« sagði Lúcíó. »Á því er enginn ef,« svaraði jeg. »AI- menningur vill heldui mat og skemtanir en bókmentir, jafnvel þótt úrvalsbókmentir sjeu. En meðal annara orða — hvar eru allir listamennimir, hljóðfærale kendurnir og dansar- arnii?« »Farnir heim.« »Farnir heim?« enduttók jeg forviða. *Núna — und reins? En hafa þeir þi fengið nokkuð að borða?« »Reir hafa fengið það, sem þeim nægir og borgunina sömuleiðis,« svaraði Lúcíó fremur þumbaralega. »Var jeg ekki að s°gja yður, Geoffrey, að þegar jeg tækist eitthvað á hend- ur, þá gengi jeg almennilega frá því?« Jeg horfði á hann og hann brosti, en sv pur hans var þungur og háðslegur. »Jfja.« svaraði jeg blátt áfram, því að jeg vildi ekki móðga hann á neinn hátt. »Sem yð- ur sýnist. En sem jeg er lifandi maður, þá get jeg ekki betur sjeð, en að hjer leynist ein- hver djöflagangur á bak við.« »Bak við hvað?« spurði hann rólega. »Bak við það alt saman — dansendurna, þjónana og skutilsveinana — þeir hafa víst skift hundruðum — þessar aðdáanlegu sýning- ar, flugeldana, kvöldverðinn — alt yfir höfuð að tala, skal jeg segja yður! En þó er það undarlegast af öltu, að allur þessi mannfjöldi skuli vera horfinn svona í einni s/ipan.« »Gott og vel! Ef þjer kennið peningana við djöflagang, þá hafið þjer rjett fyrir yður,« sagði Lúcíó. »En tómin peningar geta þó aldrei gert alt svona fullkomið og aðdáanlegt í stóru sem smáu, hvar sem á er litið — — » sagði jeg. »Peningar geta alt,« greip hann fram í og titraði rödd hans af geðshræringu. »Pað er jeg fyrir löngu búinn að segja yður. Reir geta freistað fjandans sjálfs. Ekki er það samt svo að skilja, að fjandinn sje neitt sj:rlega fíkinn í auðæfi þessa heims, en hann unir sjer vana- lega bptur í samvistum við auðmenn. Hann veit, ef til vill, til hvers auðæfin verða notuð. Jeg segi þetta auðvitað svona hinseginn, en það verður aldrei of mikið geit úr valdi pen- inganna. Pjer skuluð aldrei reiða yður á dygð

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.