Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Blaðsíða 12
188
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
að hálfiíma liðnum var akkerum Ijett. Æsibyr
og hart útfall bar okkur óðfluga út úr mynni
Schelde-lljótsins, og snemma um morguninn
sáum við snekkju eina. Stefndum við á hana
og vorum bra'tt í hlje við hana. Kallaði
O’Brian eftir bát, og er Eust.che hafði fengið
ávísun mína upp á það, er eftir stóð af laun-
um hans, kvöddum við hann og óskaði hann
okkur allra heilla á heimferðinni. Og slundar-
korni síðar vorum við komnir undir vernd
breska fánans.
VI.
Heima.
Er upp kom á þilfar snekkjunnar, spurði
foringi hennar drembilega, hvaða menn við
værum, og svaraði O’Brian því, að við vær-
um enskir herfangar, er tekist hefði að komast
úr höndum Frakka.
»Já, líklega foringjaeíni; jeg hefi heyrt, að
einhverjum þeirra hafi tekist að flýja.«
»Nafn mitt er O’Brian sjóliðsforingi, herra
minn. Getið þjer sannfærst um það, ef þjer
lítið í skrá Steels. Og þessi ungi maður, er
með mjer er, heit r Pjetur Simplí; er hann
foringjaefni og sonarsonur Privilege lávarðar.*
Foringinn, sem var kubbslega vaxinn, rauð-
bústinn í andliti með klumbunef, blíðkaðist
fljótt í viðmóti og bauð okkur niður í farbúð
sína. Bar hann þar á borð fyrir okkur ensk-
an ost og gamalt sterkt öl. Voru það ef til
vill þær bestu góðgerðir, er hægt var að veita
okkur.
»Mig langar til að vita,« sagði hann,» »hvor-
þið hafið hvergi rekist á einn af foringjum
mínum, sem var hertekinn meðan jeg var á
skyndiferð með skeyti til MiðjarðarhafsfIotans.«
»Mætti jeg fyrst fá að heyra nafnið á hinn1
fögru, örskreiðu snekkju yðar?« mælti O’Brian.
»Mary,« mælti foringinn.
»Hver þó fjand nn! Jú, reyndar hefir fund-
um okkar borið saman/ Hann var fluttur til
Verdun, en við höfðum þá ánægju að vgrða
honum samferða til Montpell er. Rað var ein-
staklega prúðmannlegt ungmenni og vel til
fara; er ekki rjett?«
»Hvað prúðmenskuna áhtærir, skal jeg ekk-
ert um segja, því að jeg er ekki skynugur á
þá liluti; en hvað snertir klæðaburðinn, hefði
hann átt að geta verið sæmilegur; en meðan
hann var hjer með mjer, var hann aldrei sæmi-
lega til fara. Faðir hans er skraddari, sem jeg
skifti við, og tók jeg son hans á sklp mitt
sem foringjaefni til þess að kvitta skuld, sem
jeg var í hjá honum.«
»Petta grunaði mig,« sagði O’Brian og Ijet
svo útrætt um þetta.
»Hvenær búist þjer við að snúa heimleiðis?«
spurði O’Brian, því að við brunnum í skinn-
inu af óþolinmæði, því að okkur var farið að
langa til að komast heim til Englands.
Svaraði hann því, að leiðangur þessi væri
þegar úti. Enda væri koma okkar á skip hans
næg ástæða til heimfarar, þótt ekkeit væri ann-
að. Kvaðst hann snúa heimleiðis strax við
næstu vökuskifti. Gladdi þetta okkur mjög og
tveim tímum síðar var stefnan tekin á strend-
ur Englands. Rrem dögum síðar lögðumst við
í lægi við Sp thead. Gengum við á land með
foringja snekkjunnar og til aðseturs aðmíráls-
ins. Við Ijelum okkur þó nægja, að tilkynna
heimkomu okkar á skrifstofu hans, þar eð við
þóttumst eigi vera nógu vel til fara til þess að
ganga fyrir hann sjálfan. En er Meredith
skraddari hafði heitið okkur því, að hafa al-
klæðnað tilbúinn handa okkur næsta dag,
keyplum við okkur nýja einkennishatta og tók-
um okkur síðan gistingu á veitingahúsinu »Gos-
brunnurinn«, því að O’Brian þótti ekki sæma
að gista í »Bláu dyrastöfunum*, sem einungis
var aðsetur nýbakaðra foringjaefna. Aria næsta
dag hjeldum við prúðbúnir til aðmírálsins.
Tók hann okkur mjög alúðlega og bauð okkur
til miðdegisverðar, sem við þáðum með þökk-
um. Jeg hafði skrifað móður minni langt brjef
strax er jeg kom í land og beið nú svars.
(Framh.).