Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Blaðsíða 10
186 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Hver ert þú, ljóta hollenska stelpa!* Hann hafði sem sje í svipinn steingleymt telpubún- ingnum. En er hann áttaði sig, vafði hann mig örmum. »Pjetur! Svo sannarlega ert þú engli líkur í útliti, því að þú kemur í konulíki og færir mjer huggun. Satt að segja, var jeg í meira lagi hnugginn, er jeg fann þig ekki, og svo ábreiðurnar — þær voru líka farnar fjandans til. Hvað hefir gengið hjer á?« Jeg skýrði honum frá því í sem fæstum orðum. »Heyrðu, Pjetur! Jeg er í sjöunda himni yfir því að sjá þig aftur heilan á húfi. En ennþá glaðari er jeg þó yfir því, að vita nú víst, að jeg get treyst þjer, þótt jeg láti þig einan stund og stund. Nú skal jeg segja þjer hvað jeg hefi afrekað þóit lítil sjáist þess merk- in. Jeg tók eftir því á leiðinni hingað um daginn, að á milli skógar þessa og Vliessingen er ekkert gistihús. Pess vegna stefndi jeg til Mtddeiburg og fann eina krá á þeirri leið. En þar var hver bekkur fullsetinn af hermönnum, svo að mjer leist ekki á blikuna að leggja þar til inngöngu, svo að jeg fór þar fyrir ofan garð, en fann enga fleiri greiðasölustaði. Á heimleið- inni gekk jeg fram hjá sömu kránni, en í sama mund og jeg gekk framhjá, kom út einn af hermönnunum og, að því er virtist, veitti mjer eftirför. Jeg fór að hvetja sporið og hann gerði eins og fór mjer því ekki að lítast á blikuna. Loks náði hann mjer þó og ávarpaði mig á hollensku, en af því að jeg ansaði engu, tók hann í Iurginn á mjer, svo mjer þótti ráðleg- ast að látast vera mátlaus. Benti jeg upp í mig og gúlgraði upp úr mjer ámátlegnm skrækjum. Pví næst benti jeg á eyrun og hristi höfuðið. En ekki vildi hann gleypa agnið, og heyrði jeg að eitthvað nefndi hann Englendinga. Grunaði mig, að nú mundi ekki eftir betra að bíða, rak upp skellihlátur og stansaði. Ætlaði hann sjer þá að ráðast á mig, en jeg setti þá fyrir hann fótinn svo laglega, að hann stakst á höfuðið niður á harðan klakann og fjekk auð- sjáanlega þrælslega byltu, því að hann stóð ekki upp aftur, og efast jeg um, að hann sje raknaður við ennþá. Jeg Ijet haim eiga sig og tók til fótanna í áttina heim, en ekkert hefi jeg þó meðferðis, se-u Pjetur getur látið í svanginn. Seg þú mjer nú þína skoðun á öllu saman, því að svo segir spakmælið, að vís- dóminn skuli menn nema af munni barnanna; og þótt jeg satt að segja aldrei hati sjeð ann- að koma út úr barnsmunni en mjólkurdrafla, er þó ekki loku fyrir skotið, að svo kunni þó að verða í þetta sinn, þvi að ekki ert þú ann- að en barn, Pjetur.* §|£»Jæja, ekki er jeg nú ueinn hvítvoðungur, þótt lítill sje jeg á móts við afkvæmið hans Fingals, sem þú hefir frætt mig um. Tillaga mín er sú, að við förum fyrst til bóndabæjarins. Okkur hefir áður komið hjálp þaðan; bregðist sú von, verðum við að fara til Vliessingen og freista gæfunnar.« O’Brian félst á þetta, og við lögðum á stað til bæjarins. Pegar þangað kom, sáum við engan nema varðhundinn stóra, sem stúlkunni hafði fylgt. O’Brian gekk til hans, klappaði honum, og þótt hann urraði, Ijet hann þá O’Brian kom- ast óhindrað heim að dyrunum, en fylgdi hon- um þó fast eftir. O’Brian barði, og eftir litla stund kom telpan til dyra. Hún þekti okkur auðsjáanlega og gekk strax inn, en hundurinn lagðist í dyrnar. Að vörmu spori kom konan út, sú hin sama og orðið hafði okkur sam- ferða í Vliessir.gen. Hún talaði ágæta frakk- nesku og sagði okkur, er inn kom, að svo heppilega vildi til fyrir okkur, að maður sinn væri ekki heima. Kvaðst hún ekki hafa þorað að senda stúlkuna með matinn aftur, sakir þess, að þegar hún var á heimleið frá okkur, er hún kom með matiun, hafði mætt henni stór úlfur, sem varðhundurinn hafði þó rekið á flótta. Hafði síðan verið gerður út liðsafn- aður til að vinna dýrið og hefði það tekist síðastliðna nótt. En ætlað hefði hún sjer að senda telpuna með vistir þennan dag. O’Brian sagði henni þvínæst hvað diifið hefði á daga okkar, og hve nær hefði legið við, að jeg yrði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.