Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Blaðsíða 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
185
Pjeíur Simple.
Eftir kaptein Marryat.
Veiðimennirnir höfðu þó ekki tekið eftir mjer því að jeg mintist þess, er konan hafði sagt
sakir ákafans og vígamóðsins, sem á þeim var okkur um hatur manns hennar til Englendinga.
við að koma úlfinum fyrir kattarnef, og vanst Er jeg þannig hafði ranglað stundarkorn í
mjer því tími til að komast nógu hált upp íráðaleysi til og frá kringum bóndabýlið, fanst
trjeð, og felast þar svo vel sem kostur var á." mjer jeg grilla óljóst í mannveru, er laumaðist
En af því að jeg var ekki nema svo sem 15
skref frá þeim, heyrði jeg vel t l þeirra. Lustu
þeir upp undiunarópi, er þeir lyftu upp tepp-
inu, og drógu hirm dauða úlf út úr fylgsninu.
Ekki skildi jeg þó hvað þeir sögðu, því að þeir
töluðu hollensku, en viss þóttist jeg þesc, að
oft nefndu þeir orðið »Englendingur.«
Veiðimennirnir og hundarnir vpru komnir
út úr kjarrinu, og jeg var farinn að klifrast nið-
ur úr t'jenu, þegar einn af veiðimönnunum
sneri aftur, hirti ábreiður okkar, vafði þeim
saman og hafði þær á brott með sjer, en til
allrar hamingju tók hann ekki eftir bögglum
okkar í h nni daufu tunglsglætu. Jeg beið enn-
þá stundarkorn í trjenu áður en jeg þyrði að
fara alveg niður. Nú var jeg alveg í vandræð-
um. Hvað mundi O’ Brianhugsa, er hann kæmi
aftur, og jeg væri allur á burtu? En b;ði jeg
eftir honum, væri ekkert líklegra en að jeg
mundi láta lifið um nóttina úr kulda. Jeg fór
að íeita eftir bögglum okkar og fann þá eftir
stundarkorn. Höfðu þeir hulist laufi í rysk-
ingunum, er verið var að drepa úlfinn. Kom
mjer þá ráð O’Brians í hug og klæddi mig í
telpuklæðin, en gat þó ekki fengið af mjer að
leggja strax á stað til Vliessingen.
Loks ákvað jeg þó að fara til bóndabýlisins,
sem var skamt frá þjóðveginum, og var því
þar með ekki loku fyrir skotið, að jeg kynni
að rekast á O’Brian. J?g var stutta stund á
leiðinni til bóndabýlisins og læddist tímakorn
í kringum húsið. Sá jeg að dyr voru harð’
lokaðar og hlerar fyrir öllum gluggum. Ekki
þorði jeg fyrir nútt Iff að berja að dyrum,
í áttina til skógarkjarrsins.
Jeg flýíti mjer í humátt á eftii og sá mann-
inn hverfa inn í kjarrið. Jeg fór gætilega á
eftir, því þótt mjer þætti líklegt að þetta væri
O’Brian, fanst mjer hitt eigi ósennilegt, að
það gæti einnig verið einhver úr veiðiflokkn-
um, er ætlaði sjer að leita betur í bæli okkar,
í von um einhvern feng. Brátt heyrði jeg þó
rödd O’Brians og flýtti mjer nær án þess
að hann yrði mín var, og sá nú að hann sat
og hvíldi andlitið i höndum sjer. Loks heyrði
jeg hann segja með grátekka:
»Æ. Pjetur! Veslings Pjetur minn! Ert þú
nú loks kominn í klærnar á þeim! Mátti jeg
ekki yfirgefa þig eina stund án þess að stofna
þjer í hæltu? Veslings, veslings Pjetur minn!
Einfaldur varstu, víst er um það, og einmitt
þess vegna þótti mjer vænt um þig. En, Pjel-
ur! Jeg hefði gert úr þjer mann. Pví að það
var mannsefni í þjer, það er áreiðanlegt — já,
meira að segja hraustan mann. H ;ar á jeg að
leita þín, Pjetur? Hvar finr. jeg þig, Pjetur?
Nú ert þú aftur kominn í svarthohð, og öll
mín fyrirhöfn að engu orðin. En jeg skal einn-
ig láta þá ná mjer, Pjetur minn! Pví að þar
sem þú ert, vi! jeg eínnig vera. Og auðnist
okkur ekki að komast undan saman og heim
til Englands, getum við þó fylgst að til horn-
grýtis hundakofans í Giver. Ó, vei mjer!«
Og nú hætti O’Brian að tala, en grjet sáran.
Pessi óræki vottur um fölskvalausa umhyggju
fyrir mjer, rann mjer til rifja og gekk jeg því
hiklaust til O’Brians og faðmaði hann að mjer,
Hann gla'pti á mig.