Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Blaðsíða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 187 fangaður, er úlfnrinn var drepinn, og enti rneð því, að nú værum við á leið til Vliessingen aftur, þar sem við sæum okkur e'kki annars úrkosta. »Jeg hefi heyit, að Pierre Eustache hafi komið heim í gær,« sagði konan, »og held jeg, að þið væruð þar betur komnir en hjer, því fáa mun gruna, að þið leyuist ,í næsta húsi við hermannaskálana.* »Ætlið þjer að vera okkur hjálpleg með að komast þangað?* »Jeg skal sjá til, — en eruð þið annars ekki matar-þurfar?« »Jú, jafnsoltnir mönnum, er ekki hafa mat bragðað í tvo sólarhringa.* »Mon Dieu! C’est orai. (Guð minn góður! Pað er satt). Jeg var búinn að steingleyma því, að svo langt er síðan. En hinn saddi veit ei, hvað hinn svangi Iíður.« Sagði hún svo eitthvað við telpuna, senr bar mat á borð í skyndi, sem við gleyptum í okk- ur með græðgi. Fyrir miðnætti vorum við steinsofnaðir við eldstóna. í dögun vakti konan okkur. Hafði hún alt tilbúið til torgferðar, vagninn var fylt- ur grænmeti og hestinum beitt fyrir. Konan, jeg og telpan settumst upp í vagninn, en O’Brian stýrði hestinum eins og síðast. A't gekk vel og við sluppum athugasemdalaust fram hjá hliðvörðunum, og tíu mínútum síðar, geng- um við inn í veitingahús hafnsögumanns- ins, sem fult var af hermönnum. Gengum við beina leið til litla herbergisins, en hittum þar fyrir bæði hjónin, sem eftir öllu að dæma höfðu verið að ræða um okkur. »Jæja, þeir koma þá þarna sjálfir, Eustache. Hermennirnir, sem sáu þá ganga hingað inn, trúa því líklega illa, að þetta sé í fyrsta sinni, sem þeir koma hingað, þólt þú ættir að fram- selja þá. Jeg ætla ekki að leggja til málanna um samninga ykkar á milli, en það ætla jeg að láta þíg vita, Eustache, að jeg hefi þiælkað og þvælst hjer í þessu gistihúsi þínu nótt og nýtan dag, þjer til hagsmuna, en ætlir þú að neita mjer og fjölskyldu minni um þennan litla greiða, verð jeg ekki lengur búslýra fyrir þig í þessu húsi.« Frú Eustache fór síðan út með mágkonu sinni og telpunni, en O’Brian ávaipaði strax manninn: »Jeg lofa yður hjermeð eitt hundrað gulldölum, ef þjer annað tveggja seljið okkur einhverstaðar á land á stiöndum Englands, eða komið okkur á skipsfjöl á einhverju ensku her- skip:, og geti þetta orðið innan viku, bæti jeg tuttugu dölum við.« Að því búnu tók O’Bri- an upp fimtíu gulldalina, er Celestia hafði gefið okkur og lagði þá á borðið, því ennþá áttum við dálítið eítir af okkar peningum. »Takið þetla sem fyrirframgreiðslu og vott þess, að mjer búi ekki hrekknr í hug. Eigum við þá að segja, að með þessu sjeu kaupin útkjáð eða ekki?« »Jeg hefi aldrei heyrt þess getið, að fátækur maður hafi staðist fortölum konu sinnar, þegar þeim hafa fylgt hundrað gulldalir,« sagði hafn- sögumaðurinn brosandi og sópaði til sín gullinu. »Rjer hafið kanske ekkert á móti því að leggja á stað í kvöld. Pjer græðið á því tíu dali í viðbót,« sagði O’Brian. »Jeg ætla að reyna að ná í þá lika,« sagði Eustache. »Mjer þykir því betra sem jeg kemst fyr á stað, því að ekki gæti jeg leynt ykkur hjer lengi. Við skulum nú rabba eitthvað sam- an þangað til við leggjum á stað, því að þess er enginn kostur meðan bjart er.« Fengum við okkur þá sæti og hóf O’Brian upp flóttasögu okkar og skemti hún vel hafn- sögumanninum. í rökkurbyrjun Ijet hann okkur klæðast há- sétabúningi og bauð okkur að fylgja sjer rösk- lega eftir. Pegar hann fór fram hjá varðflokkn- um, sem þekti hann vel, sagði einn hermað- urinn: »Hvað er þetta! Eruð þjer strrx að draga út á djúpið aftur? Nú hafið þjer lent í rifr- ildi við kerlinguna.« Hlóu þeir allir að þessu og við líka. Er niður kom í fjöruna, settumst við í kænu hans, rerum henni út að haf- sögumannsskútunni og 24*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.