Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 19
N. Kv. UNDIR LJÓNSMERKINU 11 Grímumaður lét sér þetta nægja, og það sem eltir var leiðarinnar, þögðu þeir, þang- að til báturinn lenti nákvæmlega á sama stað og í fyrra skiptið. „Eg verð álíka lengi burtu og um dag- inn,“ mælti maðurinn, um leið og hann steig á land. Henry læddist á eftir honum í myrkrinu. Róðrarmenn í Feneyjum notuðu aldrei skó, og Henry tók líka oft af sér skóna, þegar liann var í kvöldferðum sínum, þ\’í að það var þægilegra. Honum var auðvelt berfætt- um að læðast á eftir grímumanninum, svo að lítið bæri á, en lét vera talsvert bil á milli þeirra, því að hvergi var þar neitt til að dylj- ast á bak við. Eins og Henry liafði búizt við, gekk mað- urinn ekki í áttina til fiskimannakofanna, heldur gekk hann í sveig niður við flæðar- málið. Allt í einu heyrði Henry áraglamur og sá bát lenda við sandinn, hér um bil mitt á milli sín og mannsins, sem hann var að elta. Hann lagðist endilangur niður í sand- inn og sá tvo menn stíga upp úr bátnum og ganga í sömu átt og sá, sem á undan var. Henry stóð þá upp aftur og fór ofurlítinn krók til þess ræðarar bátsins yrðu hans ekki varir og hélt svo áfram í slóð hinna þriggja manna. Þegar menn þessir höfðu gengið spijlkorn eftir fjörunni, sneru þeir inn á hólminn, og Henry á eftir þeim. Þar námu þeir staðar við dökka þústu, sem stóð upp úr sandin- um. Var það hús, og Henry heyrði mennina drepa á dyr; einhver lágraddaður spurði, hverjir væru þar á ferð, opnaði fyrir þeim, og þeir hurfu allir inn í húsið. Henry laumaðist gætilega í kringum hús þetta; það var allstór timburhjallur og stóð út af fyrir sig milli tveggja sandhóla. Laus- um sandi hafði verið mokað upp með veggj- unum, og við það var hvorki garður né hlað, gluggahlerar voru lokaðir, og hvergi sást glæta af ljósi. Þegar Henry hafði skoðað skúrinn á allar hliðar, settist hann í dimrnu skoti nærri dyrunum og beið átekta. Aftur lieyrði hann fótatak í sandinum, þrjú högg á hurðina og rödd inni fyrir, sem spurði: „Hver er þar?“ ,,Nauð 1 eytarmaður,“ var svarað. „Hvað gengur að þér?“ var spurt. „Mér er illt innan um mig,“ var svarað — og þá voru lokur dregnar frá hurðu, hún opnuð og manninum hleypt inn. Enn þá komu fjórir menn og var hleypt inn; spurningar og svör voru alltaf hin sömu. Þegar ekki virtust fleiri ætla að bætast í hópinn, bjóst Henry við, að allir væru komnir til stefnu. Hann lá þarna endilang- ur í sandinum og fór að bora gat í grautfúið þilið, og gekk það bæði fljótt og vel, svo að liann gat gægzt inn. Sá liann þá tólf menn sitja við borð inni fyrir. Þrjá eða fjóra af þeim, sem hann sá frarnan í, þekkti hann að nafninu; allir voru þeir af góðum ættum, tveir þeina í borgarráðinu, en voru ekki í hóp tímenninganna. Einn sat við enda borðsins og var að tala, en þó að Henry legði eyrað að gatinu, gat hann ekki greint annað en óskýrt muldur. Hann reis gætilega á fæt- ur, sópaði sandi fyrir gatið á þilveggnum og jafnaði sem bezt hann gat yfir bælið, þar sem liann hafði legið. Síðan læddist hann að hinni skúrhliðinni og boraði þar annað gat á þilvegginn, til þess að geta séð framan í þá, sem áður höfðu snúið baki að honum. Einn þessara manna var Pétur Sarto. Ann- an mann þekkti hann ekki, en af klæðaburði lians þóttist hann sjá, að hann væri ekki Fen- eyingur, lieldur að líkindum Ungverji. Hin- ir voru almúgamenn, og einn þeirra þekkti Henry að var virðingamaður mikill meðal fiskimanna og sjómanna borgarinnar. Svo voru tveir enn þá, sem hann ikannaðist ekk- ert við. Af því að Henry hafði verið næstum því heila klukkustund að bora götin á þilvegg- inn og gera atliuganir sínar, datt honum í hug, að nú væri honum ráðlegast að snúa aftur til bátsins, enda væri ekki eftir neinu 3*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.