Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 33
N. Kv. VALGERÐUR 25 dettur þó víst ekki í hug að bendla hana við Skúla. Þér hafið líklega heyrt þennan svívirðilega þvætting, að Skúli hafi átt barn með henni, sem var algerður uppspuni. Það er svo voðalegt, hvað menn leika sér að lýginni og fótumtroða sannleikann,“ og fröken Anna stundi þungan yfir vonzku mannanna. „Er Skúli þarna á sama stað?“ spurði Sól- veig gætilega. „Já, og hann hefur það heldur en ekki bærilegt. Húsbóndinn hækkar laun hans á hverjum rnánuði, og hann er búinn að láta smíða sér ansi snoturt hús, og þar er reglu- lega fínt hjá ungu hjónunum.. Frúin lýsti þessu öllu í bréfi til mín.“ Fröken Anna var aftur orðin broshýr og hellti nú í bolla handa sér. „Og nú hrópum við ferfalt húrra fyrir hjónunum!" kallaði hún upp og lyfti bolla sínum. Flestar stúlkurnar fylgdu hennar dæmi, þótt húrrahrópin yrðu heldur dauf og ósam- róma. „Mér finnst ég heyra allt þorpið endur- óma hamingjuóskir okkar!“ sagði Anna brosandi. „Nú er kaupmaðurinn að veita verkamönnunum vín inni í skrifstofu sinni, og í kvöld verður boð hjá okkur: Læknis- fjölskyldan, hreppsnefndarmennirnir og helzta fólkið í þorpinu." Þegar gosdrykkirnir voru tæmdir, þökk- uðu þvottakonurnar fyrir sig og tóku síðan aftur til starfa. „Ég skil bara ekkert í,“ sagði einhver þeirra, „hvaða ógnar viðhöfn þetta er hjá Jenssen, alveg eins og Skúli hefði náð í ein- hverja prinsessu." „Honum hefur þótt vænt um, að Skúli festi ráð sitt, hver svo sem konan er,“ sagði önnur. „En hvað segir þú, Guðlaug?“ „Ég segi aðeins það, að ég trúi ekki einu orði af rausinu úr henni Onnu gömlu!“ „Nú, giftur er hann þó, það er þó ævin- lega satt.“ „Já, það er líka allt og sumt! Ég gæti bezt trúað því, að Jensi væri skít-óánægður með allt saman og gerði þetta bara til að slá ryki í augu fólks. Hann er svo sem nógu tvöfaldur til þess!“ „Alltaf býrð þú eitthvað til.“ sagði Sól- veig hlæjandi. „En Skúli er nú samt orðinn reglumaður, og það er vel farið.“ „Já, það er kraftaverk," sagði Guðlaug og bætti svo við, — um leið og hún horfði hugsandi fram fyrir sig: „Þegar aðrar eins roluvellur verða að mönnum, er það fyrir áhrif góðrar og mik- illar konu. Og þau hljóta að hafa komið frá annarri en Ellu! Þar stendur einhver önnur á bak við. — Máske Valgerðnr!" ENDIR. Draumvísa. (Handrit Halldórs Stefánssonar, fyrrv. alþm.). Nokkru eftir aldamótin 1900 fórst maður að nafni Sveinbjörn á leið milli bæjanna Fagraness og Gunnólfsvíkur á norðurströnd Bakkaflóa. Var álitið, að snjóflóð hefði tekið hann á sjó út. Nokkru síðar fannst lík hans rekið á fjöru á þessum slóðum. Stuttu síðar fórst af færeysku skipi á Bakkaflóa norðanverðum maður, sem Marteinn hét. Búizt var við, að lík hans bærist á land, en það varð ekki. Þá var það, að húsfrú Guðrúnu Þorláks- dóttur á Skálum dreymdi þessa vísu: Undir köldum unnarstein aldan kremur náinn. Þar sem Steinbjörns bárust bein, bíður Marteinn dáinn. Stuttu síðar fannst rekinn handleggur af Marteini, þar sem lík Steinbjörns hafði áð- ur rekið.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.