Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 45
N. Kv. Steindór Steindórsson. Bækur. Einar Benediktsson: Laust mál I—II. Steingrímur J. Þorsteinsson bjó til prentunar .— Rvík 1952. ísafoldar- prentsmiðja. Fyrir nokkrum árum gaf ísafoldarprent- smiðja út ljóðmæli Einars Benediktssonar í 3 myndarlegum bindum. Fylgdi þeim rit- gerð eftir Guðmund Finnbogason. Útgáfa sú varð vinsæl, sem von var, því að ýmsar ljóðabækur hans höfðu þá verið ófáanlegar um skeið. Nú hefur sama forlag sent frá sér úrval úr lausu máli Einars Benediktssonar. Kennir þar margra grasa, því að Einar kom víða við um dagana, skrifaði sögur, bókmenntagrein- ar, greinar um fjölmörg viðfangsefni þjóð- félagsins, heimspekihugleiðingar, sagnfræði og fleira. Þótt þessar ritsmíðar hafi vitanlega verið misjafnar að gæðum er þeim öllum sameiginlegt, að þær bera merki hins stór- gáfaða, fjölmenntaða og skapríka höfundar, og stíl þess manns, sem við móðurhné lærði þau sannindi, „að orð var á íslenzku til um allt, sem var hugsað á jörðu.“ Það hefur engan veginn verið létt verk að velja úr hinum fjöldamörgu ritsmíðum höf- undarins. En svo virðist sem Steingrími prófessor hafi tekizt það prýðilega. Að minnsta kosti mun lesandinn enga grein kjósa úr safninu, en ekki er fyrir það að synja, að sumir mundu hafa kosið fleira. Þannig virðist mér að birta hefði mátt að ósekju dóm Einars um biblíuljóðin, þótt harður sé, og gaman hefði verið að fá fleira af greinunum um Grænlandsmálin, svo að eitthvað sé nefnt. Það er rnikill fengur í bók þessari, því að mikill þorri þeirra ritsmíða, sem þar er að finna, er dreifður í blöðum og tímaritum, sem mörg er nú hvergi að fá, nema í söfnum. Hafa því þeir, sem að útgáfunni standa unn- ið þarft verk með henni. Og fyrir hvern þann, sem vill kynnast Einari Benedikts- syni sem skákli og rnanni er bók þessi ómet- anleg. Menn geta verið höf. ósammála, en alls staðar er eitthvað nýtt, snjallar hug- rnyndir og djúpur skilningur á viðfangsefn- inu. — Rúmið leyfir ekki að ritað sé langt mál um hið lausa mál Einars, enda verða menn að lesa það sjálfir og lesa það vel. Þá hefur Steingrímur prófessor samið all- langa ævisögu Einars Benediktssonar, sem fyllir mikinn hluta af síðara bindinu. Er æviferill skáldsins rakinn þar af mikill ná- kvæmni, og er ævisagan nauðsynlegur inn- gangur til skilnings bæði á skáldinu og eink- um þó manninum. Og þótt aðdáunin á skáldinu sé e. t. v. sums staðar í mesta lagi, þá er ævisagan rituð af þeirri hófsemd, hlýju og réttdæmi, sem nauðsynlegt er, til þess að gera góða ævisögu. Sigurður Breiðfjörð: Ljóðasafu I. — Rvík 1952. ísafoldai'prentsmiðja. Með ljóðasafni þessu er hafin útgáfa á öll- um ljóðmælum Sigurðar Breiðfjörðs, er áætlað að þau verði 3 bindi. — Sveinbjörn Sigurjónsson magister sér um útgáfuna. Enda þótt nokkuð sé nú tekið að fenna yfir minningu Sigurðar' Breiðfjörðs, þá er vert að minnast þess, að nm sína daga og lengi þar á eftir var hann vinsælasta skáld þjóðarinnar. Að vísu munu rímur lians hafa notið mestra vinsælda, en þjóðin unni einn- ig Ijóðum hans. Lipurð þeirra, léttleiki og gagnsemi beindi þeim leið að hjarta alþýð-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.